Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1996, Blaðsíða 16

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1996, Blaðsíða 16
Þorsteinn Haraldsson og Andrew ). Christie ræða, þá bæri honum að benda sérstaklega á það í framtali. Þessi klásúla varð þó ekki að lögum, ekki hvað síst vegna andstöðu skattráðgjafa og skattgreið- enda. Siðareglur um skattamál En það er ekki þar með sagt að óvissa á þessu sviði - þ.e. hvaða reglum skuli fylgja varðandi hvað er talið frarn - þýði að tilviljun ein ráði för eða að menn séu sí- fellt að reyna að blekkja skattayfirvöld. Oðru nær. Löggiltir endurskoðendur hafa sjálfir gefið út leið- beinandi reglur um skattframtöl. Ekki er þó um að ræða tæknilegar reglur eða forskrift, sem á við líkleg og ólíkleg tilfelli. Þetta eru miklu frekar leiðbeinandi siðareglur, segir Christie, sem gefa línuna varðandi það hversu miklar upplýsingar eðlilegt sé að gefa skattyfirvöldum miðað við eðli máls. I fyrirlestri sínurn nefndi Christie einmitt dæmi um siðferðilega spurn- ingu sem menn gætu staðið frammi fyrir gagnvart skattinum. Elann spurði hvað sá aðili ætti að gera, sem fengi of mikið til baka frá skattinum miðað við þær forsendur sem hann lagði upp með - fengi kannski 100.000 pund í staðinn fyrir 10.000 pund? Til að skilja betur þessar leiðbeinandi siðareglur og vegna þess að hann svaraði ekki þessari spurningu í fyrirlestri sínum, spurði ALIT prófessor Christie hvað reglurnar myndu leggja til að gert yrði í slíkri aðstöðu? Hafa skal það sem réttara reynist „Höfuðskilaboðin í slíku tilfelli myndu vera að end- urskoðandinn legði mjög eindregið til við umbjóðanda sinn að láta skattyfirvöld vita að trúlega hefðu verið gerð mistök við endurgreiðsluna. Ef uinbjóðandi end- urskoðandans vildi ekki verða við þeim tilmælum þá væri endurskoðandinn í raun laus allra mála gagnvart honum og þyrfti ekki að starfa fyrir hann frekar. Laga- tæknilega séð er hér líka sá vandi á ferðinni að ef ein- hver tekur við peningum sem hann veit að hann á ekki rétt á, þá er samkvæmt breskum rétti um hegninga- lagabrot að ræða, þjófnað. Þannig að ef endurskoðand- inn gerir ekkert er hann í raun samsekur umbjóðanda sínum, ekki einungis um siðferðisbrot heldur líka um lögbrot. Endurskoðandi getur hins vegar ekki farið sjálfur með svona mál til skattyfirvalda vegna trúnað- arsambandsins við viðskiptamann sinn, sem verður að virða.“ Prófessor Christie segir að þetta dæmi þjóni aðeins sem lítið sýnishorn af fjölmörgum álitamálum sem upp geta komið og reynt er að taka á í þessum siðareglum. Aðalatriðið er að reglurnar hafa verið gefinar út og eru hluti af þeim opna umræðuvettvangi og starfsaðferð- um sem einkenni samskipti endurskoðenda og skatt- yfirvalda. Þær eru líka liður í því að viðhalda virðingu og traustd á stétt endurskoðenda almennt, en það seg- ir Christie vera mjög mikilvægan þátt í því að sam- skipti við opinbera aðila eru jafn góð og raun ber vitni. Sem slíkar eru reglurnar því afar mikilvægur þáttur í þessu samskiptamynstri öllu í Bretlandi. Samskipti á faglegum grunni Eins bendir hann á að hjá skatdnum vinni sérstklega vel þjálfað fólk, sem hafi gengið í gegnum strangt und- irbúningsnám áður en það komst að sem skatteftírlits- eða skattheimtumenn. Að vísu hái það skilvirkni allri og starfsemi að skattheimtan í Bretlandi heyrir undir þrjár stjórnsýslustofnanir, þannig er t.d. virðisauka- skatturinn innheimtur af tollinum, þar sem af ýmsum ástæðum ríki talsvert önnur menning og hugmynda- ffæði, en hjá skattstofunum sjálfum. Prófessor Christie telur að eflaust megi að hluta rekja ólíka hugmynda- fræði starfsmanna tollstofunnar til þess að þar fást menn ekki einvörðungu við innheimtu virðisauka- skattsins, heldur líka mun grimmúðlegri og harðari mál eins og t.d. eiturlyfjasmygl og annað af því tagi. I heildina tekið segir prófessor Andrew J. Christie að þróunin í vinnubrögðum við skattskil í Bretlandi sé á réttri leið með frjálsari og opnari samskiptum aðila. I aðalatriðum sé um að ræða samvinnu fagstétta, sem hver um sig hafi leitast við efla stöðu sína og sjálfs- mynd þannig að samskiptin hafi náð að þróast á fag- legum grunni. 14

x

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda
https://timarit.is/publication/1258

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.