Fréttablaðið - 10.10.2017, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 10.10.2017, Blaðsíða 50
AUKIN ÞJÓNUSTA VIÐ EIGENDUR SKODA • Bílson er sérhæft og vottað þjónustuverkstæði sem uppfyllir allar ströngustu kröfur Skoda. • Fullkomin forgreiningarstöð þar sem greina má flest allt um ástand bílsins og gæði. Við leitumst við að vera samstíga því besta í Evrópu. Komið, sjáið og sannfærist. Kletthálsi 9 • Sími 568 1090 - V E R K S T Æ Ð I Ð - Kletthálsi 9 • 110 Reykjavík • Sími 568 1090 • bilson@bilson.is • bilson.is LEIKHÚS Kvenfólk  ★★★★★ Leikfélag Akureyrar Höfundar og flytjendur: Eiríkur G. Stephensen og Hjörleifur Hjartar- son Leikstjórn: Ágústa Skúladóttir Tónlist: Eiríkur G. Stephensen og Hjörleifur Hjartarson Ljósahönnun: Lárus Heiðar Sveins- son Myndbandshönnun: Jón Páll Eyjólfsson Leikmynd, búningar og leikmunir: Íris Eggertsdóttir Hljóðhönnun: Gunnar Sigurbjörns- son Hljómsveit: Áslaug María Stephen- sen, Gunnur Vignisdóttir, Una Haraldsdóttir og Margrét Hildur Egilsdóttir. Íslenskar konur hafa það best í heim- inum. Þessari staðreynd er slett á blaðsíður dagblaðanna í hvert skipti sem Ísland toppar einhvern listann um stöðu kvenna á vinnumarkað- inum eða réttindasamanburð við önnur lönd. Óleiðréttur launa- munur kynjanna hér á landi mæld- ist um 17 prósent árið 2015, heilu tónlistarhátíðirnar eru haldnar án lágmarksþátttöku tónlistarkvenna, dómskerfið tekur skammarlega illa á ofbeldisverkum gegn konum og við þurftum ekki að bíða nema til 2009 til að fá kvenkyns forsætisráðherra. Mikið höfum við það nú gott. Það var því ekki að ástæðulausu að ákveðinn kvíði fylgdi því að sjá aug- lýsta sýningu með nafninu Kvenfólk samda af tveimur miðaldra hvítum karlmönnum sem virtust hafa upp- götvað allt í einu að hallað hefur svolítið á kvenfólk í svolítið langan tíma. Karlar eru nefnilega einstak- lega duglegir að benda konum á hvað betur má fara. Þeir félagar Eiríkur G. Stephensen og Hjörleifur Hjartarson virtust vera að daðra ansi djarft við hrútskýringarveikina. Dúettinn Hundur í óskilum er löngu orðinn þjóðþekktur og höf- undareinkenni hans birtist í frum- sömdum sönglögum og pólitískri satíru með góðum slurk af súrreal- isma. En hæfni félaganna Eiríks og Hjörleifs í að gera gott grín byggist ekki á fíflalátum, af þeim er samt auðvitað nóg, heldur hugviti. Þetta hugvit gerir sýninguna ekki ein- ungis framkvæmanlega heldur líka virkilega skemmtilega og áleitna. Formið er frjálslegt og ekki með góðu móti hægt að skilgreina en kabarett er kannski besta lýsingin. Ágústa Skúladóttir heldur vel um efnið og finnur frumlegar leiðir til að skipta um gír á milli atriða. Þeir kumpánar nálgast efnið sitt af æðruleysi og afslöppun þar sem hver sena flæðir inn í þá næstu með hnökrum en slíkt skiptir ekki máli. Hundavað er sérgrein félaganna en saga femínismans er hér rakin á ógnarhraða allt frá kvennalausu útópíunni sem írsku munkarnir stofnuðu hér fram til vorra flóknu tíma. Sviðsetta útvarpsverkið Kona í blokk og önnur í raðhúsi er einn af hápunktum sýningarinnar þar sem þeir fara yfir rauðsokkutíma- bilið. Þeir hafa nefnilega rétt fyrir sér þegar þeir segja að stórar konur með stór gleraugu geti breytt heim- inum. Slagarar á borð við Pamelu, Áfram stelpur og Ekkert mál hljóma en endurgerð þeirra á myndband- inu við Babooshka eftir Kate Bush í fullri lengd stendur þar upp úr. Eiríkur og Hjörleifur hika ekki við að blanda saman gríni og grafal- vöru en óður Hjörleifs til ónefndrar ömmu sinnar nístir inn að innstu hjartarótum. Þöggun er nánast list- form hér á landi. Stundum fara þeir aðeins fram úr sér með fimmaura- brandarana eins og að spila tónverk eftir Bach á g-streng, bókstaflega. Sumar senur eru of langar og her- hópið heppnast ekki alltaf. Aftur á móti er öll umgjörð sýningarinnar virkilega góð, þá sérstaklega vinna Írisar Eggertsdóttur við leikmynd, búninga og