Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1996, Blaðsíða 20

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1996, Blaðsíða 20
irlit á staðnum hvaða endurskoðunarþættir eða við- skiptavinir verða athugaðir. Slík skoðun hjá hverjum og einum endurskoðanda tekur einungis fáa klukku- tíma en niðurstöðurnar gefa góða vísbendingu um hvort ástæða er til að ffamkvæma ítarlegri skoðun hjá viðkomandi endurskoðanda. Um hverja einstaka þætti endurskoðunar svo og gerð og varðveislu vinnupapp- íra gilda ákveðnir staðlar þannig að eftdrlitið byggist fyrst og fremst á því að kanna hvort farið hafi verið eftir viðkomandi stöðlum eða ekki. Reynslan af könn- unum eftirlitsins sýnir að það er fyrst og fremst sá hluti „skráðra endurskoðenda“ sem fengu undanþágu á sínum tíma sem koma illa út úr skoðun eftirlitsins. Sem dæmi um spurningar sem fram koma á spurn- ingalista, sem endurskoðendum er gert að svara, má nefna spurningu eins og hvort farið sé eftir staðli um endurskoðunaráætlun fyrir viðskiptavini. Þess má geta að spurningalistinn er hannaður sem nokkurs konar krossapróf og er úrvinnsla svaranna vélræn. Gefitir eru 4 möguleikar á svörum þ.e. já, í aðalatriðum, í litlum mæli og nei. Sem dæmi má nefita að þeir sem svöruðu þessari spurningu með: „í lidum mæli“ eða „nei“ árið 1993 skiptust á eftirfarandi hátt: 7% meðlima í félagi löggiltra endurskoðenda (NSRF), 16% meðlima í fé- lagi skráðra endurskoðenda (NRRF) og 40% þeirra sem eru ekki meðlimir í tilgreindum félögum. Líttil hætta er talin á að viðkomandi svari rangt til þar sem afleiðingarnar ef upp kæmist yrðu væntanlega svipting leyfis. Samkvæmt yfirliti yfir aðgerðir eða viðurlög eftir- litsins gagnvart þeim 120 endurskoðendum sem skoð- að var hjá árið 1994 eru „aðgerðirnar“ flokkaðar í 6 þætti þ.e. „engar aðgerðir“, „gagnrýni, „áminning“, „alvarleg áminning", „svipting leyfis“ og að síðustu „leyfi skilað inn“. Sem dæmi má nefna að 27 af 120 flokkast undir fyrsta þáttinn en 9 hafa verið sviptir leyfi (allir úr hópi „skráðra endurskoðenda" sem eru á undanþágu) og 23 hafa skilað inn leyfinu. Athyglisvert er hversu stór hluti aðgerða eftirlitsins er gagnvart þeim skráðu endurskoðendum sem eru á undanþágu en að þeim frátöldum er líttill munur á skiptingunni milli skráðra endurskoðenda og löggiltra endurskoð- enda. Athuganir eftirlitsins hafa leitt í ljós að veikleik- ar í endurskoðunarvinnu eru einkum hjá minni endur- skoðunarfyrirtækjum, eldri endurskoðendum og end- urskoðendum sem starfa einir að endurskoðunar- vekefnum. Til að efla gæðastandardinn hafa komið fram hug- myndir um að leyfi fyrir löggilta eða skráða endur- skoðendur verði endurnýjuð á 5 ára fresti og að skil- yrði fyrir endurnýjun yrðu t.d. að viðkomandi endur- skoðendur hefðu sótt endurmenntunarnámskeið í a.m.k. 1 viku (175 tímar) á ári. Fram kom að engin efri aldursmörk eru fyrir þá sem hafa leyfi til endurskoð- unarstarfa. Fram kom í máli fulltrúa Rredittilsynet að félög skráðra endurskoðenda annars vegar og löggiltra end- urskoðenda hins vegar eru rnjög sátt við ffamkvæmd eftirlitisins enda munu þau telja það jákvætt að þeir sem starfa á þessu sviði uppfylli lágmarks gæðakröfur. Þess má geta að kostnaðinum við eftirlit með endur- skoðendum er jafnað niður á alla löggilta og skráða endurskoðendur og er byggt á veltutölum frá endur- skoðunarþætti í starfsemi endurskoðendanna sam- kvæmt svörum sem ffam koma á áðurnefhdu spum- ingaeyðublaði. 1.2. Svíþjóð I Svíþjóð er opinber skráning, umsjón með leyfis- veitingum og eftirlit með endurskoðendum á vegum opinberrar stofnunar sem heitir Kommerskollegium (National Board ofTrade). Um er að ræða mjög gamla stofnun sem á rætur sínar allt aftur til 17. aldar. Meg- inverkefni þessarar stofnunar hefur undanfarið verið umsjón með GATT samningum af hálfu Svíþjóðar svo og ýmis mál sem snerta utanríkisviðskipti. Sérstök deild innan stofnunarinnar „Revisorsenheten" sér um leyfisveitingar og eftirlit með endurskoðendum og endurskoðunarfyrirtækjum og eru starfsmenn deildar- innar um 10 talsins. Undanfarið hafa verið umræður um hvort einkavæða ætti effirlitið með því að setja á laggirnar stofiiun með þátttöku ríkisins og endurskoð- endafélaganna. Niðurstaðan af þessum umræðum varð sú að þetta eftirlit ætti að vera áfram í höndum opin- bers aðila en þó með þeirri breytingu að sett yrði á laggirnar sérstök effirlitsstofhun til að sinna verkefh- um fyrrnefhdrar deildar innan Kommerskollegium. I samræmi við framangreint var frá 1. júlí 1995 sett á laggirnar stofnun sem heitir Revisorsnámnden. Stjórn þessarar stofhunar samanstendur af 9 mönnum sem tilnefndir eru m.a. af atvinnulífinu, háskólanum, opin- berum aðilum. Eins og í Noregi eru tvær tegundir af endurskoð- endum, þ.e. löggiltir og viðurkenndir (auktoriserade og godkánda). Samtals er um að ræða nálægt 4.400 endurskoðendur og skiptast þeir nokkurn veginn til helminga milli fyrrnefndra tveggja tegunda endur- skoðenda. Frain kom að í Svíþjóð eru gerðar kröfur um lágmarks endurmenntun og að leyfi eru endurnýj- uð á 5 ára fresti. 18

x

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda
https://timarit.is/publication/1258

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.