Fréttablaðið - 11.11.2017, Blaðsíða 86

Fréttablaðið - 11.11.2017, Blaðsíða 86
 Við erum bara fyrst og fremst að reyna að gera góða tón- list. Karl Jóhann Jóhannsson Oddur Freyr Þorsteinsson oddurfreyr@365.is Karl Jóhann Jóhannsson er gítarleikari þungarokks­sveitarinnar Óværu, tveggja barna faðir og forritari hjá hug­ búnaðarfyrirtækinu Men & Mice. Karl hefur spilað á gítar síðan hann var níu ára gamall og verið í ýmsum hljómsveitum í gegnum tíðina. Á tímabili tóku vinnan og fjölskyldulífið allan hans tíma, en fyrir þremur árum stofnaði hann hljómsveitina Óværu með félaga sínum. Sveitin stefnir á fyrstu útgáfuna í vetur og hefur verið dugleg að spila á tónleikum undan­ farið. Kom aftur að tónlistinni „Ég byrjaði að læra á gítar níu ára og fór fljótlega í klassískt nám, en hætti því svo á menntaskólaárun­ um,“ segir Karl. „Klassíkin átti ekki við mig þegar ég var bara að spila á rafmagnsgítar í hljómsveitum mér til gamans. Ég gerði það í nokkur ár, en svo datt þetta aðeins niður þegar maður eignaðist krakka og fór að vinna og búa og svona.“ Karl segist hálfpartinn hafa komið aftur að tónlistinni í seinni tíð. „Ég eignaðist tvö börn og áður en maður vissi af var maður hættur að gera það sem maður var að gera áður og var bara að vinna og sinna heimilinu,“ segir Karl. „En síðan fær maður löngun til að byrja aftur. Þetta er mjög aðkallandi áhugamál.“ Árið 2014 stofnaði Karl Óværu með hinum gítarleikara sveitar­ innar. „Það er svo rosalega gaman að semja, æfa og spila tónlist og spila á tónleikum,“ segir hann. „Við erum bara fyrst og fremst að reyna að gera góða tónlist. Ég er svo búinn að vera í djass­ gítarnámi í þrjú ár hjá FÍH,“ segir Karl. „Ég er í rauninni að byrja frá grunni, því það er allt annað en klassíkin og rokkið. Ég eyði sífellt meiri tíma í að æfa fyrir það, sem er mjög skemmtilegt.“ Alltaf verið þungarokkari Karl hefur alltaf verið þunga­ rokkari inn við beinið. „Á tíunda áratugnum hlustaði ég á Pantera, Sepultura, Metallica og allt það og svo fór maður yfir í harðkjarna pönk og dauðarokk,“ segir hann. „Í Mjög aðkallandi áhugamál Karl Jóhann Jóhannsson hefur spilað á gítar síðan hann var barn en fyrir þremur árum setti hann aukinn kraft í tónlistina og stofnaði hljómsveitina Óværu, sem stefnir á útgáfu nú í vetur. Karl Jóhann Jóhannsson stofnaði Óværu með félaga sínum árið 2014. MYND/EYÞÓR Óværa á sviði. MYND/KRISTÍN UNA SIGURÐARDÓTTIR dag hlusta ég á alls konar tónlist, en í rokkinu finnst mér til dæmis Deafheaven, Full of Hell, Nails og Converge vera að gera áhugaverða hluti. Ég hef alltaf haldið mig við blöndu af pönki og þungarokki. Ég hef aldrei spilað neitt sem er mjög áhlustanlegt,“ segir hann og hlær. Karl hefur samið lög síðan hann var fimmtán ára og hann semur hluta af lögum Óværu á móti hinum gítarleikaranum. Söngvarinn sér svo um textana. „Ég hef ekki fengið að lesa textana hjá okkur, en þetta er örugglega ekkert allt neitt voðalega fallegt, ef ég þekki hann rétt,“ segir Karl léttur. Spila ánægjunnar vegna Óværa hefur verið dugleg við að spila á tónleikum upp á síðkastið. „Okkur finnst bara svo gaman að spila á tónleikum. Við ætluðum að vera að taka upp núna en svo kom Airwaves og maður vill ekki missa af því. Við spiluðum á fernum tónleikum á einni viku í kringum Airwaves. Það var töluverð keyrsla en gekk bara mjög vel og við fengum góðar móttökur. Við erum komnir með fínt prógramm núna og höfum spilað meirihlutann af því á tónleikum í svona ár. Það er alltaf að pússast meira til og meðfram því æfum við ný lög,“ segir Karl. „Við ætlum svo að taka þetta upp og gefa út stutt­ skífu með 4­5 lögum í vetur.“ JÓLABLAÐ FRÉTTABLAÐSINS Stóra jólablaðið frá Fréttablaðinu kemur út þriðjudaginn 28. nóvember. Áhugasamir auglýsendur hafið samband við auglýsingadeild sérblaða í síma 512 5402 Blaðið er stútfullt af allskonar skemmtilegu efni tengdu jólunum. Ath! Eingöngu afgreitt fyrir hópa Nánari upplýsingar á sjavarbarinn.is fyrir hópa Aðeins 3.900 kr. á mann! Öðruvísi Jólahlaðborð Grandagarði 9 - Sími 517 3131 - sjavarbarinn.is Rjómalöguð sjávarréttasúpa Karrísíld Rússnesk rauðrófusíld Grafinn lax og karfi Tvíreykt sauðahangikjöt Forréttir Jólalambakótilettur í raspi Grillsteikt lambalæri bernaise Dönsk purusteik Allt góða og hefðbundna meðlætið Aðalréttir Hjónabandssæla Ís og ávextir Eftirréttir 8 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 1 . N Óv E M B E R 2 0 1 7 L AU G A R DAG U R 1 1 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :1 5 F B 1 2 8 s _ P 0 9 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 8 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E 3 1 -B F 7 4 1 E 3 1 -B E 3 8 1 E 3 1 -B C F C 1 E 3 1 -B B C 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 1 2 8 s _ 1 0 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.