Fréttablaðið - 10.10.2017, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 10.10.2017, Blaðsíða 14
KJARAMÁL Þrír gefa kost á sér til formennsku í Kennarasambandi Íslands. Guðríður Arnardóttir, for- maður Félags framhaldsskólakenn- ara, varð fyrst til að ríða á vaðið. Þá tilkynnti Ragnar Þór Pétursson, kennari í Norðlingaskóla, um fram- boð sitt 3. október. Á föstudags- kvöld, skömmu áður en framboðs- frestur rann út, tilkynnti Ólafur Loftsson, formaður Félags grunn- skólakennara, um framboð sitt. Kjartan Ólafsson, grunnskóla- kennari í Vatnsendaskóla, hafði lýst yfir framboði en dró það til baka um leið og Ragnar Þór tilkynnti um framboð. Kjartan hefur lýst stuðn- ingi við framboð hans. Í framboði verða því tveir frambjóðendur úr Félagi grunn- skólakennara og einn úr Félagi framhaldsskólakennara. Tveir frambjóðenda eru formenn aðildar- félaga en einn er starfandi kennari. Öll munu þau berjast um atkvæði um það bil tíu þúsund félagsmanna Kennarasambands Íslands. Kosið verður rafrænt 1. til 7. nóvember. Þau Ólafur og Guðríður eru sam- mála um að eitt stærsta hlutverk nýs formanns Kennarasambands Íslands verði að gæta hagsmuna kennara þegar laun opinbera markaðarins og almenna markaðarins verða jöfnuð, í samræmi við fyrirheit sem ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins gaf þegar lög um jöfnun lífeyrisréttinda voru sam- þykkt. „Hlutverk formanns kennara- sambandsins er að vera talsmaður allra félaganna í þeirra sameigin- legu málum. Aðalverkefni hans er að verða talsmaður allra kennara og koma málefnum kennara á framfæri. Það sem okkur vantað svolítið er að auka sýnileikann á kennurum og kennarastarfinu almennt,“ segir Ólaf- ur. En það sé ekki hlutverk formanns Kennarasambandsins að taka þátt í kjaraviðræðum aðildarfélaganna. Guðríður telur að auk þess að gæta að hagsmunum varðandi launajöfnun opinbera og almenna markaðarins geti formaður sam- bandsins talað fyrir málum eins og styttingu vinnuvikunnar, sem sé sameiginlegt hagsmunamál allra kennara. Þá eigi hann að standa vörð um menntun allra kennara. „Það hefur verið mikið í umræð- unni núna að bregðast við við- varandi kennaraskorti á leik- skólastiginu og að einhverju leyti grunnskólastiginu. Þá hafa ein- hverjir viðrað hugmyndir um það að lausnin gæti verið að stytta kenn- aranámið. Við munum aldrei sam- þykkja að slakað verði á menntun- arkröfum kennara,“ segir Guðríður. Ragnar Þór segir stöðu mennta- mála vera orðna slæma, sama til hvaða skólastigs er horft. „Þetta hefur ekki gerst í tómarúmi eða af tilviljun. Hér hefur hlutum verið stýrt í ákveðið far og ef haldið verð- ur áfram á þessari braut þá horfum við fram á stórkostlegan skaða. Minn tilgangur með því að bjóða mig fram er að reyna að nýta þann kraft sem býr í þessum fjölmennu samtökum kennara til að reyna að afstýra því,“ segir Ragnar Þór. jonhakon@frettabladid.is Þrír slást um hylli tíu þúsund félagsmanna Þrír takast á um embætti formanns Kennarasambands Íslands. Stærsta verkefn- ið að tryggja hagsmuni félagsmanna við jöfnun lífeyrisréttinda. Formaður getur líka talað fyrir styttingu vinnuvikunnar. Kosið verður í byrjun nóvember. Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskóla­ kennara Guðríður Arnardóttir Ragnar Þór Pétursson Formannsframbjóðendur í kosningum KÍ eru grunnskólakennarar og framhaldsskólakennari. