Fréttablaðið - 10.10.2017, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 10.10.2017, Blaðsíða 17
Nú er verið að kjósa enn og aftur og stjórnmálaflokkarnir hafa valið sína frambjóðendur. Ef við skoðum aldur alþingismanna í gegnum tíðina, má sjá að það er frekar sjaldgæft að fólk sem komið er á efri ár sitji á þingi. Kannski einn og einn. Nú er það hins vegar svo að fólk eldist og lifir lengur en áður. Og það við góða heilsu með reynslu, þekk- ingu og starfsorku. Ég er þeirrar skoð- unar, með allri virðingu fyrir yngra fólki, að á löggjafarþinginu eigi að fjölga alþingismönnum, konum sem körlum, sem komin eru til ára sinna og geta miðlað af reynslu sinni út frá sjónarhorni langrar lífsgöngu. Ég, væntanlega sem formaður eldri borgara í Reykjavík, var beðinn um að gefa kost á mér, á framboðs- listum, sjálfsagt vegna þess að málefni eldri borgara hafa verið í sviðsljósinu Alþingi þarf að endurspegla þjóðina Ellert B. Schram 4. sæti í Reykja- vík Suður, á lista Samfylkingar- innar 2017 undanfarna mánuði. Umræða um hag eldri borgara, kjör og þátttöku þeirra í landsmálum hefur verið opinská og áberandi. Ég hef orðið við þeirri beiðni Samfylkingarinnar í Reykjavík að taka fjórða sæti á framboðslista hennar, ekki síst með það í huga að aldraðir eigi erindi á Alþingi, að elsta kynslóðin eigi sína fulltrúa og raddir í stjórnmálavafstrinu, í lagasetningu, umræðum og atkvæðagreiðslum, sem snerta hag landsmanna og fullorðinna. Eldri borgarar eru rúmlega fjörutíu þúsund talsins og auðvitað eiga þeir að eiga sína talsmenn á þingi. Með alla sína reynslu. Er ekki einmitt kominn tími til að brjóta þennan aldursmúr? Vekja stjórnmálaflokka til umhugs- unar um þennan fjölda eldri borgara sem hafa bæði elju og vit, til að standa vörð um hagsmuni elstu kynslóðar- innar. Hvað þá um aðrar ákvarðanir, sem snerta lífið og tilveruna. Ekki það að ég sé kominn alla leið á þing, þótt ég sé á framboðslista. Kjós- endur ráða því. En með framboði mínu vil ég sýna í verki, að karlar og konur, komin á efri ár, eigi fullt erindi inn á Alþingi, svo að þeim kveði og rödd þeirra heyrist. Alþingi þarf að endur- spegla þjóðina. Allir aldursflokkar, konur og karlar, eiga að taka þátt í umræðum og ákvörðunum sem varða fólkið í landinu Ég leyfi mér að fullyrða að mál- efni sem varða eldri borgara, hafa mörg hver gleymst, verið vanrækt og afskrifuð og það veitir ekki af, svo það sé sagt, að brjóta ísinn, gefa kost á sér, vera með, sýna fram á og minna á, að við, elsta kynslóðin, erum ekki komin fram yfir síðasta söludag. Eldri borgarar eru rúmlega fjörutíu þúsund talsins og auðvitað eiga þeir að eiga sína talsmenn á þingi. Með alla sína reynslu. Mörgum landsmönnum blöskraði nýlega frétt um að erfingjar Nóbelsskáldsins ættu að borga himinháan skatt af áætluðu virði höfundarréttar. Það er ekki að undra því þarna fara saman tvær hæpnar skattareglur. Í fyrsta lagi er hæpið að ríkið gleypi eignir í dánar- búum og í öðru lagi er galið að áætlað verðmæti eignar myndi skattstofn. Í þessu tilfelli var um að ræða eign sem ekki var seld í tengslum við andlát og því engu greiðsluflæði eða söluhagn- aði til að dreifa. Fasteignaskattur á Íslandi grund- vallast á jafn undarlegum skattstofni. Það er talið réttlæta skattahækkun að eign hafi hækkað í verði þó svo not af eigninni hafi ekkert breyst og