Peningamál - 01.11.2004, Qupperneq 37

Peningamál - 01.11.2004, Qupperneq 37
launakostnaðar á framleidda einingu verði orðinn nokkru meiri en samrýmist verðbólgumarkmiðinu þegar á næsta ári. Meiri innflutt verðbólga til lengri tíma en gert var ráð fyrir í síðustu spá Eins og áður hefur komið fram er í spánni gengið út frá því að gengi krónunnar verði rúmlega 3% sterkara út spátímabilið en gert var ráð fyrir í júníspánni. Hærra gengi krónunnar mun vinna gegn innlendum verðbólguþrýstingi framan af spátímabilinu. Hins vegar er nú gert ráð fyrir nokkru meiri innfluttri verðbólgu en í júní, eins og vikið var að í Peninga- málum 2004/3. Meginástæða þess er hækkun heims- markaðsverðs eldsneytis. Í júníspánni var gert ráð fyrir að eldsneytisverð myndi hækka um rúmlega 17% í erlendri mynt að meðaltali á þessu ári og að hækk- unin gengi síðan að öllu leyti til baka á næstu tveimur árum, miðað við framvirkt eldsneytisverð. Eins og áður hefur komið fram hefur eldsneytisverð haldið áfram að hækka frá því í sumar og nú lítur út fyrir að hækkunin á þessu ári verði tæplega 28% í erlendri mynt. Framvirkt verð eldsneytis bendir jafnframt til þess að það verði að meðaltali rúmlega 9% hærra á næsta ári en í ár en lækki síðan lítillega árið 2006. Því er ljóst að horfur um þróun eldsneytisverðs hafa versnað verulega frá júníspánni. Horfur um verðþróun iðnaðarvöru og annarrar hrávöru en eldsneytis hafa einnig versnað frá því í júní þar sem vannýtt fram- leiðslugeta í heiminum virðist hverfa hraðar en þá var gert ráð fyrir. Einnig má ætla að álagning á innfluttar vörur aukist þegar innlend eftirspurn eykst eins hratt og spáð er. Aukin samkeppni og hagræðing á inn- lendum smásölumarkaði gæti þó hamlað gegn því. Miðað við óbreytt gengi krónunnar frá spádegi mun hækkun þess það sem af er þessu ári vega upp hækkun erlendrar verðbólgu fram á næsta ár. Verð innfluttrar neysluvöru í innlendri mynt mun því hækka heldur minna á þessu og næsta ári en í júní- spánni, eins og sjá má á mynd 47. Það er ekki fyrr en á árinu 2006 að innflutt verðbólga í innlendri mynt verður farin að hækka meira en gert var ráð fyrir í júníspánni. Spáóvissan er talin upp á við tvö ár fram í tímann Ævinlega ríkir veruleg óvissa um verðbólguhorfur. Líta ber á meginspána sem þá útkomu sem talin er líklegust miðað við óbreytta stýrivexti og gengi. Veruleg óvissa er t.d. um framvindu alþjóðlegra efna- hagsmála, og þá sérstaklega um þróun olíuverðs en ekki er tekin afstaða til þess hvort meiri líkur eru á hærra eða lægra verði en gengið er út frá í spánni. Töluverðar líkur eru á enn frekari stækkun álverk- smiðju Norðuráls en nú hefur verið tilkynnt. Jafnframt eru í athugun nokkrir aðrir stóriðju- og verksmiðju- kostir þótt þær hugmyndir séu skemmra á veg komnar. Verði af þessum framkvæmdum mun það hafa áhrif á þjóðarbúskapinn, þótt áhrifin á verðbólgu séu óviss. Gengi krónunnar gæti styrkst og dregið úr verðbólgu um hríð, en á móti kemur að efnahagsumsvif yrðu enn meiri en gert er ráð fyrir í spánni, sem myndi kynda enn frekar undir verðbólgu til lengri tíma litið. Vert er að gefa þeim óvissuþáttum sem taldir eru ósamhverfir sérstakan gaum. Tafla 6 sýnir yfirlit yfir helstu ósamhverfu áhættuþætti spárinnar. Mögulegt er að væntingar- og auðsáhrif mikillar hækkunar eignaverðs undanfarið og aukinnar samkeppni á inn- lendum lánamarkaði verði meiri en gert er ráð fyrir í spánni. Þá er nokkur hætta talin á að gengi krónunnar veikist þegar líða tekur á spátímabilið og ytra ójafn- vægis gætir í vaxandi mæli. Takist ekki að hemja verðbólguna tímanlega gæti einnig komið til endur- skoðunar á launalið kjarasamninga í nóvember 2005. Að lokum er nokkur hætta á að aðhald í útgjöldum hins opinbera verði minna á spátímabilinu en að er stefnt eða gengið er út frá í spánni, enda aðhalds- aðgerðir fremur almennt skilgreindar. Auk þess eru áhrif áformaðra skattalækkana á væntar framtíðar- tekjur fremur varfærnislega metnar og eftirspurnar- áhrif þeirra gætu orðið meiri. Mynd 47 Verðbólga og innflutningsverðlag í innlendri mynt 2002-2006 2002 2003 2004 2005 2006 0,0 2,0 4,0 6,0 -2,0 -4,0 -6,0 % Verðbólga 2004/4 (2004/2 í ljósari línu) Innflutningsverðlag í innlendri mynt 2004/4 (2004/2 í ljósari súlum) 36 PENINGAMÁL 2004/4
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.