Peningamál - 01.11.2004, Page 24

Peningamál - 01.11.2004, Page 24
Hagvöxtur og framleiðsluspenna Í júní spáði Seðlabankinn að hagvöxtur yrði 4¼% á þessu ári. Hagvöxtur á fyrri helmingi ársins var tölu- vert meiri, eða 5½%. Miðað við nýjustu upplýsingar má ætla að hagvöxtur ársins í heild verði nokkuð í samræmi við þann vöxt og verði því rúmlega 1 pró- sentu meiri en gert var ráð fyrir í júní. Hér að framan hefur verið rakin spá bankans um vöxt þjóðarútgjalda og þróun utanríkisviðskipta. Gangi hún eftir verður hagvöxtur á næsta ári rúmlega 6%, sem er um 1½ prósentu meiri vöxtur en spáð var í júní. Á sama tíma er gert ráð fyrir að þjóðarútgjöld aukist um tæplega 11%, sem er rúmlega 3 prósentum meira en spáð var í júní. Þetta yrði jafnframt mesti hagvöxtur frá árinu 1987. Á árinu 2006 er því spáð að áfram verði kröftugur vöxtur í efnahagslífinu og að hagvöxtur verði tæplega 5% sem er tæplega ½ pró- sentu meiri hagvöxtur en spáð var í júní. Vöxtur þjóðarútgjalda er hins vegar hinn sami og þá var spáð. Útlit fyrir ört vaxandi spennu í þjóðarbúskapnum á næstu árum Ljóst er að hagvöxtur næstu tveggja ára verður langt umfram vöxt framleiðslugetu hagkerfisins. Miðað við endurmat á eftirspurn og framleiðslugetu þess undanfarin ár lækkar mat á framleiðsluspennu ársins 2001 niður í 1½% og slaki ársins 2002 er nú talinn um 1½% en sá slaki var horfinn þegar á sl. ári. Í ár fór hagvöxtur að nýju fram úr framleiðslu- getu. Að gefnum forsendum þjóðhagsspárinnar, m.a. um óbreytt gengi og óbreytta stýrivexti, stefnir í að á næstu árum verði veruleg framleiðsluspenna, eða tæplega 2% á þessu ári, tæplega 4% á næsta ári og u.þ.b. 5% árið 2006, sem er 1-3 prósentum meiri framleiðsluspenna en spáð var í júní sl. Ýmsar ástæður eru fyrir þessari miklu breytingu, t.d. lækkun langtímavaxta og greiðari aðgangur almennings að lánsfé sem hefur áhrif á bæði einkaneyslu og fjárfest- ingu, eins og áður er getið. Eftirspurn eftir húsnæði hefur aukist og þrýstir húsnæðisverði upp, sem aftur leiðir til meiri fjárfestingar í íbúðarhúsnæði. Aukinn húsnæðisauður, lægri vextir, rýmri veðhlutföll og auknir möguleikar til endurfjármögnunar og um leið aukin geta til að taka eigið fé út úr íbúðareign leiða til aukinnar einkaneyslu. Þá er tekið tillit til nýrra upplýsinga um stækkun á verksmiðju Norðuráls, og nú er reiknað með 122 þús. tonna stækkun, í stað 90 þús. tonna viðbótar sem áður var gert ráð fyrir. Að auki er gengi krónunnar hærra í þessari spá en í júní. Tilgangur þess að spá framleiðsluspennu til tveggja ára er að meta áhrif eftirspurnar á verðbólgu. Í ljósi mikilla framkvæmda á sama tíma og mun greiðari aðgangs almennings að lánsfé er jafn mikil framleiðsluspenna og hér er sýnd ekki ósennileg. Reyndar hefur spennan nokkrum sinnum áður mælst svipuð, t.d. tæplega 5½% árið 1980 og 4½% árið 1987. Verði aðhald við stjórnun efnahagsmála aukið frá því sem gert er ráð fyrir í spánni mun það draga úr framleiðsluspennu og þar með úr verðbólgu- þrýstingi. V Opinber fjármál Tekjur og gjöld ríkisins árið 2003 fóru verulega fram úr áætlunum Meiri almennar verðhækkanir og umsvif en gert var ráð fyrir í fjárlögum leiddu til mun meiri skatttekna á sl. ári en áætlað var í fjárlögum 2003. Samkvæmt þeim áttu skatttekjur að aukast um 3% milli ára, en niðurstaðan varð ríflega 8% aukning. Vaxtatekjur urðu hins vegar minni en áætlað var sem e.t.v. skýrist af nokkuð varfærinni bókun þeirra. Sala á því sem eftir stóð af eign ríkisins í Búnaðarbankanum og Aðalverktökum skilaði ríkissjóði jafnframt 12 ma.kr. umfram bókfært verð. Gjöld fóru einnig verulega fram úr upphaflegum fjárlögum, enda voru aukafjárveitingar ríflegar, þ.á m. á sérstökum fjáraukalögum í mars. Regluleg Mynd 30 1992 1994 1996 1998 2000 2002 2004 2006 0 1 2 3 4 5 6 -1 -2 -3 -4 -5 % af framleiðslugetu Framleiðsluspenna/framleiðsluslaki 1992-20061 1. Spá Seðlabanka Íslands fyrir árin 2004-2006. Heimild: Seðlabanki Íslands. PENINGAMÁL 2004/4 23
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.