skattþegninn hafi ekki bætt við sig tekjum. Opinberum stofnunum er falið að áætla söluverðmæti eignar og síðan er stjórnvöldum gefið veiðileyfi í samræmi við það. Það er undir duttl- ungum sveitarstjórna hvort og hvernig þau útfæra veiðileyfið, til dæmis með því að skattleggja mismunandi eftir aldri eigenda. Í afkomu sumra fyrir- tækja, til dæmis Hörpu tónlistarhúss, er tekjuflæðið aukastærð og fasteigna- skattur aðalstærð. Í bæjum eins og Húsavík og Keflavík getur hækkun fasteignaverðs vegna þess að fjölgun íbúa spennir upp fasteignaverð hækk- að skatta á íbúana sem fyrir eru og eiga sér einskis ills von. Spakmæli segir að það sem aðgreini hinn viti borna mann frá dýrum sé hæfnin til að læra af eigin mistökum og að gáfaður maður geti lært af mis- tökum annarra. Fyrir hrunið 2008 höfðu íslensk sveitarfélög blásið út skattstofna sína með skattlagningu á eignabólu húsnæðis. Mörg erlend ríki hafa rofið tengsl skattlagningar eigna við áætlað verðmæti þeirra. Geta Íslendingar lært af mistökum sínum frá árunum fyrir 2008? Í ljósi reynsl- unnar má efast um hæfni þeirra til að læra af reynslu annarra þjóða. Ætla einhverjir stjórnmálamenn að vera gáfaðir og laga þetta á næsta kjör- tímabili? Hver er staða eignarréttar í stjórnarskránni? Skaðlegir skattstofnar Helgi Tómasson prófessor í hag- rannsóknum og tölfræði Mánudaginn 16. október standa Íbúðalánasjóður og velferðarráðuneytið fyrir fyrsta árlega húsnæðisþinginu hér á landi. Þingið verður haldið á Hilton Nordica við Suðurlandsbraut frá kl. 10:00–16:30. Vinnustofur 10:00 Fundarstjóri opnar daginn Brynja Þorgeirsdóttir, fundarstjóri 10:05 Húsnæðisáætlanir sveitarfélaga Sigrún Ásta Magnúsdóttir, verkefnastjóri húsnæðisáætlana hjá ÍLS 10:25 Umræður í sal 10:50 Kahlé 11:00 Húsnæðissáttmáli: Aðgerðir í húsnæðismálum Guðrún Ingvarsdóttir, verkefnastjóri Húsnæðissáttmála hjá velferðarráðuneytinu 11:15 Byggingagátt: Hvers vegna, hvenær og hvernig? Jón Guðmundsson, fagstjóri bygginga hjá Mannvirkjastofnun 11:30 Hvernig fáum við sem …estar íbúðir fyrir 80 milljarðana? Elmar Erlendsson, byggingafræðingur á húsnæðissviði ÍLS 11:40 Umræður í sal 12:00 Hádegishlé Veitingar verða seldar á ráðstefnusvæðinu og einnig er hægt að bóka borð á Vox Húsnæðisþing 13:00 Opnunarávarp ráðherra húsnæðismála Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra 13:15 Er aðgangur að húsnæði mannréttindi? Hermann Jónasson, forstjóri ÍLS 13:55 Hvernig horŒr húsnæðisvandinn við sveitarfélögum? Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga 14:10 Leigumarkaðurinn: Nauðsyn eða val? Una Jónsdóttir, hagfræðingur í hagdeild ÍLS 14:30 Að komast yŒr þröskuldinn: Fólk talar um húsnæðisvandann Örinnlegg frá einstaklingum sem hafa staðið frammi fyrir húsnæðisvanda 14:50 Kahlé 15:05 Fólk með hamar og sög Örinnlegg frá einstaklingum og félögum sem eru að byggja 15:30 Umræður í sal 15:55 Samantekt fundarstjóra 16:00 Er vandinn að leysast? Pallborðsumræður 16:30 Kokteill S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 15Þ R I Ð J U D A G U R 1 0 . O K T Ó B E R 2 0 1 7 1 0 -1 0 -2 0 1 7 0 5 :5 1 F B 0 6 4 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D E F -0 D 9 4 1 D E F -0 C 5 8 1 D E F -0 B 1 C 1 D E F -0 9 E 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 6 4 s _ 9 _ 1 0 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.