Fréttablaðið - 10.10.2017, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 10.10.2017, Blaðsíða 8
Umboðsaðili Alfa Romeo, Chrysler, Dodge, Fiat, Fiat Professional, Jeep og Ram Trucks á Íslandi - Þverholti 6 270 Mosfellsbær - s. 534 4433 - www.isband.is - isband@isband.is - Opið virka daga 10-18 - Laugardaga 12-16 ALFA ROMEO STELVIO EKKI BARA JEPPI. ALFA ROMEO. SÝNING LAUGARDAGINN 14. OKTÓBER OPIÐ FRÁ 12 - 16 HEILBRIGÐISMÁL Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur að það geti reynst nánast ómögulegt að finna orsök þriggja  listeríusýkinga sem kostuðu þrjá lífið fyrr á þessu ári. Af þeim sem létust var einn nýburi sem lést í ágúst síðastliðnum og virðist hafa sýkst í móðurkviði. Hinir tveir voru eldri einstaklingar með undir­ liggjandi alvarlega sjúkdóma sem létust í maí og júní. Greint var frá því í Farsóttafrétt­ um, fréttabréfi sóttvarnalæknis, í gær  að það sem af er ári hafi sex einstaklingar greinst með listeria monocytogenes sem veldur listeríu­ sýkingu, þar af móðir og nýburi. Bakteríuna má finna í ógeril­ sneyddri mjólk og afurðum hennar og í hráum fiski. Sýkingin getur verið skæð þeim sem eru með skert ónæmiskerfi, nýburum og eldra fólki. Engin tilfelli voru skráð árin 2015 og 2016. Fram kemur í Far­ sóttafréttum að rannsókn á dauðs­ föllunum standi yfir. Þórólfur er þó ekki bjartsýnn. „Við héldum að við gætum kannað þetta betur en það er þannig með sýkingar sem berast með matvælum að það þarf að fara snemma af stað, fá vitneskj­ una nánast strax og þetta gerist og fara af stað með rannsóknir. En það er eiginlega ekki hægt þegar svona langt er liðið frá og ég held að í þessum tilvikum sé það nánast ómögulegt.“ Þórólfur segir að hlutfall látinna af völdum sýkingarinnar á árinu sé mjög há, eða 50 prósent af þeim til­ fellum sem komið hafa upp. „Það skiptir máli ef þeir sem sýkj­ ast eru með undirliggjandi sjúkdóm eða undirliggjandi vandamál sem gera þá veikari fyrir. Það var þannig í þessum tilfellum. Svo getur þetta verið mjög alvarleg sýking hjá þung­ uðum konum. Þar geta sýkingar verið mjög bráðar og mjög hættu­ legar eins og reyndist því miður vera í þessu eina tilfelli þarna.“ – smj Rannsókn á orsökum dauðsfalla nær ómöguleg Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir BLÖNDUÓS „Fæstir þéttbýlisstaðir á Íslandi geta státað af slíkum bæjar­ kjarna og því er mikilvægt að varð­ veisla hans og uppbygging takist vel til,“ segir í frétt á vef Blönduóss þar sem boðað er  til íbúafundar á morgun til að ræða tillögu um að gamli bæjarkjarninn á Blönduósi verði gerður að „verndarsvæði í byggð“ eins og þau eru skilgreind í lögum frá 2105. „Gamli bæjarhlutinn á Blöndu­ ósi (innan ár) á sér langa sögu, sem varðveitt er í gömlum húsakosti og heildstæðu svipmóti byggðarinnar,“ segir á vef Blönduóss þar sem sagt er frá hugsanlegri varðveislu bæjarhlut­ ans. „Slíkt gæti falið í sér fjölbreytt tækifæri fyrir íbúa á Blönduósi og styrkt bæjarfélagið í heild sinni.“ – gar Vilja varðveita gamla bæinn STJÓRNSÝSLA Íslenskir kjósendur erlendis þurfa að leita til sendiráða eða ræðismanna til að kjósa í kom­ andi alþingiskosningum. Í Búlgaríu munu þeir hitta fyrir Tsvetelinu Borislavovu, sem gerð var að heið­ ursræðismanni fyrir Ísland haustið 2006. Viðskiptasamband var með henni og Björgólfi Thor Björgólfs­ syni á umræddum tíma en þau áttu saman búlgarska bankann Econo­ mic and Investment Bank (EIBank). Borislavova hefur þráfaldlega verið orðuð við skipulagða glæpa­ starfsemi í fjölmiðlum í Búlgaríu og víðar. „Borislavova er klassískt dæmi um það sem gerðist hér eftir að kommúnisminn leið undir lok. Þá var landið í rauninni tekið yfir af skipulögðum glæpaklíkum. Við­ skiptaelítan auðgaðist gríðarlega á  þessum árum með ólöglegum aðferðum og keypti sér svo frið­ helgi. Spillingin í Búlgaríu er mjög mikil  og dómskerfið er í molum vegna þess,“ segir  Atanas Tchob­ anov, búlgarskur rannsóknarblaða­ maður hjá Bivol. Borislavova er fyrrverandi