Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1996, Blaðsíða 6

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1996, Blaðsíða 6
Hlutafjárarður greiddur aðilum heimilisföstum inn- anlands er ekki staðgreiðsluskyldur. Arður greiddur úr landi er staðgreiðsluskyldur og er skatthlutfallið 28,69% þegar um er að ræða einstak- ling en 20% þegar um er að ræða félag. I tvísköttun- arsamningum er alltaf samið um lægra hlutfall, en þar er almenna hlutfallið 15% en hlutfallið í beinni þár- festingu 0 til 5%. Arður erlendis frá er skattskyldur en frádrátmr vegna greidds staðgreiðsluskatts á arð erlendis er veittur samkvæmt tvísköttunarsamningum eða sam- kvæmt sérstakri beiðni sé samningur ekki fyrir hendi. Þetta gildir einnig um arðgreiðslur til félags heimil- isfasts á Islandi frá erlendu félagi. Islenska félaginu ber að telja slíkan arð að fullu til skattskyldra tekna. Hafi arðurinn sætt staðgreiðsluskatti erlendis kemur hann til frádráttar íslenska skattinum. Hins vegar er ekki veitt nein undanþága eða frádráttur vegna þess fé- lagaskatts sem hið erlenda félag hefur greitt. Þetta má skýra nánar með eftirfarandi dæmi í töflu 1B. Miðað er við arðgreiðslu til íslensks móðurfélags frá finnsku dótturfélagi, en félagaskatmrinn í Finn- landi er 25% og staðgreiðsluskattur 0, sbr. síðar í kafla 5.1. TAFLA 1B FINNLAND Hagnaður dótmrfélags í Finnlandi 100 Félagaskattur í Finnlandi 25% ( 25) Arður til útborgunar 75 Staðgreiðsluskattur 0 Arður til Islands eftir skatt 7 5 ÍSLAND Arður ffá dótmrfélagi í Finnlandi 7 5 Tekjuskatmr á íslandi 33% (25) Hagnaður móðurfél. á Islandi eftir skatt 50 2. Skattgreiðslur af arði milli hlutafélaga Varðandi skattgreiðslur af arði milli hlutafélaga gilda mismunandi reglur í hinum ýmsu Evrópulönd- um innan OECD. Ef tekið er mið af Finnlandi sem beitir ígildisaðferð em meginreglurnar í smtm máli þessar: Hlutafélagið sem greiðir arðinn hefur greitt 25% félagaskatt af hagnaði án nokkurs ffádráttar. Hlutafélagið sem mót- tekur arðinn telur hann til tekna að viðbættu ígildi fé- lagaskattsins hjá geiðslufélaginu en dregur frá sömu fjárhæð vegna ffádráttarreglnanna, sbr. dæmið í töflu 1A hér að framan. ígildisfrádrátturinn nemur 1/3 af nettóarðinuin (75x1/3=25) sem samsvarar 25% skatti af brúttó arði. Þannig er komið í veg fyrir tvísköttun arðs milli félaga. Ef tekið er mið af Hollandi þar sem sígilt kerfi ríkir þá eru meginreglurnar eftirfarandi: Þegar hlutafélag móttekur arð frá öðra hlutafélagi er hann að aðalreglu skattskyldur að fullu. Frá þessari reglu gildir hins veg- ar sú mikilvæga undantekning að arður sem hlutafélag móttekur frá öðra hlutafélagi sem það á að minnsta kostd 5% eignarhlutdeild í (auk annarra skilyrða) er undan þegið skatti hjá fyrst nefnda félaginu. Þessi undanþága er nefnd hlutdeildarundanþága (part- icipation exemption). Ef hún á við er arðurinn einnig undanþeginn afdrætti skatts (withholding) hjá félaginu sem greiðir arðinn. Þannig er komið í veg fyrir tví- skötmn skatts milli hlutafélaga með ákveðnum skil- yrðum. Það er fróðlegt að bera þessi tvö dæmi um skatdagn- ingu arðs milli félaga saman við íslenska kerfið. Það verður gert með töflunni hér á eftir. Forsendur era eftirfarandi: Hlutafé í félaginu sem greiðir arðinn (d) er kr. 1000 þús. og hagnaður kr. 100. Tekjuskattur er 33% og all- ur arður effir skatt er greiddur út. I dæminu á hluta- félagið sem móttekur arðinn (m) meirihlutann í félag- inu sem greiðir hann út. I ígildiskerfinu er gert ráð fyrir því að móðurfélagið njóti fulls ígildisfrádráttar og að í sígilda kerfinu gildi hlutdeildarundanþága. TAFLA 2 . ígildiskerfi DÓTTURFÉLAG Sígilt kerfi ísienskt kerfi Hagn. dótmrfélags 100 100 100 Frádráttarbær arður 0 0 100 Skattsk. tekjur d hf 100 100 0 Tsk. dótturfélags (33) (33) 0 Arðsúthlumn MÓÐURFÉLAG 67 67 100 Arðstekjur móðurf. 67 67 100 Tsk. móðurfél 0 0 (33) Tekjur m hf eftir skatt 67 67 67 Af dæminu sést að þegar 10% frádráttarreglan veld- ur því að skattskyldar tekjur dótturfélagsins verða 0 þá er útkoman sú sama í kerfunum þremur. 4

x

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda
https://timarit.is/publication/1258

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.