Fréttablaðið - 10.10.2017, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 10.10.2017, Blaðsíða 6
HEYRNARSTÖ‹INKringlunni • Sími 568 7777 • heyra.is Við hjálpum þér að bæta lífsgæðin Rexton™ heyrnartækin opna nýjar leiðir í samskiptum og auka lífsgæðin. Komdu í ókeypis heyrnarmælingu og fáðu heyrnartæki lánuð til reynslu. FJALLABYGGРSýni af drykkjarvatni úr Ólafsfirði, sem tekið var af Heil- brigðiseftirliti Norðurlands vestra, innihélt E. coli gerla og er því íbúum ráðlagt að sjóða allt drykkjarvatn. Umhverfis- og tæknideild Fjalla- byggðar hefur verið upplýst um málið og er vinna hafin við að koma í veg fyrir þessa saurgerlamengun. Vatnsveita Ólafsfjarðar fær vatn úr tveimur mismunandi vatnsbólum. Annað vatnsbólið er í  Múlanum norðan við bæinn og hitt vatnsbólið er í Brimnesdal ofan Ólafsfjarðar. Niðurstaða sýna- töku gefur til kynna að vatnsbólið sem þjónar nyrðri hluta bæjar- ins, þar á meðal fiskvinnslunum á Ólafsfirði, sé í lagi. Vandinn sé hins vegar bundinn við vatnsbólið í Brimnesdal. – sa Saurgerlar í vatni í Ólafsfirði LÖGREGLUMÁL Lögreglan á Suður- landi elti uppi og stöðvaði för rútu með ferðamönnum í austan við Sel- foss í gærmorgun. Bílstjóri rútunnar var grunaður um ölvunarakstur. Eftir athugun lögreglu var bílstjór- inn kyrrsettur en yfirlögregluþjónn mátti bregða sér í hlutverk rútubíl- stjóra og keyra ferðamennina sem leið lá til Hvolsvallar þar sem annar rútubílstjóri tók við. „Það mældist í honum en undir kærumörkum þannig að við stöðv- uðum aksturinn og aðstoðuðum far- þegana við að komast sinnar leiðar svo þeir sætu nú ekki fastir úti á gatnamótum,“ segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi. Það kom í hans hlut að taka við stjórn rút- unnar og skila ferðamönnunum til Hvolsvallar þar sem annar rútubíl- stjóri frá viðkomandi hópferðabíla- fyrirtæki tók við. Sveinn Kristján segir það gerast reglulega að stöðva þurfi bílstjóra hópferðabíla vegna gruns um ölvunarakstur. Þessi til- tekni bílstjóri hafi þó sloppið með skrekkinn að þessu sinni og hans bíði ekki frekari aðgerðir af hálfu lögreglu. Sveinn segist hafa skilað ferðamönnunum skælbrosandi á leiðarenda. Í ágúst síðastliðnum var rútubíl- stjóri tekinn fyrir ölvun við akstur við Jökulsárlón og sviptur ökurétt- indum til bráðabirgða. Hafði hann verið með hóp erlendra ferðamanna í för um verslunarmannahelgina. Sá bílstjóri var rekinn frá Kynnis- ferðum þar sem hann starfaði þegar málið kom upp. – smj Yfirlögregluþjónn ók rútu eftir að bílstjórinn var kyrrsettur Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögreglu- þjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi. UMHVERFISMÁL Oddviti hrepps- nefndar Ásahrepps telur kosninga- fnyk af snöggri friðun Þjórsárvera. Forstjóri Landsvirkjunar segir að tekið hafi verið tillit til athuga- semda fyrirtækisins við friðunina. Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, stækkaði frið- landið í Þjórsárverum í gær með því að rita undir auglýsingu þess efnis. Auglýsingin felur í sér að friðlandið verður 1.563 ferkílómetrar að flatar- máli í stað um 350 áður. Hið nýja friðland er nánast hið sama og stóð til að Svandís Svavars- dóttir myndi friða áður en kosið var árið 2013. Það náðist hins vegar ekki. Þegar Sigurður Ingi Jóhanns- son, eftirmaður Svandísar í emb- ætti, tók við ætlaði hann einnig að rita undir auglýsinguna. Við það var snögglega hætt eftir að Lands- virkjun hótaði lögsókn vegna máls- ins. Landsvirkjun hefur ekkert út á málið