Fréttablaðið - 11.11.2017, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 11.11.2017, Blaðsíða 24
Það er ekkert kaffi til, ég gleymdi að kaupa það,“ segir Ólafur Jóhann Ólafsson rithöfundur afsakandi og snýst í kringum blaðamann og ljósmyndara í eldhúsi heimilis síns í miðborginni. „Það er svona sumar­ bústaðastemning hér, þetta er okkar annað heimili. Við fjölskyldan dvelj­ um hér oftast bara um jól og sumur,“ segir Ólafur Jóhann. Heimilið hefur auðvitað allt annað yfirbragð en látlaus sumarbústaður. Þetta er hlýlegt heimili, teikningar eftir barn á vegg í eldhúsinu, litrík listaverk eftir Kristján Davíðsson og önnur fínlegri eftir Hörð Ágústsson í stofunni. Eldhúsið er þannig búið að það er alveg á hreinu að í því eru eldaðar máltíðir af metnaði. Ólafur Jóhann er staddur á Íslandi til að kynna nýja bók sína, Sakramentið. Það gerir hann ekki oft þótt hann hafi gefið út fjölda skáldsagna á Íslandi síðustu áratugi. Sonurinn fluttur til Íslands Ólafur Jóhann hefur síðustu ára­ tugi búið í New York, á Manhattan rétt við Central Park með eiginkonu sinni Önnu Ólafsdóttur. Þau eiga þrjú börn, Ólaf Jóhann 24 ára, Árna Jóhann 22 ára og Sóleyju 13 ára. Þau tala öll reiprennandi íslensku. „Heimilið er eini staðurinn þar sem þau tala íslensku. Þegar þau reyndu annað þá þóttumst við Anna ekki skilja þau. Ef þú gefur þig í þessu þá er þetta búið. Við erum gallhörð í að leggja rækt við íslenskuna,“ segir Ólafur. Yngri sonur hans er nýfluttur til Íslands og býr í næsta húsi. „Hann fékk atvinnutilboð vestra eftir að námi lauk. Hann afþakkaði þau og flutti til Íslands. Taugin er sterk. Honum líkar vel að vera hér,“ segir Ólafur Jóhann frá á meðan hann sýnir ýmsa muni á heimilinu sem tengjast lífi hans. Á efri hæðinni er vinnustofa og andi föður hans, Ólafs Jó hanns Sig­ urðssonar rithöfundar, alltumlykj­ andi. Pípurnar hans eru á skrifborð­ inu. Mynd af Ólafi Jóhanni litlum, líklega um fimm ára gömlum með ansi skringilega klippingu, grípur augað. „Ég klippti mig sjálfur,“ segir hann og hlær. Hann var greinilega ekki endilega til friðs þegar hann var lítill. En svo sannarlega er hann til friðs á fullorðinsárum. „Það eru engar beinagrindur í skápnum hjá Ólafi Jóhanni.“ „Hann er virkilega góður drengur.“ „Hreinn og beinn fjölskyldumaður.“ „Mjög rólegur, æsir sig aldrei. Aldrei nokk- urn tímann.“ „Eldklár. Klikkar aldrei, er alltaf til staðar.“ Þetta eru lýsingar samferða­ manna, sonar og vina sem blaða­ maður heyrði í um skapgerð Ólafs Jóhanns að honum óspurðum. Kynferðisofbeldi kveikjan- Sögusvið nýrrar skáldsögu Ólafs Jóhanns, Sakramentið, tengist uppvexti hans því hann er alinn upp á Suðurgötu í Reykjavík og gekk í Öldugötuskóla. Hann var vanur að leika sér á túninu skammt frá Landakotsskóla og þótt honum hafi ekki beinlínis staðið stuggur af starfsmönnum skólans segist hann hafa haft á þeim fyrirvara. Kveikjan að skáldsögunni er gróft kynferðislegt ofbeldi sem ungir nem­ endur skólans voru beittir af presti og skólastjóra Landakotsskóla. Séra A. George og Margréti Müller, þýskri kennslukonu við skólann. „Við sem vorum í Öldugötuskóla vorum sum ódælir villingar. Við fórum þaðan í Melaskóla í ellefu og tólf ára bekk og svo í Hagaskóla. Þegar við fórum yfir í Melaskóla vorum við sett til hliðar. Það var ekk­ ert verið að blanda okkur saman við aðra nemendur því við þóttum ekki eins prúð. Ég sjálfur var mjög fyrir­ ferðarmikill strákur. Mamma þurfti oft að hitta skólastjórann Í Öldu­ götuskóla vegna mín. Þetta voru miklar andstæður, ólætin í sumum Öldugötuskólakrökkunum og svo ríkti þögnin í Landakotsskóla þar sem var nánast heragi,“ segir Ólafur Jóhann. Hann segir skrýtið að hugsa til þess ofbeldis og illu meðferðar sem nokkur börn í skólanum þurftu að þola á meðan hann lék sér frjáls og glaður. Þegar málið hafi komið upp í fjölmiðlum hafi hann hugleitt hversu alvarlegar afleiðingar ofbeldis geta verið. Nokkru seinna hafi svo kviknað hugmynd að skáldsögu með tengingu í þetta mál. Líðum ekki ofbeldi „Ég las um málið í fjölmiðlum og fór inn á spjallsíður fólks sem hafði orðið fyrir barðinu á þeim. Ég talaði líka við fólk sem var í skólanum á þess­ um tíma og við blaðamenn og fleiri sem komu að málinu með ýmsum hætti. Upphaf bókarinnar má rekja til frásagnar þolanda á spjallsíðu. Hugmyndin náði mér algjörlega. Þessi saga. Ég fékk þessa söguper­ sónu í kollinn, franska nunnu sem „Það er eins og flóðgátt hafi opnast. Alls staðar í heiminum. Allur