Peningamál - 01.11.2004, Side 17

Peningamál - 01.11.2004, Side 17
Fasteignamati ríkisins nam tólf mánaða hækkun fer- metraverðs íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu í október tæplega 14%. Mest hefur verð einbýlishúsa hækkað undanfarna mánuði, eða um rúmlega fimmt- ung á tólf mánuðum og um 6% á síðustu þremur mánuðum. Álykta má að þar gæti áhrifa húsnæðis- veðlána bankanna, en ólíkt lánum Íbúðalánasjóðs er ekkert hámark á þeim lánum annað en það sem teng- ist fullnægjandi veði og greiðslumati. Íbúðalán bank- anna auðvelda heimilunum að taka eigið fé út úr íbúðaeign sinni, því að ekki er gerð krafa um húsnæðisviðskipti. Því meira sem íbúðaverð hækkar því meira eigið fé geta heimilin tekið út. Að auki gætir auðsáhrifa en íbúðaverð og hlutabréfaverð hefur hækkað mikið á árinu, þótt bakslag hafi komið í hlutabréfaverð í október. Af framangreindu má ljóst vera að skilyrði til vaxtar einkaneyslu eru með besta móti um þessar mundir. Þótt verkfall kennara kunni að hafa dregið um tíma úr vextinum vega þeir þættir sem örva neysluna líklega þyngra og því ekki ástæða til að ætla að vöxtur einkaneyslu á síðari helmingi ársins 2004 verði til muna minni en á fyrri helmingi ársins. Í þessari spá er áætlað að vöxtur á árinu muni nema 7%. Horfur um mikinn áframhaldandi vöxt einkaneyslu á næstu tveimur árum Horft til næstu tveggja ára virðist einsýnt að einka- neysla muni halda áfram að aukast ört. Spáð er að einkaneysla vaxi um 9½% á næsta ári og um tæplega 7% árið 2006. Kemur þar margt til. Viðbrögð heimil- anna við íbúðaveðlánum bankanna hafa verið hröð og flest bendir til að þau muni halda áfram að endurfjár- magna skuldir sínar á næstu árum og lengja líftíma útistandandi skulda um leið. Greiðslubyrði útistand- andi lána mun því lækka umtalsvert. Heimilin munu því hafa meira fé til ráðstöfunar eftir vexti og afborg- anir en áður og að líkindum verja meginhluta þess til einkaneyslu. Mynd 19 Kaupmáttur launa og ráðstöfunartekna og útlán til einstaklinga Heimild: Hagstofa Ísland, Seðlabanki Íslands. Janúar 1997 - september 2004 1 2 3 4 1 2 3 4 1 2 3 4 1 2 3 4 1 2 3 4 1 2 3 4 1 2 3 4 1 2 3 4 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 0 4 8 12 16 20 24 -4 % Kaupmáttur launa Kaupmáttur ráðstöfunartekna Útlán lánakerfis til einstaklinga Eins og fram kemur í rammagrein 1 hafa orðið miklar breytingar á framboði húsnæðisveðlána á árinu. Ítarleg greining á efnahagslegum áhrifum fyrirhugaðra breyt- inga Íbúðalánasjóðs á lánsfjármögnun íbúðarhúsnæðis var unnin í Seðlabankanum sl. vor, og var tilefnið boðuð 90% lán sjóðsins samfara hækkun hámarks- lána.1 Þar var gert ráð fyrir að breytingarnar hefðu í för með sér hækkun hámarkslána úr 9,2 m.kr. fyrir notað húsnæði og 9,7 m.kr. fyrir nýtt í 15,4 m.kr., hækkun lánshlutfalls úr 65-70% í 90% af kaupverði (og úr 85% í 100% af brunabótamati), kröfu um að lán yrðu á fyrsta veðrétti og styttingu hámarkslána úr 40 árum í 30 ár. Ef beita á sömu aðferðafræði við mat á áhrifum lánatilboða bankanna þarf að gera ákveðnar breytingar. Ekki er um hámarkslán að ræða, þannig að þær skorður eru ekki fyrir hendi. Lán ná hins vegar upp í 80% af kaupverði (nema ef tekin eru 100% lán, en þá er um að ræða 25 m.kr. hámark). Bankalánin takmarkast þó einnig við 100% af brunabótamati (nema í 100% lánum, þar sem hægt er að fara ofar ef keypt er við- bótartrygging). Bankarnir gera kröfu um fyrsta veðrétt á þessum nýju lánum, en þau eru almennt í boði til 40 ára. Í skýrslu Seðlabankans vegna breytinga á lánsfjár- mögnun íbúðarhúsnæðis var reiknað með að meðal- lánstími styttist úr 34 árum í 29 ár. Hér er eðlilegt að halda honum óbreyttum, þar sem lán bankanna eru til 25 ára og 40 ára, rétt eins og lán Íbúðalánasjóðs hafa verið, en ekki til 30 ára eins og talið var að ný lán Íbúðalánasjóðs yrðu. Stytting lánstímans er aðhalds- aðgerð, þar sem hún verður að öðru óbreyttu til þess að auka greiðslubyrði og þar með draga úr einkaneyslu. Rammagrein 2 Áhrif nýrra húsnæðisveðlána bankanna á einkaneyslu 16 PENINGAMÁL 2004/4
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.