Fréttablaðið - 10.10.2017, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 10.10.2017, Blaðsíða 16
Frá degi til dags ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Einar Þór Sverrisson FORSTJÓRI: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir ÚTGEFANDI OG AÐALRITSTJÓRI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRAR: Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kjartan Hreinn Njálssson kjaranh@frettabladid.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞRÓUNARSTJÓRI: Tinni Sveinsson tinni@365.is HELGARBLAÐ: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is MENNING: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is LÍFIÐ: Guðný Hrönn Antonsdóttir gudnyhronn@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Halldór Kjartan Hreinn Njálsson kjartanh@frettabladid.is Nýjar vörur frá Útsöluaðilar: Útilíf – Kringlunni – Smáralind • Sportver Akureyri • Toppmenn & Sport Akureyri K Sport Keflavík • Nína Akranesi • Sportbær Selfossi • Axel Ó Vestmannaeyjum Dreifingaraðili: DanSport ehf. Hægt að sjá vörur á dansport.is Karlalands- liðið hefur nú fært okkur aðra sögu í ríkulegan sagnaarf okkar. Í einfaldleika sínum eru íþróttir heillandi fyrirbæri. Þetta á sannarlega við í tilfelli fót-boltans þar sem ellefu leikmenn mæta jafn mörgum á rétthyrndum velli og freista þess að koma knetti í markið hjá hinum. Reglurn-ar í fótbolta eru 17 talsins, ekki fleiri en það. Það er í þessum einfaldleika sem töfrarnir eiga sér stað og við sáum þessa galdra eiga sér stað á Laugar- dalsvelli í gær þegar íslensku leikmennirnir unnu sem ein heild, innan ramma reglnanna, og tryggðu sér þátttökurétt á Heimsmeistaramóti landsliða í knattspyrnu. Það var ástríða þeirra, hæfileikar og liðsheild, sem tryggðu þeim sigur. Til góðs eða ills þá eru íþróttir rótgróinn hluti af samfélagi mannanna. Við vitum að fornmenn öttu kappi í grösugum hæðum fyrir fimmtán þúsund árum á svæði sem í dag er kennt við Lascaux í Frakk- landi. Þeir sem fylgdust með kapphlaupinu hrifust svo af að þeir ristu og máluðu myndir af hetjunum. Í dag er í raun ómögulegt að ímynda sér samfélag án íþrótta. Í þeim sjáum við hvers megnug við erum, hvert andlegt þrek okkar er, hve sterk við raunveru- lega erum. Við sjáum hvernig einstaklingur, eða hópur einstaklinga, getur gert eitthvað sem áður þótti ómögulegt. Jafnvel eitthvað sem þótti aðeins á færi guðanna. Þannig endurtaka ævafornar sögur sig í íþrótt- unum og við erum minnt á ákveðin grunngildi sem skilgreina okkar nútíma samfélag. Í árangri karla- og kvennalandsliðanna er nefnilega að finna kunnug- legt stef þar sem hetjurnar svara kalli ævintýrsins og þurfa að etja við ofurefli áður en þær snúa heim á ný. Þessar hetjur snúa heim sem breyttar mann- eskjur, ögn fróðari um heiminn. Það má margt læra af velgengni karlalandsliðsins í fótbolta, en í grunninn sýnir þessi árangur fram á mikilvægi samheldninnar, og það á öllum stigum samfélagsins. Sem ein heild er liðið margfalt betra en stakir hlutar þess. Þessi samtakamáttur er okkur lífsnauðsynlegur. Hann leggur línurnar í þeim verkefnum sem við tökum okkur fyrir hendur og sker úr um það hvort okkur heppnast ætlunarverkið eða ekki. Það sama á við um samfélag okkar, þar sem við lútum öll sömu reglum en kappkostum að auðga og bæta tilvist okkar innan þess ramma sem við höfum í sameiningu sett okkur. Og við þekkjum það mæta vel hvað það getur gert okkur þegar reglurnar, skrif- aðar og óskrifaðar, eru brotnar á kostnað annarra. Goðsögurnar eru stór hluti af því mikla verkefni að styrkja samfélag okkar. Þær blása mönnum móð í brjóst og gera okkur vongóð um framhaldið. Karlalandsliðið hefur nú fært okkur aðra slíka sögu í ríkulegan sagnaarf okkar. Þessi gjöf strákanna er dýrmætari en nokkur bikar, og við stöndum í ævin- legri þakkarskuld við þá. Áfram Ísland! Ómetanleg gjöf strákanna Græni flokkurinn Rósa Björk