Fréttablaðið - 10.10.2017, Side 32

Fréttablaðið - 10.10.2017, Side 32
Ása Gunnlaugsdóttir gullsmiður hannaði Bleiku slaufuna í ár. MYND/VILHELM Ég hafði ljóðlínur Einars Ben í huga, „Bros getur dimmu í dagsljós breytt“ og vann slaufuna út frá orðunum Hlýja, væntumþykja og stuðningur. Þetta eru atriði sem skipta máli þegar einstaklingur greinist með krabba- mein,“ segir Ása Gunnlaugsdóttir, gullsmiður en hún er höfundur Bleiku slaufunnar í ár. Samkeppni um hönnun slaufunnar er haldin af Krabbameinsfélagi Íslands og Félagi gullsmiða, nú í sjötta sinn og var tillaga Ásu valin úr níu inn- sendum tillögum. Slaufa Ásu hverfist utan um bleikan stein. „Slaufan umlykur steininn og er eins og stuðningur kringum hann, eins og þarf að vera ef einhver er veikur,“ útskýrir Ása. „Steinninn er aðalatriði og slaufan sjálf látlaus. Hann er fyrir miðju og hönnunin er einnig vísun í að það skiptir máli að hugsa inn á við. Þá er formið á steininum dropalaga og vísar í tár sem eflaust falla oft á þessum stundum.“ Ása hefur starfað sem hönnuður á Íslandi, Finnlandi og í S-Kóreu og setti á fót eigið verkstæði, ASA árið 2009. Þetta er í fyrsta sinn sem Ása sendir tillögu í samkeppnina um Bleiku slaufuna. Hugmyndin féll vel að áherslum Krabba- meinsfélags- ins í ár en söfnunarfénu verður varið í ráðgjafarþjón- ustu Krabba- meinsfélagsins. „Formið á slaufunni þróaðist eitthvað þegar kom að lokaút- færslu og urðu að lokum tvær aðskildar vörur, næla sem flestir kaupa og hálsmen úr silfri sem fram- leitt er í takmörkuðu upplagi. Þá bættist við skemmtilegt verkefni en Krabbameinsfélagið fól mér að aðlaga eina útgáfu af slaufunni sem hægt er að hengja við Rubs armböndin, en þau eru hluti af átakinu í ár. Þetta hefur verið afar skemmtilegt ferli og heiður að hafa verið valin. Mér finnst frábært að geta lagt eitthvað af mörkum. Það fylgir því góð tilfinning.“ Vísun í væntumþykju og stuðning Ása Gunnlaugsdóttir, gullsmiður er höfundur Bleiku slaufunnar í ár. Stuðningur, hlýja og væntumþykja eru skilaboðin að baki hönnuninni. Baby Foot er stoltur styrktaraðili Bleiku Slaufunnar Baby Foot er fótaumhirðuvara sem fjarlægjir dauðar húðfrumur og harða húð, þannig að fæturnir verða silkimjúkir. af hverri seldri pakkningu renna til Bleiku Slaufunnar 200 kr. 202620211976 20162011200620011996199119861981 5000 10000 15000 20000 ✿ Fjöldi einstaklinga á lífi eftir krabbameinsgreiningu Laufey (lengst til hægri) ásamt öðru starfsfólki Krabbameinsskrár. Tæplega 14.000 manns voru á lífi eftir krabbameinsgrein-ingu á Íslandi um áramótin 2015/2016, heldur fleiri konur en karlar. Af þessum 14.000 höfðu yfir 8.000 greinst 10 árum áður eða fyrr. Að sögn Laufeyjar Tryggvadóttur, framkvæmdastjóra Krabbameins- skrár Krabbameinsfélagsins, má reikna með að meirihluti hópsins sé læknaður en jafnframt að hluti hópsins þurfi enn á heilbrigðis- þjónustu og ráðgjöf að halda. Áætlað er að yfir 18.000 einstakl- ingar sem fengið hafa krabbameins- greiningu verði á lífi árið 2026. Einn af hverjum þremur Íslendingum greinist með krabba- mein á lífsleiðinni en horfur þeirra sem greinast hafa batnað jafnt og þétt frá því að Krabbameinsfélag Íslands hóf að skrá öll krabbamein þjóðarinnar fyrir 60 árum. „Þá dóu yfir 75 prósent innan fimm ára frá greiningu en nú er ástandið gjör- breytt og aðeins tæp 30 prósent deyja innan fimm ára. Staðan er því orðin þannig að flestir annaðhvort læknast eða lifa lengi með sjúk- dóminn,“ segir Laufey. Margar skýringar eru á batnandi horfum krabbameinssjúklinga. Þær veigamestu eru stór stígar framfarir í meðferð og mikil aukning í snemm- greiningu. „Hið síðarnefnda tengist skipulagðri leit að krabbameinum og bættri greiningartækni. Þá hefur bætt næringarástand og betra heilsufar almennings, sem tengist meðal annars því hve mikið hefur dregið úr reykingum síðustu ára- tugi, jákvæð áhrif á horfur krabba- meinsgreindra. Hægt er að nálgast margvíslegan fróðleik um lífshorfur, orsakir, einkenni, greiningar og meðferðir allra helstu tegunda krabbameina á krabb.is. Hröð fjölgun einstaklinga sem lifa lengi eftir krabbameinsgreiningu 6 BLEIKA SLAUFAN 1 0 . O K TÓ B E R 2 0 1 7 Þ R I ÐJ U DAG U R 1 0 -1 0 -2 0 1 7 0 5 :5 1 F B 0 6 4 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D E F -0 D 9 4 1 D E F -0 C 5 8 1 D E F -0 B 1 C 1 D E F -0 9 E 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 6 4 s _ 9 _ 1 0 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.