kvikmyndaheimurinn er upp í loft vegna þess að við líðum ekki ofbeldi gegn konum og börnum,“ segir Ólafur Jóhann. FréttAbLAðið/SteFán Ólafur Jóhann Ólafsson segir ritstörfin styðja stjórnunarstörfin hjá Time Warner. Hann er leiðandi í samruna AT&T og Time Warner sem verður einn sá allra stærsti á heimsvísu undanfarin ár, ef hann verður samþykktur. Það er slagur fram undan sem að hans mati er nauðsyn að vinna til að geta keppt við risa á markaði. Að auki er pólit- ískur hiti í samfélaginu eftir kjör Donalds Trump í embætti forseta Bandaríkjanna. Halda höfði á tímum Trumps hefur tengingu við Ísland og byrjaði að skrifa strax. Hún var komin í hausinn á mér og krafðist útrásar,“ segir Ólafur Jóhann frá. „Leikarar kvarta stundum yfir því að þurfa að búa sig undir hlutverk með því að létta sig um mörg kíló eða setja sig á einhvern hátt í spor persóna sinna. Við rithöfundar göngum stundum með sögupersónur okkar í koll­ inum í mörg ár.“ Ólafur Jóhann segist hugsa um hversu erfitt þolendur hafa átt með að segja frá ofbeldi. Tímarnir eru að breytast. „Það er eins og flóðgátt hafi opnast. Alls staðar í heiminum. Allur kvikmyndaheimurinn er upp í loft vegna þess við líðum ekki ofbeldi gegn konum og börnum. Við sam­ þykkjum ekki lengur þessa þögn og afleiðingar ofbeldis á okkar nánustu og samfélagið allt. Áður fyrr var öllu haldið niðri. Núna er klippt á samn­ inga við dólga sem hafa komist upp með misgjörðir árum saman í kvik­ myndaiðnaði og annars staðar. Þá sprengdi ríkisstjórnina í sumar mál sem varðaði ofbeldi gegn stúlkum. Þetta snertir mig, ofbeldi gegn konum og börnum, allt ofbeldi. Auð­ vitað er núna allt breytt í Landakots­ skóla þar sem Ingibjörg Jóhannsdótt­ ir og kennarar vinna afar gott starf og eiga ekki skilið að fortíðin trufli það.“ Lífið í new York Ólafur Jóhann hefur árum saman skrifað á morgnana og haldið svo til vinnu hjá Time Warner. Hann er afkastamikill en síðasta bók hans kom út fyrir tveimur árum. Hann lýsir dæmigerðum degi. „Ég byrja morgnana alltaf á því að skrifa. Ég sest upp á kontór hjá mér heima og skrifa í tvo til þrjá tíma. Ég er búinn rétt fyrir tíuleytið og held þá á skrifstofuna og þar tekur við hefð­ bundinn vinnudagur. Ég byrja á sam­ tölum við samstarfsfólk mitt og við fólk utan fyrirtækisins eftir þörfum. Þegar ég hef sinnt því mikilvægasta þá hreyfi ég mig aðeins, fer jafnvel í fótbolta, rétt hjá skrifstofunni. Kem þá aftur endurnærður eins og klukkan sé níu að morgni. Seinni hluta dagsins er það vesturströndin sem yfirstjórnin er í samskiptum við. Þá er allt farið í gang þar. Ég er svo kominn heim um sjö leytið ef ég þarf ekki að fara út á kvöldin. Sem ég geri sem minnst af.“ Það að Ólafur Jóhann sæki ekki í að taka þátt í samkvæmislífi fer saman við það sem sonur hans, Árni, sem er fluttur til Íslands hefur sagt blaðamanni. „Hann hefur róandi áhrif. Við erum mikið saman, fjöl­ skyldan. Spilum saman fótbolta og eldum líka saman,“ sagði Árni um föður sinn. Þau séu samhent fjöl­ skylda. „Ég er líklega „introvert“ að eðlis­ fari þótt ég geti alveg tekið þátt í félagslífi. Fer nokkuð létt með það. Ég hef bara ekki ríka þörf fyrir það. Lífið er ekki bara vinna og mér finnst gott að koma heim til fjölskyldunnar.“ Ólafur Jóhann segir fjölskylduna líklega enn samhentari vegna flutn­ ingsins til New York. „Við búum þarna úti og ættingjar okkar hér heima. Ég held að fjölskyldur í þess­ ari stöðu þurfi að vera samhentar, við þurfum að reiða okkur hvert á annað. En það er rétt sem Árni segir, það er aldrei rifist á heimilinu. Ég segi stundum að það sé vegna þess að ég sé svo undirgefinn. Lífið er gott þannig. Við förum í göngur, stundum útivist. Við nýtum vel Central Park, förum út í sveit um helgar. Við AuglýsingAr þeirrA og ímyndArherferðir eru sAkleysislegAr. – Við gerum ekkert illt Af okkur, Við erum nú bArA fÓlk sem fAnn eitthVAð upp í bíl- skúrnum hJá frænku! Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjana@frettabladid.is ↣ 1 1 . n ó v e m b e r 2 0 1 7 L A U G A r D A G U r24 H e L G i n ∙ F r É T T A b L A ð i ð 1 1 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :1 5 F B 1 2 8 s _ P 1 0 5 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 1 0 4 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 3 1 -8 E 1 4 1 E 3 1 -8 C D 8 1 E 3 1 -8 B 9 C 1 E 3 1 -8 A 6 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 1 2 8 s _ 1 0 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.