Fréttablaðið - 11.11.2017, Blaðsíða 98

Fréttablaðið - 11.11.2017, Blaðsíða 98
Sumarið 1809 rændi danski ævintýramaðurinn Jørgen Jørgensen völdum á Íslandi og útnefndi sig verndara landsmanna og hæstráð-anda til sjós og lands. Þótt valdatími hans yrði ekki nema fáeinar vikur var saga Jörundar hundadaga- konungs svo reyfarakennd að hvert mannsbarn hefur heyrt á hann minnst. Fjölmargar bækur hafa verið ritaðar um Jörund, doktorsritgerðir og jafnvel leikrit. Byltingin árið 1809 hefur öðlast svo stóran sess í hugum Íslendinga að aðrir og ekki síður magnaðir atburðir, sem áttu sér stað ári fyrr, hafa gjörsamlega fallið í skuggann. Nú um stundir kannast fáir við Gilpins- ránið 1808, en ætla má að það væri fyrirferðarmikið í sögubókum ef ekki hefðu komið til hin safaríku ævintýri hundadagakonungsins. Báðir þessir atburðir voru af sömu rót runnir. Danir höfðu dregist inn í stríð Frakka og Breta, en eftir árás þeirra síðarnefndu á Kaupmanna- höfn árið 1807 lýsti Danmörk stríði á hendur Bretlandi. Þar með voru öll dönsk skip orðin lögmæt skotmörk breska flotans, sem átti eftir að reyn- ast hjálendum Dana í Norður-Atlants- hafi dýrkeypt. En það voru ekki aðeins bresk her- skip sem blönduðu sér í málið, því sjóhernaður var að talsverðu leyti einkavæddur á þessum árum. Ein- staklingar gátu fengið leyfi til sjórána frá ríkisstjórnum og hirt að launum hluta herfangsins. Sjórán þessi fylgdu þó flóknum reglum og voru jafnvel starfræktir sérstakir dómstólar sem höfðu það hlutverk að meta hvort rétt væri að þeim staðið. Meðal þeirra, sem sóttu um leyfi bresku krúnunnar til að herja á dönsk skip, var þýskur maður með barónstign, Karl von Hompesch að nafni. Í júníbyrjun 1808 stýrði hann skipi sínu, Salamine, til hafnar í Fær- eyjum og rændi þar og ruplaði. Breskt herskip hafði raunar ráðist á Þórshöfn skömmu áður og látið þar greipar sópa, en ekki náð að flytja allt her- fangið með sér úr landi. Von Homp- esch, sem mun hafa borið gleraugu og hefur því fengið hið sérkennilega viðurnefni „brillumaðurinn“ í fær- eyskri sögu, sló eign sinni á afganginn af góssi Bretanna og hóf að flytja til Skotlands. Jafnframt lét hann taka til fanga færeyskan sæfara, Peter Han- sen. Ástæðan var sú að Hansen þessi hafði í tvígang siglt til Íslands og var honum nú skipað að gerast leiðsögu- maður í herleiðangri þangað. Ekki tók von Hompesch sjálfur þátt í Íslands- förinni, heldur fól skipstjóra sínum, Thomasi Gilpin, stjórn ferðarinnar. Ójafn leikur Gilpin og menn hans komu til Íslands í seinni hluta júlímánaðar og hófu þegar leit að mögulegum ránsfeng. Þeir tóku land í Hafnarfirði og héldu því næst að Bessastöðum, en á hvor- ugum staðnum fundu þeir neitt fémætt sem telja mætti eign dönsku krúnunnar. Að lokum lá leið þeirra til Reykjavíkur þar sem helstu embættis- menn landsins höfðu komið saman til neyðarfundar. Þótt sjóræningjaflokkurinn teldi ekki nema 25 manns, reyndust þeir algjörir ofjarlar Íslendinga. Reykjavík mátti heita vopnlaus og flestir full- frískir karlmenn þess utan fjarverandi vegna heyskapar. Komust embættis- mennirnir að þeirri niðurstöðu að mótspyrna væri tilgangslaus og létu undan kröfum aðkomumannanna. Þótti það ekki til marks um mikla hetjulund. Gilpin fékk því í hendur lykilinn að fjárhirslu konungs í landinu. Það var í raun verkleg kista sem hafði að geyma Jarðabókasjóð, auk þess sem ein- staklingar gátu geymt í henni fé