að setja nú. „Eins og hefur áður komið fram þá höfum við stutt stækkun frið- landsins. Árið 2013 var hins vegar ekki viðhaft lögmælt samráð við okkur við ákvörðunina,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Lands- virkjunar. Málið þá hafi snúist um tvennt. Í fyrsta lagi náði friðlandið yfir svæði sem fyrirtækið hafði hugsað undir Norðlingaölduveitu. Í öðru lagi hefðu mannvirki Landsvirkjunar í austanverðu friðlandinu lent innan þess. Fyrirtækið vildi koma sínum athugasemdum að líkt og náttúru- verndarlög kveða á um. „Í friðunarferlinu nú náðum við að Björt tók tillit til sjónarmiða Landsvirkjunar við friðunina Hið nýja friðland Þjórsárvera er eilítið minna en fyrirhugað var fyrir fjórum árum. Mannvirki Landsvirkj- unar í austurhluta þess eru nú fyrir utan svæðið og Landsvirkjun hefur ekkert út á friðunina að setja. Oddviti Ásahrepps segir hins vegar undarlegt hve snögglega var gengið til verks. Segir kosningafnyk af öllu saman. Þjórsárver hafa verið þrætuepli í hátt í hálfa öld. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Egill Sigurðsson, oddviti Ásahrepps koma okkar athugasemdum að og voru þær teknar til greina að hluta til. Það er, mannvirkin okkar standa nú utan friðlandsins,“ segir Hörður. Friðunin hefur hins vegar ekki verið algerlega athugasemdalaus. Hluti sveitarfélaga í nágrenninu hafði ekki skilað umsögn um málið. „Þegar drög að auglýsingunni voru kynnt til umsagnar óskuðum við eftir fundi í ráðuneytinu til að fara yfir málið. Hann dróst fram undir síðustu mánaðamót,“ segir Egill Sigurðsson, oddviti hrepps- nefndar Ásahrepps. Eftir það var stefnt að því að taka málið fyrir á fundi hreppsnefndar en hann er áætlaður á morgun. Nú liggur fyrir að það verður óþarfi. „Það lágu einhver ósköp á. Þetta er mál sem hefur verið í vinnslu í fleiri ár og það liggur ljóst fyrir að náttúran er ekki í neinni hættu á næstu vikum. Mér þykir miður að mönnum hafi ekki verið gefinn frestur til að veita umsögn um efnið,“ segir Egill. Þrátt fyrir að það sé óþarft mun hreppsnefndin taka málið fyrir á fundi sínum og skila inn umsögn þó hún sé í raun markleysa. Hann segir að nokkur sveitarfélög í grenndinni hafi náð að skila inn umsögn en önnur eigi það eftir. „Það sjá það allir sem það vilja að það er kosningafnykur af þessu,“ segir Egill að lokum. johannoli@frettabladid.is SAMFÉLAG Fæðingarorlofssjóður synjaði föður andvana fædds barns um greiðslur úr sjóðnum. Úrskurð- arnefnd velferðarmála (ÚNV) felldi synjunina úr gildi og vísaði málinu til sjóðsins á ný. Unnusta mannsins fæddi á upp- hafsmánuðum ársins andvana barn eftir 39 vikna meðgöngu. Þar sem þau voru ekki skráð í sambúð við fæðingu barnsins taldi sjóðurinn að maðurinn hefði verið forsjárlaus. Á þeim grundvelli var manninum synjað um greiðslur. ÚNV benti á að reglan um fæðing- arorlof við andvana fæðingu miðaði að því að gefa foreldrum svigrúm til að jafna sig eftir áfallið. Þar sem barnið fæddist andvana ættu reglur um forsjá ekki við. Taldi nefndin því að faðirinn ætti sjálfstæðan rétt til fæðingarorlofs. – jóe Neituðu föður andvana barns um orlofið 1 0 . O K T Ó B E R 2 0 1 7 Þ R I Ð J U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 0 -1 0 -2 0 1 7 0 5 :5 1 F B 0 6 4 s _ P 0 5 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D E F -3 0 2 4 1 D E F -2 E E 8 1 D E F -2 D A C 1 D E F -2 C 7 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 6 4 s _ 9 _ 1 0 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.