unn­ usta Boykos Borisov, forsætisráð­ herra Búlgaríu. Um hann og tengsl hans við skipulagða glæpastarfsemi hafa verið skrifaðir margir greina­ flokkar, bæði í Búlgaríu og Banda­ ríkjunum. Í leynilegum skeytum til Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA) og fleiri stofnana, sem lekið var á vefsíðu Wikileaks árið 2010, lýsti John Beyrle, sendiherra Banda­ ríkjanna í Búlgaríu, áhyggjum af framgangi Boykos Borisov í stjórn­ málum, en hann var borgarstjóri Sofiu á  umræddum tíma. Í skeyt­ unum er farið yfir vafasama fortíð Ræðismaður fyrir Ísland orðuð við skipulagða glæpastarfsemi Heiðursræðismaður Íslands í Búlgaríu, Tsvetelina Borislavova, sem var viðskiptafélagi Björgúlfs Thors Björgúlfssonar, hefur ítrekað verið orðuð við peningaþvætti og skipulagða glæpastarfsemi. Bandarísk stjórnvöld voru vöruð við henni og fyrrverandi unnusta hennar, Boyko Borisov, forsætisráðherra Búlgaríu. Við undirritun 200 milljóna evra styrks uppbyggingarsjóðs EES til Búlgaríu í desember 2016. Tsvetelina Borislavova ræðismaður Íslands, Tove Westberg, sendiherra Noregs í Búlgaríu, og Tomislav Donchev, varaforsætisráðherra búlgaríu. Borisovs og tengsl hans við skipu­ lagða glæpastarfsemi. Vísað er til Borislavovu í tveimur skeytum frá árinu 2006, sama ári og hún er gerð að heiðurskonsúl fyrir Ísland. Í öðru þeirra segir að hún stjórni stórum banka í Búlgaríu og hafi verið sökuð um peningaþvætti fyrir ýmis glæpasamtök. Í síðara skeytinu lýsir Beyrle áhyggjum af starfsemi bankans bæði vegna hæpinnar lánastarfsemi og grunsamlegs upp­ runa fjármuna Borisov sem renni í gegnum bankann. Borislavova er heiðursræðis­ maður og þiggur ekki laun fyrir starf sitt í þágu Íslands. Ræðismenn halda utan um utankjörfundar atkvæði í kosningum og sinna annarri borgaraþjónustu fyrir Íslendinga í Búlgaríu auk aðstoðar við viðskipta­ tengsl milli ríkjanna.  Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu nýta sendiráð tengsl í gistiríkinu til að fá ábending­ ar um ákjósanlega aðila sem gegnt gætu hlutverki ræðismanns. Meðal ákjósanlegra eiginleika sem getið er um í handbók um ræðismenn (e. Manual for Honorary Consuls) er að viðkomandi sé áreiðanlegur einstaklingur sem njóti almennrar virðingar í gistiríkinu. Aðspurður segist Atanas ekki sjá merki þess að Borislavova njóti þeirrar virðingar í Búlgaríu sem þarna er krafist, enda séu fortíð og viðskiptahættir  hennar vel þekkt meðal allra sem fylgjast með fjöl­ miðlum í Búlgaríu. adalheidur@frettabladid.is Fortíð og viðskipta- hættir hennar eru vel þekktir meðal allra sem fylgjast með fjölmiðlum í Búlgaríu. Atanas Tchobanov rannsóknarblaða- maður LÖGREGLUMÁL Lögreglustjórinn á Vesturlandi stöðvaði í gær gjald­ töku á vegum einkaaðila á vegi að Hraunfossum og Barnafossi í Hvítá í Borgarfirði. Var það gert að beiðni Vegagerðarinnar. Gjaldtaka hófst í lok síðustu viku í trássi við nágranna og yfirvöld. Umhverfisstofnun, Vegagerðin, Borgarbyggð og fleiri töldu að gjald­ takan stæðist ekki náttúruverndar­ lög og vegalög. Aðstandendur gjald­ tökunnar vísuðu öllu síku á bug og ætluðu að halda henni til streitu. Gjaldtakan var stöðvuð með vísun í vegalög. Þjóðvegir séu opnir almennri umferð og vegahaldari, það er Vegagerðin, hafði ekki veitt heimilt fyrir gjaldtökunni. Beindi stofnunin því þeim tilmælum til lögreglunnar að stöðva gjaldtökuna. Lögreglan varð við þessari beiðni. Í yfirlýsingu frá lögreglunni á Vestur­ landi segir enn fremur að hún telji að gjaldtakan hafi verið til þess fallin að skapa hættu við þjóðveginn. – bo Stöðvuðu gjaldtöku við Hraunfossa 1 0 . O K T Ó B E R 2 0 1 7 Þ R I Ð J U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 0 -1 0 -2 0 1 7 0 5 :5 1 F B 0 6 4 s _ P 0 5 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D E F -4 3 E 4 1 D E F -4 2 A 8 1 D E F -4 1 6 C 1 D E F -4 0 3 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 0 6 4 s _ 9 _ 1 0 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.