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FERÐAÞJÓNUSTA Ábyrgð og hlut- verkaskipting innan stjórnsýslu ferðamála er óskýr og ekki í sam- ræmi við gildandi lög um skipan ferðamála. Að auki sé hlutverk Stjórnstöðvar ferðamála óskýrt og engin lög eða reglur séu um starf- semi hennar og hefur hún því ekkert stjórnsýslulegt vald eða ábyrgð. Þetta er mat Ríkisendurskoðunar í nýrri stjórnsýsluúttekt um stjórn- sýslu ferðamála sem birtist í gær. Ábyrgð málaflokksins væri dreifð um nær öll ráðuneyti og því mikil- vægt að setja skýra stefnu um skipan ferðamála. Stjórnstöð ferðamála hefur að mati Ríkisendurskoðunar sætt nokkurri gagnrýni. „Þá var bent á að ýmsu í starfi hennar hefði verið ábótavant, svo sem í undirbúningi mála fyrir stjórnarfundi og aðgengi að niður- stöðum verkefna. Einnig voru gerðar athugasemdir við „of mikið vægi hagsmunaaðila í stjórn stjórnstöðvarinnar“ eins og segir í niðurstöðum Ríkisendur- skoðunar. Talið er stjórnstöðinni til tekna að starfsreglur stjórnar hafa verið samþykktar og birtar og fundar- gerðir stjórnstöðvarinnar einnig. Hins vegar hafa fundargerðir stjórn- stöðvarinnar í ráðherratíð Ragn- heiðar Elínar Árnadóttur ekki enn verið birtar. – sa Stjórnun ferðamála ábótavant á Íslandi Þessir ferðamenn kipptu sér ekki upp við að skýra stefnu skorti í málaflokknum að mati Ríkisendur­ skoðunar. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR 1 0 . O K T Ó B E R 2 0 1 7 Þ R I Ð J U D A G U R12 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð www.bilaland.is Kletthálsi 11 - 110 Reykjavík og Hyundai notaðir bílar - Kauptúni 1 - 210 Garðabæ Sími: 525 8000 - bilaland@bilaland.is Opið frá kl. 9–18 og á laugardögum frá kl. 12–16. www.facebook.com/bilaland.is E N N E M M / S ÍA / N M 8 4 4 0 7 B íl a la n d L á n a t il b o ð 2 x 3 8 1 0 o k t Bílaland býður nokkra bíla á einstökum kjörum! Komdu strax í dag og tryggðu þér hlýjan og góðan bíl fyrir haustið á frábæru verði. HAUSTTILBOÐ BÍLALANDS RENAULT Megane Sport Tourer Nýskr. 12/12, ekinn 62 þ.km, dísil, sjálfskiptur. Verð 1.890 þús. kr. HAUSTTILBOÐ: 1.490 þús. kr. PEUGEOT 3008 Nýskr. 10/14, ekinn 48þ.km, dísil, sjálfskiptur. Verð 2.590 þús. kr. HAUSTTILBOÐ: 1.790 þús. kr. LAND ROVER Discovery 4 S Nýskr. 12/14, ekinn 73 þ.km, dísil, sjálfskiptur. Verð 7.790 þús. kr. HAUSTTILBOÐ: 6.990 þús. kr. HYUNDAI i30 Classic Nýskr. 05/12, ekinn 105 þ.km, bensín, beinskiptur. Verð 1.290 þús. kr. HAUSTTILBOÐ: 950 þús. kr. RENAULT Megane Scenic III Nýskr. 07/13, ekinn 75 þ.km, dísil, sjálfskiptur. Verð 2.390 þús. kr. HAUSTTILBOÐ: 1.590 þús. kr. BMW 1 120d Xdrive Nýskr. 08/16, ekinn 8 þ.km, dísil, sjálfskiptur. Verð 4.790 þús. kr. HAUSTTILBOÐ: 4.290 þús. kr. Rnr. 152761 Rnr. 400060 Rnr. 284336 Rnr. 321161 Rnr. 370464 Rnr. 321055 19.583 kr. á mán. m .v. 20% útborgu n. 23.448 kr. á mán. m .v. 20% útborgu n. 90.449 kr. á mán. m .v. 20% útborgu n. 13.218 kr. á mán. m .v. 20% útborgu n. 20.871 kr. á mán. m .v. 20% útborgu n. 55.660 kr. á mán. m .v. 20% útborgu n. 1 0 -1 0 -2 0 1 7 0 5 :5 1 F B 0 6 4 s _ P 0 6 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D E F -1 7 7 4 1 D E F -1 6 3 8 1 D E F -1 4 F C 1 D E F -1 3 C 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 6 4 s _ 9 _ 1 0 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.