Fréttablaðið - 10.10.2017, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 10.10.2017, Blaðsíða 10
SAMGÖNGUR Rúmlega helmingur þeirra sem afstöðu taka segjast ekki vera reiðubúnir til að greiða vegtolla ef stofnbrautir frá Reykja- vík verða tvöfaldaðar. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun Frétta- blaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Um 44 prósent segjast vera reiðubúin til þess að greiða vegtolla. Munurinn er vel umfram vikmörk sem er 3,44 prósent. Samgöngu- og sveitarstjórna- ráðherra hefur sagt nauðsynlegt að leita annarra leiða en í ríkissjóð til að fjármagna samgöngubætur á höfuðborgarsvæðinu. „Verkefnin eru mjög stór og knýjandi. Það er alveg ljóst að ef við ætlum okkur að ná alvöru átaki á næstu fimm til tíu árum, sem um munar til að ná í skottið á okkur í uppbyggingu í vegakerfinu, munum við þurfa að leita að mínu mati eftir fjármagni annars staðar en úr ríkissjóði,“ sagði Jón Gunnarsson í samtali við Stöð 2 hinn 13. júlí síðastliðinn. Á þingmálaskrá ráðherrans, sem opinberuð var þegar þing var sett um miðjan september, var frum- varp um stofnun félaga um vega- framkvæmdir á stofnæðum frá höfuðborgarsvæðinu. Í Fréttablaðinu hinn 28. septem- ber kom fram að kostnaður sam- félagsins sem hlaust af umferðar- slysum á helstu stofnæðum út frá höfuðborgarsvæðinu var tæpir 16 milljarðar á árunum 2012 til 2016. Tölur um þetta voru kynntar á umferðarþingi sem fram fór á Sel- fossi. „Þessar tölur byggja á aðferða- fræði sem áætlar kostnað sam- félagsins frekar varlega,“ segir Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður starfshóps sem fjallar um fjármögn- un samgöngubóta. Tölurnar ná yfir kostnað vegna starfa lögreglu, slökkviliðs og sjúkraflutninga- manna og kostnað vegna eigna- tjóns, sjúkrahúskostnað, vinnutap og þess háttar. Könnunin var gerð þannig að hringt var í 1.354 manns þar til náðist í 800 samkvæmt lagskiptu úrtaki 2. og 3. október. Svarhlut- fallið var 59,1 prósent. Þátttakend- ur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Ertu til- búin(n) að greiða vegtolla ef stofn- brautir frá Reykjavík verða tvöfald- aðar? Alls tóku 86 prósent afstöðu, 13 prósent sögðust óákveðin en eitt prósent svaraði ekki. jonhakon@frettabladid.is Rúmur helmingur leggst gegn veggjöldum Einungis tæplega helmingur svarenda í nýrri könnun væri til í að greiða vegtolla fyrir samgöngubætur á höfuðborgarsvæðinu. Samgönguráðherra hefur sagt að alvöru átak í samgöngum krefjist þess að leitað sé annað og víðar en í ríkissjóð. Hvalfjarðargöngin voru opnuð hinn 11. júlí 1998 og hafa veggjöld verið innheimt þar frá upphafi. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR ✿ Ertu tilbúin(n) að greiða veg- tolla ef stofnbrautir frá Reykja- vík verða tvöfaldaðar? Já Nei 56% 44% Verkefnin eru mjög stór og knýjandi. Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra Jóhann Ólafsson & Co. Krókháls 3, 110 Reykjavík 533 1900 sala@olafsson.is LED lausnir frá Lýsing við göngustíga og á bílastæði Ráðgjöf og nánari upplýsingar má fá hjá sölumönnum. Jóhann Ólafsson & Co Ítölsk hönnun LLA-308 PRO álstigi 3x8 þrep 2,27-5,05 m 18.990 Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ Tröppur og stigar LLA-211 PRO álstigi/trappa 2x11 þrep 16.990 Áltrappa 4 þrep 4.940 5 þrep 6.390 Áltrappa 3 þrep 3.990 Í ÖLLUM STÆRÐUM OG GERÐUM A015-105 Áltrappa fyrir fagmaninn m/vinnuborði. 5 þrep. 16.790 6 þrepa 19.750,- 7 þrepa 21.730,- Finnski ísbrjóturinn MSV Nordica 13. – 15. október milli klukkan 10:00 – 14:00 Gamla Höfnin, Miðbakki BOÐ TIL ALMENNINGS MSV Nordica hefur siglt bæði norðaustur og norðvestur leiðirnar í gegnum íshafið og verður til sýnis fyrir almenning. Ísbrjóturinn kemur í tilefni alþjóðaþings Hringborðs Norðurslóða – Arctic Circle, sem haldið er í Hörpu, 13.-15. október, 2017. Allir velkomnir 1 0 . O K T Ó B E R 2 0 1 7 Þ R I Ð J U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 0 -1 0 -2 0 1 7 0 5 :5 1 F B 0 6 4 s _ P 0 5 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D E F -3 E F 4 1 D E F -3 D B 8 1 D E F -3 C 7 C 1 D E F -3 B 4 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 0 6 4 s _ 9 _ 1 0 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.