sitt. Jarðabókasjóður samanstóð af tekjum konungs af eignum sínum á Íslandi og ýmsum sköttum og gjöldum, svo sem sakeyri. Sjóðurinn stóð undir ýmsum launagreiðslum, eftirlaunum og kostnaði við skólarekstur og kirkjur. Ekki þótti bresku sjóræningjunum mikið til uppskerunnar koma, enda sjóðurinn rýr og ekkert viðbótarfé borist til hans frá Danmörku vegna stríðsátakanna. Þá olli það þeim vonbrigðum að meginhluti upp- hæðarinnar var í íslenskum peninga- seðlum, en ekki í silfri. Ekkert væri á slíkum ránsfeng að græða. Krafðist Gilpin þess af kaupmönnum að þeir skiptu á seðlunum og silfri, en annars yrði honum nauðugur einn kostur að hirða frá þeim varning sem næmi andvirði þeirra. Næstu daga fóru ræningjarnir um sveitir í dauðaleit að verðmætum í eigu krúnunnar á meðan þess var beðið að kaupmönnum tækist að skrapa silfrið saman. Miðað við ræningjaflokk var hópurinn þó afar kurteis. Þannig var slegið upp tveimur dansleikjum í Reykjavík þar sem bæjarbúar skemmtu sér við dans með sjóræningjunum. Gilpin gætti þess sömuleiðis að greiða þeim landsmönnum sem skikkaðir voru til hjálpar fyrir veitta aðstoð og voru kaffibaunir algengasti gjaldmiðillinn. Þá refsaði hann harðlega þeim skip- verjum sem uppvísir urðu að ráns- tilraunum. Að lokum hélt Salamine aftur frá Reykjavík með allt það silfur sem tekist hafði að afla. Urðu ræningjarnir þó að sætta sig við að hirða talsvert af verðlitlum peningaseðlum og gerðu þeir ekki alvöru úr þeirri hótun sinni að taka varning kaupmanna í staðinn. Voru landfógeti og staðgengill stift- amtmanns látnir skrifa undir kvittun fyrir upptöku fjárins og vottorð fyrir góðri framkomu sjóræningjanna í landi. Lögmæt sjórán Lýsingarnar á formfestu og nákvæmni ræningjaflokksins í Reykjavík kunna að stangast á við staðalmyndir flestra af sjóránum fyrri alda, en sjórán í umboði hins opinbera voru heldur ekkert gamanmál. Sem fyrr segir þurftu sjálfstætt starfandi sjóræningj- ar að fá formlega staðfestingu á rétt- mæti ránsfengs síns og máttu búast við að þurfa að verja hann fyrir dómi. Sú varð enda raunin varðandi Gilp- ins-ránið, sem átti eftir að velkjast í breska dómskerfinu næstu misserin. Tekist var á um ýmis álitaefni, svo sem hvort heimildin til sjórána næði einnig til ránsleiðangra í landi. Í því samhengi var talið skipta máli hvort um hefði verið að ræða árás á virki eða víggirta borg, en Reykjavík gat ekki fallið undir þá skilgreiningu. Aðalágreiningsefnið var þó hvort líta bæri á ránsfenginn sem fjármuni krúnunnar. Sannað þótti að í Færeyj- um hefðu ræningjarnir hirt eignir ein- staklinga, sem var stranglega bannað í sjóránum af þessu tagi. Varðandi Jarðabókasjóðinn féllst dómarinn á þau rök Íslendinga að líta bæri á hann sem eign kirkjunnar en ekki konungs- ins. Að ræna kirkjur var talið svívirði- legt athæfi og voru sjóræningjarnir því skikkaðir til að skila sjóðnum, sem og þeir gerðu. Hin prúðmannlega ránsför Gilpins til Íslands árið 1808 hefur að mestu fallið í gleymskunnar dá, enda saga hennar – þótt kúnstug sé – ekki jafn dramatísk og Íslandsævintýri Jör- undar sumarið eftir. Þó kann svo að vera að leiðangurinn hafi haft önnur og afdrifaríkari áhrif á náttúrusögu heimsins en flesta rennir í grun. Síðasta athvarfið Skipverjarnir á Salamine gerðu nefni- lega fleira en að leita uppi konungs- silfur á Íslandi. Á leiðinni staðnæmd- ust þeir við smáeyjuna Geirfuglasker, suðvestur af Eldey. Geirfuglasker