Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1996, Blaðsíða 36

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1996, Blaðsíða 36
Aðalfundur FLE 1994 Aðalfandur félags löggiltra endurskoðenda 1994 var haldinn þann 18. nóvember 1994 á Hótel Ork í Hveragerði. Formaður félagsins Þorsteinn Haralds- son setti fundinn og var Arni Tómasson kosinn fund- arstjóri og Hjörleifur Pálsson fundarritari. Formaður félagsins Þorsteinn Haraldsson flutti skýrslu stjórnar. I upphafi ræðu sinnar minntist for- maðurinn tveggja löggiltra endurskoðenda sem látdst hefðu á árinu, þeirra Hjartar Péturssonar ogjóns Ol- afssonar. Fundarmenn heiðruðu minningu þeirra með því að rísa úr sætum. Þorsteinn vísaði til þess að skýrsla stjórnar til aðalfundar 1994 lægi frammi og þar væri starfsemi félagsins rakin í aðalatriðum. Sigrún Ragna Olafsdóttir gerði grein fyrir ársreikn- ingi félagsins fyrir árið 1993/1994. Las hún áritun stjórnar á ársreikninginn og vísaði til áritunar endur- skoðanda Benónís Torfa Eggertssonar. Fundarstjóri bar upp skýrslu stjórnar og ársreikninginn undir at- kvæði og var reikningurinn samþykktur mótatkvæða- laust. Skýrslur fastanefnda: Þorsteinn Haraldsson gerði grein fýrir störfum álitsnefndar. Mörg erindi bárust á s.l. ári sem er breyt- ing frá fýrri árum. Flest erindin voru frá löggjafarvaldi og reglugerðaraðilum. Vísaði hann til árskýrslu fé- lagsins varðandi þau erindi sem bárust og voru af- greidd. Jafhffamt greindi hann frá því að samdóma álit hefði náðst í öllum málum neftidarinnar. Aðalsteinn Hákonarson gerði grein fyrir störfum endurskoðunarnefndar. Aðalsteinn vísaði til árskýrslu félagsins í því sambandi. Hann fjallaði lítillega um norrænu endurskoðunar- nefhdina og sagði frá fundi þeirrar nefndar í Stokk- hólmi s.l. sumar. Þar var m.a. til umræðu tilgangur og framtíð nefndarinnar og fyrirætlanir voru um að halda annan fund haustdð 1994 þar sem þau mál yrðu tekin fyrir. Aðalsteinn greindi frá sjónarmiðum endurskoð- unarnefndar varðandi ff amtíð norrænu endurskoðun- arnefhdarinnar og benti á að við ættum sameiginleg- an menningar- og lagagrundvöll með öðrum Norður- landaþjóðum. Þrátt fyrir það væri margt ólíkt milli landanna t.d. kröfur stjórnvalda til upplýsinga í árs- reikningum. Hugsanlegt væri að skipa fastan fulltrúa í norrænu endurskoðunarnefndina sem ekki væri í end- urskoðunarnefhd félagsins og að norræna nefhdin yrði bakgrunnur Norðurlanda í alþjóðlegu samstarfi. Aðal- steinn lýsti þeirri skoðun að þó hver einstakur fundur í norrænu endurskoðunarnefhdinni væri kannski ekki merkilegur kæmi margt gott út úr samstarfinu. Aðalsteinn sagði frá að unnið væri að þýðingu á hugtökum alþjóðlegu endurskoðunarnefndarinnar „Glossary of Terms“. Um væri að ræða vandasamt verk og við þýðinguna yrði að fara saman mngumála- kunnátta og fræðileg þekking. Alexander Eðvardsson gerði grein fyrir störfum reikningsskilanefhdar. Vísaði hann til skýrslu stjórnar til aðalfundar í því sambandi og til félagsfundar fyrr um daginn. Aðalstarf nefhdarinnar fólst í að gera drög að álitsgerð um efdrlaunaskuldbindingar og að annast gæðaefdrlit með ársreikningum. Alexander upplýsti að nefhdinni hefði borist erindi um að hún gæfi álit á sölu eignarhluta í Sölumiðstöð hraðffystihúsanna. Varðandi starfið ffamundan sagði Alexander að fyr- ir lægi að fullvinna álitsgerð um eftirlaunaskuldbind- ingar og næsta mál yrði líklega álitsgerð um reiknaða tekjuskattsskuldbindingu. Að lokum þakkaði Alexand- er þeim Ernu Bryndísi Halldórsdóttur og Lárusi Finn- bogasyni fýrir samstarfið, en þau hverfa nú úr reikn- ingsskilanefhd. Hjalti Schiöth gerði grein fýrir störfum menntunar- nefndar. Helstu störf nefndarinnar á s.l. ári voru und- irbúningur skattadags þar sem þátttakendur voru 129, aðstoð við stjórn við undirbúning Endurskoðendadags þar sem þátttakendur voru 74 og samstarf við endur- menntunarstofnun Háskóla Islands um skipulagningu endurmenntunarnámskeiða. I haust var unnið að und- irbúningi haustráðsteftiu í samráði við stjóm félagsins. Hjalti þakkaði að lokum meðnefndarmönnum sínum og stjórn fýrir samstarfið. 34

x

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda
https://timarit.is/publication/1258

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.