Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1996, Blaðsíða 27

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1996, Blaðsíða 27
er erfitt að sjá fyrir sér aðstæður þar sem þörf er á að meina endurskoðanda aðgang að upplýsingum sem gætu haft áhrif á hlutlægni, en þær geta skap- ast, til dæmis í sambandi við ákveðna tegund af sjálfskoðun.) Sé endurskoðandi viss um að hlutlægni hans sé nóg- samlega tryggð með varúðarráðstöfunum af þessu tagi, en er samt í vafa um að það sé álit manna al- mennt, ber honum að fara yfir stöðu mála í samráði við annan löggiltan endurskoðanda, annaðhvort reyndari eða hærra settan félaga á sinni eigin endur- skoðunarstofu, annarri stofu eða hjá fagfélaginu, ef annarra kosta er ekki völ. Verði niðurstaðan sú að hlutlægni hans sé gætt í hvívetna skal það skjalfest á fullnægjandi hátt. • Aðgerðir út á við, ef til vill yfirlýsing opinberlega, til þess að útskýra að mönnum sé ljós hættan á hags- munaárekstrum við ákveðnar aðstæður og muni draga úr henni. • Aðgerðaleysi ef engin önnur leið getur leyst að- steðjandi vanda. I þessari álitsgerð er stundum mælt gegn aðgerðum vegna þess að í ákveðnum kringum- stæðum er ólíklegt að nokkrar öryggisráðstafanir dugi til þess að fullvissa almenning um að endur- skoðandinn sé óvilhallur. Vanhæfisreglur og bönn af sumu tagi eru falin í lögum eða reglugerðum og því ekki í verkahring endurskoðendastéttarinnar. 3.9 Breyttar aðstœður Vegna þess að aðstæður og viðhorf almennings breytast með tímanum gætu varnaðarorðin í þessari álitsgerð orðið fleiri eða færri þegar fram líða stundir. Breytingar á þeim þurfa þó að ákvarðast af almanna- hag annars vegar og hins vegar af því sjónarmiði að reglur megi ekki vera of erfiðar í ffamkvæmd. Stéttin verður að hafa þessa siglingu milli skers og báru að leiðarljósi. 3.10 Að hafiia verki Það leiðir af því sem hér hefur verið sagt að það við- horf almennings (eða einhvers hluta hans) að hlut- lægni endurskoðanda sé véfengjanleg er ekki eitt og sér næg ástæða til þess að vísa verki ífá sér. Gagnverk- andi aðgerðir og varúðarráðstafanir sem nefndar hafa verið hér á undan vega oft þyngra en áhættuþættirnir. Fáum utan endurskoðendastéttarinnar er kunnugt um þær margbrotnu og flóknu starfsháttareglur sem end- urskoðunarstofur af öllum stærðum hafa tileinkað sér. Opinber umræða og upplýsingar endurskoðenda um þær rnundu gera almenningi betri grein fyrir þeim og draga úr misskilningi. Við vissar kringumstæður gerist það þó að hlutlægni endurskoðanda er svo veigamikil hætta búin, eða mönnum virðist almennt að svo sé, að honum beri að vísa verkefnum frá sér í því skyni að gæta ásýndar stéttarinnar út á við, jafnvel þótt hann telji mál þannig vaxin að tiltækar varúðarráðstafanir og starfshættir geri honum kleift að halda hlutlægni sinni í málinu. I slíkum tilvikum ber honum að hafna eða hætta við verkið. Aðstæðum af þessum toga er lýst sér- staklega í leiðbeiningunum sem hér fara á eftir. 4. Sérstök málefni 4.1 Tengsl við fyriitækið sem er til endurskoðunar 4.1.1 Akveðin viðskiptaleg eða fjárhagsleg tengsl milli endurskoðanda og fyrirtækis sem er til endur- skoðunar geta valdið því að eiginhagsmunir séu eða virðist í húfi. Varúðarráðstafanir gagnvart slíku, sem í raun koma í veg fyrir að endurskoðandi tald að sér eða haldi áfram með verkefni, eru til dæmis: 1. Endurskoðandinn þarf að tryggja að hann eigi engin hlutabréf af neinu tagi, beint eða óbeint, í viðkomandi fyrirtæki.1 * 3 Endurskoðendum er ekki leyfilegt að gangast í ábyrgð fyrir skuldbindingum viðskiptavinar, svo sem skuldum, eða vera honum fjárhagslega tengdur á annan hátt, til dæmis þann að veita eða taka lán (nema ffá viðurkenndum fjár- málastofhunum í venjulegum viðskiptum þar sem hægt er að gæta tilhlýðilegra öryggisráðstafana) eða þá að þiggja eftirlaunahlunnindi eða annars konar hlunnindi. 2. Verði ytri atvik, svo sem arfur, gjöf eða samruni fyrirtækja, til þess að endurskoðandi eignist arð- gefandi hlut í fyrirtæki viðskiptavinar ber honum eins fljótt og auðið er, og í síðasta lagi innan eins árs, að losa sig við þann hlut eða vísa endurskoð- unarverkefninu frá sér ella. 3. Endurskoðandi má ekki vera lögfræðilegur fulltrúi fyrirtækis sem hann endurskoðar, né heldur með- limur í stjórn, yfirstjórn eða eftirlitsráði þess, eða starfsmaður þess. Hann má ekki heldur hafa gengt slíkum starfa hjá fyrirtækinu í að minnsta kosti tvö ár áður en hann tekur verkefni að sér, til þess að forðast eiginhagsmunaárekstra eða sjálfskoðun. 1 í nokkrum löndum gilda óverulegar undanþágur frá þessum almennu reglum (svo sem arðlaus hiutabréfaeign stjórnar- manna á Irlandi og Stóra-Bredandi). I slíkum tilvikum þurfa endurskoðendur að gera ráðstafnir tii að gæta hlutleysis síns. 25

x

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda
https://timarit.is/publication/1258

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.