Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1996, Blaðsíða 28

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1996, Blaðsíða 28
4.1.2 Endurskoðandi verður að gera sér fullljóst að hver ein og einasta af fyrrgreindum og efrirfarandi varúðarreglum getur komið til álita og snert hann, ýmist: • tengslum við hann sjálfan persónulega • í tengslum við nákominn millilið, svo sem nánustu fjölskyldumeðlimi (rnaka eða börn) • tengslum við meðeiganda eða manneskju sem er honum nátengd af öðrurn ástæðum (svo sem vegna einhverra fyrri eða núverandi sambanda eða kvaða eða þakkarskuldar). 4.1.3 Endurskoðandi skyldi ekki ráða neinn þann til starfa við endurskoðunina sem einhver af fyrirmælun- um í þessari álitsgerð gera vanhæfan til þess. 4.2 Endurskoðun og önnur þjónusta Endurskoðandi getur veitt viðskiptavinum sínum aðra þjónustu en endurskoðun, svo framarlega sem hún bagar ekki hlutlægni hans og að slík þjónusta sé ekki bönnuð með landslögum eða siðareglum stéttar- innar. Það hefur ýmsa kosti að veita viðskiptavini aðra þjónustu en endurskoðun því það eykur innsýn endur- skoðandans í fyrirtækið og getur leitt til meiri gæða í endurskoðun hans. En engu að síður getur slíkt fyrir- komulag stofnað hlutlægni endurskoðandans og sjálf- stæði hans í ásýnd í hættu. 4.2.1 Þegar endurskoðandi ígrandar að taka að sér önnur verkefni en endurskoðun fyrir fyrirtæki er það skylda hans að tryggja að verkefhin muni ekki skaða hæfhi hans til þess að gæta hlutlægni, sjálfstæðis og hlutleysis. Einkum þarf hann að tryggja að hann kom- ist ekki í aðstöðu til þess að taka ákvarðanir af nokkra tagi fyrir viðskiptavininn. Hann þarf að velta fyrir sér öllum atriðum sem rædd era í í 1. lið hér að ffaman og gera allt sem nauðsynlegt er til þess að varðveita hlut- lægni sína og til að fullvissa þá sem eiga réttmætra hagsmuna um að gæta að svo sé. 4.2.2 Að öllu jöfnu samrýmist það starfi endurskoð- anda að veita viðskiptavini ráðgjöf og vera fulltrúi hans í skatta- og fjármálum, enda geri hann ráðstafanir til að gæta þess að hlutlægni sé ekki hætta búin af nánari skoðun á slíkum verkum þegar til endurskoðunar kernur. Ekki er sennilegt að fagleg eða tæknileg ráð- gjöf við skýringar á ákveðnum atriðum eða sérfræðiá- lit á valkostum verði þess valdandi að hlutlægni endur- skoðanda sé hætta búin. 4.2.3 Hvers konar stjórnunarstörf sem endurskoð- andi tekst á hendur geta gefið tilefhi til áhættuatriða sem nefhd era í grein 3.7. Þess vegna skyldi enginn endurskoðandi taka ákvarðanir fyrir fyrirtæki eða þátt í stjórn þess meðan hann starfar að endurskoðun þess eða öðrum verkefnum fyrir það. Hann skyldi hvorki vera viðriðinn framkvæmdastjórn fyrirtækis sem hann endurskoðar né sitja þar í yfirstjórn. Við aðstæður þar sem endurskoðandi ráðleggur eða aðstoðar viðskipta- vin á einhvern hátt ber honum að gera skýra grein fyr- ir því að öll ábyrgð á ákvörðunum og bókhaldi fyrir- tækisins hvílir á stjórn þess. 4.3 Tengsl endurgjalds og beildarafraksturs endurskoðun- arstofunnar 4.3.1 Hlutlægni endurskoðenda er raunveraleg og hugsanleg hætta búin af því að eiga of mikilla hags- muna að gæta hjá einstökum fyrirtækjum og því ber þeim að hafha endurskoðunarverkefnum fyrir aðila sem þeir þurfa að reiða sig óhæfilega mikið á um tekj- ur. Þessi áhætta og varnir gegn henni era af ýmsu tagi, en endurskoðendur skyldu gera sér ljóst að almenn- ingur mun skipta um skoðun á hlutlægni þeirra ef tekj- ur þeirra af verkefhum fyrir eitt fyrirtæki eða tengd fyrirtæki (þ.e. öll fyrirtæki sem lúta samsteypulögum) nema meiru en lágu hlutfalli af heildartekjum hans að meðaltali á undanliðnum fimm árum. Hlutfallið er yf- irleitt á bilinu 5% til 15%, en er mismunandi efrir löndum. 4.3.2 Fyrstu fimm árin og síðustu þrjú á starfsferli endurskoðenda er þörf á tilbrigðum við ofannefnda reglu, en samt verður að gera ráðstafanir til þess að sýna að endurskoðandinn gæti hlutlægni. 4.4 Þóknun fyrir endurskoðun 4.4.1 A hverju ári ber endurskoðanda að komast að samkomulagi fyrirfram við ráðamenn fyrirtækis um endurgjald fyrir endurskoðunina. I samkomulaginu skyldi þó ætíð gefast nokkurt ráðrúm til að bregðast óvæntum uppákomum. 4.4.2 Endurskoðandi skyldi ekki gera nokkra samn- inga uni að þóknun hans verði í hlutfalli við árangur af starfi hans. Þetta gildir einnig um þóknun fyrir önnur störf; sé hún tekjutengd mætti líta svo á að endurskoð- andinn sé hlutdrægur um eigin hagsmuni 4.5 Rdðning og endurráðning endurskoðanda 4.5.1 Það fer eftir landslögum í hverju landi fyrir sig í hve rnörg ár endurskoðandi má endurskoða sama fyr- irtækið, allt frá einu ári og að sex áram. Ekki leikur vafi á því að sýn endurskoðanda á reikningsskil fyrir- tækja verður betri eftir því sem hann þekkir fyrirtækið og starfsumhverfi þess betur, en þá steðjar að sú hætta 26

x

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda
https://timarit.is/publication/1258

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.