var heimkynni aragrúa sjófugla. Íslend- ingum var vel kunnugt um eyjuna og höfðu fyrr á tíð sótt þangað fugl og egg, en almennt var ferðin þangað og lendingin talin of hættuleg til að vera áhættunnar virði. Nokkrir sjó- ræningjanna létu það þó ekki stöðva sig, heldur stigu á land og drápu fugla í gríð og erg. Samkvæmt sumum heimildum var það öðru fremur skemmdarfýsn sem réð framferði mannanna, sem hafi viljað spilla fuglavarpinu fyrir Íslend- ingum. Líklegra verður þó að telja – og fremur í takt við framgöngu Gilpins og hans manna – að tilgangurinn hafi frekar verið sá að afla sér matar. Ekki er alveg víst að sjóræningjarnir hafi hitt fyrir marga geirfugla í þessari ferð sinni. Eyjan var að sönnu kennd við þessa merku fugla, sem voru bæði gómsætir og auðveiddir enda ófleygir. Hins vegar var hópurinn svo seint á ferðinni að mögulegt er að fuglinn hafi verið búinn að koma ungunum á legg og haldið til hafs. Hafi geirfugl verið að finna á skerinu, má þó telja víst að hann hafi ratað á matseðil Gilpins og félaga. Hvort hinn færeyski Peter Hansen fór í eyna er heldur ekki vitað, en hann hefur þó vafalítið fylgst með af athygli. Fimm árum síðar var Hansen skipstjóri á skonnortu sem send var til Íslands í örvæningarfullri leit að vistum, eftir að átök Napóleonsstyrj- aldanna voru nærri búin að valda hungursneyð í Færeyjum. Minnugur ferðarinnar með Gilpin, vissi Peter Hansen að afla mætti gnóttar fugla- kjöts á Geirfuglaskeri. Þangað lagði áhöfnin leið sína og hirti ókjörin öll af fugli, þar á meðal fjölda geirfugla. Það sem Hansen vissi ekki (og stóð líklega á sama um, hvort sem er) var að Geirfuglasker var um þessar mundir eitt allra síðasta athvarf þessara stórvöxnu fugla við Ísland og raunar í heiminum öllum. Í aldir og árþúsund hafði ágangur manna orðið til að útrýma stofnum fuglsins og hrekja hann á sífellt afskekktari slóðir. Fuglinn gat í raun aðeins þrif- ist á smáskerjum og eyjum sem voru nógu lágar til að hann kæmist upp á þær, en þó það torfærar að menn kæmust illa að. Dauðadómur tegundarinnar var í raun undirritaður þegar Geirfugla- sker sökk að mestu í eldsumbrotum árið 1830. Fuglarnir sem eftir voru hröktust þá til Eldeyjar, þar sem þeir síðustu voru drepnir og seldir náttúru- gripasöfnurum fáeinum árum síðar. En velta má því fyrir sér hvort stofninn hafi í raun átt sér viðreisnar von eftir slátranirnar 1813 og mögulega 1808 líka? Sjóræninginn Gilpin var ekki sama prúðmennið í samskiptum við dýr og menn. Sjórán og geirfugladráp Saga til næsta Stefán Pálsson skrifar um æsilega atburði úr Íslands- sögunni. …bæjarbúar Skemmtu Sér við danS með Sjó- ræningjunum ERTU LÖNGU HÆTT/UR AÐ REYKJA EN SITUR UPPI MEÐ SKEMMDIRNAR! Supreme Demantshúðslípun + Intraceuticals “Hollywood-meðferð” Fyrir Eftir Fyrir þá sem gera kröfur um gæði og árangur Jólagjöfin í ár Hlíðasmára 9 • Kópavogi • S. 893 0098 • snyrt@snyrt.is • www.snyrt.is Snyrtistofan Hafblik 1 1 . n ó v e m b e r 2 0 1 7 L A U G A r D A G U r38 H e L G i n ∙ F r É T T A b L A ð i ð 1 1 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :1 5 F B 1 2 8 s _ P 1 1 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 9 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E 3 1 -5 2 D 4 1 E 3 1 -5 1 9 8 1 E 3 1 -5 0 5 C 1 E 3 1 -4 F 2 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 1 2 8 s _ 1 0 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.