Fréttablaðið - 11.11.2017, Page 2

Fréttablaðið - 11.11.2017, Page 2
Veður Í dag verður norðlæg eða breytileg átt, 3-10 m/s. Snjókoma með köflum og síðar él norðan til á landinu og einnig él síðdegis við vesturströndina en léttskýjað á Suðurlandi. sjá síðu 48 Þjálfari og formaður á töflufundi Framsóknarmenn hittust fyrir hádegi í gær í flokksherbergi sínu í Alþingishúsinu til að ræða horfurnar fram undan varðandi myndun ríkisstjórnar þeirra með Sjálfstæðismönnum og Vinstri grænum. Willum Þór Þórsson, sem nýverið hætti sem þjálfari karlaliðs KR í fótbolta og er nú kominn á þing að nýju, fór yfir málin og teiknaði stöðuna upp á töflu. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður flokksins, fylgdist með af athygli. Fréttablaðið/Eyþór Verslun  Miðasölutekjur vegna sautján jólatónleika Baggalúts í fyrra námu 124 milljónum króna. Uppselt var á þá alla og einka- hlutafélag sjö liðsmanna Baggalúts skilaði 10,8 milljóna hagnaði eftir síðustu jólavertíð. Baggalútur hefur undanfarin ár staðið fyrir vinsælustu jólatón- leikum landsins í Háskólabíói. Miðar á þá hafa selst upp á nokkr- um klukkutímum en samkvæmt nýjum ársreikningi Baggalúts ehf. kostaði tónleikahaldið í fyrra um 104 milljónir króna. Kostnaðurinn jókst um tólf millj- ónir milli ára en félagið, sem heldur einnig utan um vefsíðu og plötuút- gáfu grínhópsins, skilaði methagn- aði árið 2015 eða jákvæðri afkomu upp á 14,8 milljónir. Alls hefur það verið rekið með 42 milljóna hagn- aði frá árinu 2012.   Heildartekjur Baggalúts í fyrra námu 127 milljónum og  veltuna má því að mestu rekja til tónleika- haldsins í desember. Greiðslur til tónlistarmanna sem að því komu námu 81 milljón og þær því lang- stærsti kostnaðarliðurinn Til samanburðar seldi Baggalútur jólatónleikamiða fyrir 42 milljónir árið 2013. Þá voru sjö ár síðan hóp- urinn hélt sína fyrstu jólatónleika. Þeir voru í Iðnó á Þorláksmessu.  Áður hefur komið fram að eig- endur félagsins hafa aldrei greitt sér út arð og á árinu 2016 varð engin breyting þar á. Þeir áttu þá um 99 milljónir í handbæru fé og markaðs- verðbréfum en eignir félagsins voru þá 58 milljónum hærri en skuldirn- ar og námu alls 112 milljónum. Baggalútur er í eigu Braga Valdi- mars Skúlasonar, tónlistarmanns og framkvæmdastjóra félagsins, og sex annarra stofnenda vefsíðunnar baggalutur.is sem hópurinn opnaði árið 2001. Eiga þeir allir 14,3 pró- sent í fyrirtækinu. Bragi Valdimar hefur áður sagt að eigendur félagsins vilji heldur greiða mönnum góð laun en arð út úr félaginu. Meðlimir sveitarinnar séu eins og stórfjölskylda sem hitt- ist nánast eingöngu á jólunum og að  félagið hafi  svo að segja  verið stofnað í þeim tilgangi að halda utan um jólavertíðina. Ekki náðist í Braga Valdimar við vinnslu fréttar- innar. haraldur@frettabladid.is Baggalútsmenn öfluðu 124 milljóna fyrir jólin Miðasala á sautján jólatónleika Baggalúts í fyrra skilaði 124 milljóna króna tekjum. Uppselt var á alla tónleikana. Félag Baggalútsmanna var rekið með 11 milljóna króna hagnaði. Engar arðgreiðslur en tónlistarmenn fengu 81 milljón. Fjölmargir tróðu upp á jólatónleikum baggalúts í fyrra. Fréttablaðið/Eyþór 42 milljóna króna hagnaður var af rekstri Baggalúts á árunum 2012 til 2016. Bragi Valdimar Skúlason, framkvæmda- stjóri félagsins, hefur sagt að meðlimir hljómsveitarinnar séu eins og ein stór fjölskylda sem hittast nánast eingöngu á jólunum, samgöngur „Íbúar hér eru himinlif- andi yfir að fá þessi göng,“ segir Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar. Langþráður áfangi í samgöngusögu Austfirðinga næst í dag með opnun Norðfjarðarganga. Göngin sem eru 7,9 kílómetra löng stytta leiðina milli Neskaup- staðar og Eskifjarðar um fjóra kíló- metra og leysa af erfiðan fjallveg um Oddskarð. Mikil hátíðarhöld verða hjá heimamönnum alla helgina. Í gær skipulögðu íþróttafélögin Austri og Þróttur hlaup um göngin og tók fjöldi fólks þátt; ýmist á fæti, á hjól- um eða brettum að sögn Páls Björg- vins sem sjálfur hljóp í gegn. – gar Norðfjarðargöngin opnuð Klippa á borða Eskifjarðarmegin við nýju göngin. Mynd/G. Pétur Matthíasson Dómsmál Héraðsdómur Reykja- víkur dæmdi í gær karlmann í tólf mánaða fangelsi fyrir kynferðis- brot gegn ungri dóttur sinni. Þá var honum gert að greiða dótturinni 800.000 krónur í skaðabætur. Í  dómnum segir að móðirin hafi sagt lögreglu að hún hafi séð ákærða fara með höndina í klof dótturinnar þar sem hún svaf á milli þeirra. Þá hafi dóttirin sagt móður sinni frá því að faðirinn hafi horft á klám fyrir framan hana og fróað sér. Í skýrslu dótturinnar sem tekin var í Barnahúsi kom fram að hún væri hrædd við ákærða „því hann nuddaði mjög oft klof hennar“, segir í dómnum. Ákærði sagði við meðferð máls- ins að sakirnar sem á hann voru bornar væru upplognar. – þea Ársfangelsi fyrir brot gegn dóttur 1 1 . n ó V e m b e r 2 0 1 7 l a u g a r D a g u r2 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð 1 1 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :1 5 F B 1 2 8 s _ P 1 2 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 1 1 4 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 3 1 -4 8 F 4 1 E 3 1 -4 7 B 8 1 E 3 1 -4 6 7 C 1 E 3 1 -4 5 4 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 1 2 8 s _ 1 0 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.