Brynjólfsdóttir var í samtali við Vísi í gær um kosningabaráttuna. Rósa segir flokkinn leggja áherslu á heil- brigðismál, byggingu nýs spítala og sálfræðiþjónustu í framhalds- skólum. Það ber að fagna þessum áherslumálum hjá frambjóðanda flokks sem lítur út fyrir að verði í lykilstöðu eftir kosningar. Hins vegar segir Rósa að flokkurinn sé á móti því að almenningur borgi fyrir að njóta náttúrunnar, en tali fyrir komugjöldum og gistináttagjaldi. Það er miður ef talsmaður græns flokks er á móti gjaldtöku við viðkvæmar nátt- úruperlur. Því gjaldtakan er ein- mitt ein forsenda þess að stýra ágangi að þeim og vernda þær. Takk strákar Það hefur verið ótrúlegt að fylgjast með íslenska karla- landsliðinu í fótbolta undan- farið. Þeir hættu ekki eftir glæsta frammistöðu á EM heldur héldu áfram að leggja sig fram og unnu sér þátttökurétt á HM í knatt- spyrnu í gær. Í samfélagi sem við Íslendingar búum við, í pólitísku landslagi þar sem fullkomið van- traust ríkir og karpað nánast upp á hvern einasta dag er gríðarlegt fagnaðarefni að við getum fundið sameiningartákn í íþróttafólkinu okkar. Og kannski verðum við einhvern tímann jafn stolt af stjórnmálamönnunum okkar og knattspyrnumönnunum. Takk strákar! jonhakon@frettabladid.is Almenn eining ríkir um að gera þurfi betur í heil-brigðismálum. Þverpólitísk sátt náðist á Alþingi í vor þegar samþykkt var þingsályktunartillaga Framsóknarflokks um gerð heilbrigðisáætlunar. Þrjú verkefni þola ekki bið. Hjúkrunarheimilum þarf að fjölga, reisa þarf þjóðarsjúkrahús og efla þarf heilsugæslu. Fjölga hjúkrunarheimilum: Sjúklingar liggja lengur inni á Landspítalanum (LSH) en gengur og gerist annars staðar. Reisa verður fleiri hjúkrunarheimili til að fækka biðsjúklingum á LSH. Stór fjöldi sjúklinga sem lokið hefur meðferð bíður eftir því að komast að á hjúkrunar- heimili. Legudeildarpláss er dýrara en pláss á öldrunar- stofnun og það fer ekki eins vel um þessa sjúklinga á LSH, þar sem áreitið er meira. Það er hagur allra að bæta úr á þessu sviði og fellur undir heildstæða heilbrigðisáætlun. Framtíðarþjóðarsjúkrahúsið: Ein stærsta og merkileg- asta framkvæmd á teikniborðinu er þjóðarsjúkrahúsið. Þjóðin eldist og þörfin eykst fyrir fyrsta flokks þjónustu. Þjóðarsjúkrahús á að vera miðsvæðis á höfuðborgar- svæðinu þar sem rými er fyrir stækkun í tímans rás. Ljóst er að fyrirhuguð uppbygging við Hringbraut byggir á margra ára gömlum hugmyndum og þarfagreiningu sem er hugsanlega ekki í takt við þarfir framtíðar. Mestu skiptir að nýtt sjúkrahús uppfylli þarfir þjóðarinnar. Eflum heilsugæslu: Ráðgjafafyrirtækið McKinsey vann úttekt um heilbrigðiskerfið haustið 2016. Heilbrigðiskerf- ið byggir á nokkrum samhangandi þáttum, m.a. heilsu- gæslu, sérfræðilæknum, LSH og hjúkrunarheimilum. Skil milli þessara þátta eru óljós. Sjúklingar liggja lengur á sjúkrahúsum hér en annars staðar, sérfræðilæknar gætu læknað sjúklinga sem heldur leita til LSH og heilsugæsl- an ætti að annast sjúklinga sem leita lækninga annars staðar í kerfinu. Með öðrum orðum vantar skipulag í kerfið og hægt væri að veita sömu þjónustu á hagkvæm- ari hátt. Ég vil nýta fjármunina sem sparast til að veita betri þjónustu. Velferðarsamfélagið okkar krefst þess að við gerum betur. Sýnum það í verki. Vinnum heildstæða heilbrigðisáætlun fyrir Ísland. Fyrsta flokks heilbrigðis- þjónustu á Íslandi 2017 Lilja Alfreðsdóttir þingmaður Fram- sóknarflokksins Velferðarsam- félagið okkar krefst þess að við gerum betur. Sýnum það í verki. 1 0 . O K T Ó B E R 2 0 1 7 Þ R I Ð J U D A G U R14 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN 1 0 -1 0 -2 0 1 7 0 5 :5 1 F B 0 6 4 s _ P 0 6 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D E F -0 3 B 4 1 D E F -0 2 7 8 1 D E F -0 1 3 C 1 D E F -0 0 0 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 6 4 s _ 9 _ 1 0 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.