Fréttablaðið - 10.10.2017, Page 56

Fréttablaðið - 10.10.2017, Page 56
Tökum á kvikmyndinni Lof mér að falla var að ljúka, fyrir utan nokkrar vetrarsenur sem verða teknar hér þegar snjóa tekur. Hluti myndarinnar var tekinn á Spáni og segir leikstjóri myndar- innar, Baldvin Zophoníasson, allt tökuferlið hafa gengið vel, þó að það hafi svo sannarlega verið krefjandi. Myndin segir sögu tveggja vin- kvenna sem glíma við eiturlyfja- fíkn. Söguþráðurinn byggir á dag- bókum og sögum nokkurra kvenna sem hafa fengið að kynnast fíkn og undirheimunum á eigin skinni. „Þetta er saga um tvær stelpur, sem kynnast 15 og 16 ára gamlar. Og við í raun og veru fylgjum þeim í 15 ár, alveg frá því þær byrja í neyslu,“ útskýrir Baldvin sem var að koma frá Spáni. „Við tókum upp nokkrar senur á Spáni, sem eiga að gerast í Rio de Janeiro. Við eigum svo einn tökudag eftir, sem verður þegar snjórinn kemur.“ Byggt á dagbókum og reynslu- sögum Spurður út í hvernig það kom til að hann skrifar og leikstýrir mynd um undirheimana og afleiðingar fíknar segir hann: „Þetta byrjar þannig að mér var úthlutað forvarnarverkefni sem varð svo ekkert úr. En á meðan ég var að kynna mér hlutina fyrir það verkefni þá fæ ég í hendurnar dagbækur sem kona að nafni Kristín Gerður Guðmundsdóttir skildi eftir sig. Hún tók sitt eigið líf í kringum aldamótin.“ „Eftir það verður þessi heimur mér hugleikinn. Og svo í fram- haldinu þá tengjumst við Biggi, sem skrifar handritið með mér, nokkr- um stelpum sem voru í neyslu þegar við hittum þær. Þær fara að segja okkur sínar sögur og úr þessu öllu förum við að púsla saman sögunni,“ segir Baldvin. Hann viðurkennir að þessi undirbúningsvinna í kringum Falleg saga í ótrúlega ljótum heimi Hópurinn á bak við kvikmyndina Lof mér að falla var að koma heim frá Spáni þar sem tökum á síðustu senum myndarinnar var að ljúka. Ferlið hefur verið krefjandi að sögn leikstjóra myndarinnar en sagan fjallar um vinkonur sem glíma við eiturlyfjafíkn. Nokkrar senur Lof mér að falla voru teknar á Spáni. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN ÉG HELD AÐ OKKUR BIGGA HEFÐI ALDREI GETAÐ DOTTIÐ Í HUG ÞAÐ SEM GERIST Í MYNDINNI, EF VIÐ MYNDUM SETJAST NIÐUR OG BÚA TIL SÖGU UM FÓLK Í NEYSLU. ÞESSI HEIMUR ER ÓTRÚLEGA HARÐUR. myndina hafi verið erfið en nauð- synleg. „Ég held að okkur Bigga hefði aldrei getað dottið í hug það sem gerist í myndinni, ef við myndum setjast niður og búa til sögu um fólk í neyslu. Þessi heimur er ótrúlega harður. Það er í raun ekki ein skáld- uð sena í myndinni, þó að myndin í heild sé skálduð.“ Aðspurður út í leikkonurnar sem fara með aðalhlutverkin segir Bald- vin: „Þetta eru tvær 18 ára stelpur. Elín Sif Halldórsdóttir og Eyrún Björk Jakobsdóttir. Þær stóðu sig eins og algjörar hetjur. Þær eru ótrúlega flinkar leikkonur og gerðu sögunni góð skil.“ Að lokum nefnir Baldvin að Lof mér að falla sé ekki undirheima- mynd. „Þetta er ástarsaga í grunn- inn. Þetta er ótrúlega falleg drama- tísk saga sem gerist í ömurlega ljótum heimi.“ gudnyhronn@365.is Smáforritið Atli Sigþórsson (Kött Grá Pjé) Skemmtilegasta smáforritið? Skemmtilegasta forritið er köngu­ lóarkapals­appið. Það heitir Spider. Ég legg kapal í símanum í nokkra tíma á hverju kvöldi, það kemur ró á hugann. Mest ávanabindandi smáforritið? Audible. Ég er nær alltaf skítblankur en tókst einhvern veginn að tengja greiðslukort við Audible­reikn­ inginn minn og kaupi hljóð­ bækur nú með einum smelli fyrir peninga sem ég á ekki til. Hlusta svo á þær á meðan ég legg kapal. Gagnlegasta smáforritið? Gagnlegast fyrir mig er Skjöl (hugsa að það heiti docs á útlensku), í það hef ég skrifað tvær síðustu bækur mínar og alls konar aðra vitleysu og ógeð. Carly Rae Jepsen söng heldur betur grípandi lag hér um árið. Árið 2012 kom út lagið Call Me Maybe með söngkonunni Carly Rae Jepsen – kanadískri söngkonu sem hafði keppt í kanadíska Idolinu (en ekki unnið) og gefið út lög sem komust inn á vinsældalista í heima- landinu, en klifu þó ekki hátt. Call Me Maybe var þó allt annar pakki – landi Carly Rae Jepsen, Justin Bieber, tísti um lagið og gerði myndband þar sem hann og fleiri stjörnur „lip synch-uðu“ við lagið og í framhald- inu fór lagið í fyrsta sæti kanadíska vinsældalistans auk þess sem það þaut upp vinsældalista um allan heim og fór í fyrsta sæti í 18 löndum. Nú hefur lagið verið spilað millj- arðsinnum á YouTube. Lagið er auð- vitað langt yfir meðallagi grípandi og er svona eitt af þessum lögum sem límast við heilann í fólki. Það gæti jafnvel verið að stór hluti þessara hlustana tilheyri einhverjum sem hafi ætlað sér að losna við lagið úr huganum – enda, eins og allir ættu að vita, er eina leiðin til að losna við lag úr heilanum að hlusta á það í heild sinni. – sþh Call Me Maybe fær milljarð spilana 1 0 . O K T Ó B E R 2 0 1 7 Þ R I Ð J U D A G U R34 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð LÍFIÐ 1 0 -1 0 -2 0 1 7 0 5 :5 1 F B 0 6 4 s _ P 0 5 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D E F -4 3 E 4 1 D E F -4 2 A 8 1 D E F -4 1 6 C 1 D E F -4 0 3 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 0 6 4 s _ 9 _ 1 0 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.