leikmuni, henni tekst að skapa skýra heima, stundum með örfáum munum. Myndbands- vinna Jón Páls Eyjólfssonar og ljósa- hönnun Lárusar Heiðars Sveins- sonar reka síðan laglegt smiðshögg á umgjörðina. Lokakafli sýningarinnar stendur algjörlega upp úr. Hann byrjar með hljóðupptöku af Árna Johnsen í pontu á Alþingi þar sem hann ræðir nauðsyn þess að konur séu til taks fyrir mjólkun, bókstaflega eins og beljur. Orðum risaeðlunnar er svarað með því að bjóða á svið hljómsveit sem samanstendur af fjórum unglingsstelpum sem heita Áslaug María, Gunnur, Una og Mar- grét Hildur. Þessar ungu stelpur eru rödd framtíðarinnar og þvílík rödd. Hispurslausir harðkjarnarokkarar sem neita að láta þagga niður í sér og eiga sig sjálfar. Eiríkur og Hjör- leifur vita þetta og fagna því. Femínismi er ekki feimnismál heldur mannréttindamál. Kven- réttindabarátta Íslands hefur átt sér margar róttækar kvenhetjur og mikið hefur breyst en fleiri kven- hetjur eiga eftir að stíga fram því fram undan er ótrúleg vinna. Kven- fólk er hið fínasta innlegg sem bæði fræðir og skemmtir. Útskýring Vís- indavefs Háskóla Íslands á afstöðu margra karlmanna til femínismans er einföld: „Hræðsla karla við femín- isma er að öllum líkindum óöryggi, fordómar og vankunnátta …“ Dúett- inn Hundur í óskilum gengur hér til verks óhræddur, meðvitaður og upplýstur. Uppskeran er eftir því. Sigríður Jónsdóttir NIÐURSTAÐA: Súrrealískur og stór- skemmtilegur söngfyrirlestur með hárbeittum skilaboðum. Klár eru kvennaráð Vefstóllinn er mitt verkfæri og með honum miðla ég því sem ég vil, þó hann geti verið tak- markandi. Ég einskorða líka efnið sem ég vinn úr við  tuskuræmur. Tilgangurinn er tvíþættur, að göfga ruslið með því að  vefa úr fötum sem fólk er hætt að nota og tjá það sem mig langar að segja frá. Núna er það veðrið.“ Þetta segir Anna María Lind Geirsdóttir um verk sitt Veðurfregnir sem hún sýnir í gall- eríinu Gátt í Hamraborg 3 A í Kópa- vogi til 15. október. Hún kveðst hafa fengið góð viðbrögð frá gestum sem komið hafa á sýninguna. „Þeir túlka verkið sem veðurbrigði og þannig var það hugsað.“ En af hverju veðurfregnir? „Ég er mikið úti bæði vegna starfs míns sem leiðsögumaður og ferða minna  innanbæjar á hjóli. Mér finnst það forréttindi því veðrið er svo síbreytilegt að alltaf  mætir manni ný fegurð. Svo er ég heilluð af veðurfregnum. Lesararnir eru svo yfirvegaðir hvort sem þeir eru að spá aftakaverðri eða bongóblíðu og þannig hefur það alltaf verið. Pabbi minn var flugmaður og það var sussað á mig þegar ég var lítil, nú þurfti að hlusta á veðrið af athygli og ég lærði að taka eftir.“ Hvernig kynntist  þú vefnaði? Mamma er finnsk og það voru alltaf tuskumottur á heimilinu. Ég snerti vefstól í fyrsta sinn þegar ég var átta ára og ákvað þá strax að þetta væri eitthvað fyrir mig. Ég lærði vefnað í Finnlandi. Það er fiskibeinsmynstur í þessu verki. Ég var dálítið búin að hugsa hvaða vend ég ætti að nota og finnst þessi passa best við mónó- tóninn í veðurfregnunum.“ – gun Nú verða fluttar veðurfregnir Anna María Lind er einn fárra veflista- manna landsins. Verk hennar, Veður- fregnir, er til sýnis í galleríinu Gátt í Hamraborg 3 A – með tilheyrandi hljóði.   Anna María við verk sitt sem er til sýnis í Gallerí Gátt en það er opið miðviku- daga til sunnudaga frá klukkan 15 til 18. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK “Hundur í óskilum gengur hér til verks óhræddur, meðvitaður og upplýstur,” segir í dómnum. MYND/AUÐUNN NÍELSSON 1 0 . O K T Ó B E R 2 0 1 7 Þ R I Ð J U D A G U R28 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð MENNING 1 0 -1 0 -2 0 1 7 0 5 :5 1 F B 0 6 4 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D E F -0 8 A 4 1 D E F -0 7 6 8 1 D E F -0 6 2 C 1 D E F -0 4 F 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 6 4 s _ 9 _ 1 0 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.