Peningamál - 01.11.2004, Síða 46

Peningamál - 01.11.2004, Síða 46
styrkingar að undanförnu eru m.a. vaxtahækkanir Seðlabankans sem auka vaxtamun við útlönd, hlut- fallslega há ávöxtun á skuldabréfamarkaði hérlendis, tilkynningar um meiri framkvæmdir en áður hafði verið búist við, t.d. frekari stækkun Norðuráls, og einnig hafa verið nokkrar hræringar á eignarhaldi stórra fyrirtækja. Seðlabankinn keypti í einum við- skiptum 50 milljónir Bandaríkjadala af einum við- skiptavakanna hinn 4. nóvember. Mynd 2 sýnir þróun vísitölu gengisskráningar á þessu ári. ... en gjaldeyriskaup Seðlabankans munu minnka á næsta ári Frá byrjun september 2002 hefur Seðlabanki Íslands reglulega keypt gjaldeyri á innlendum gjaldeyris- markaði í þeim tilgangi einum að styrkja gjaldeyris- forðann, en erlend staða bankans hafði rýrnað verulega vegna inngripa hans á gjaldeyrismarkaði á árunum 2000 og 2001 og vegna þarfa ríkissjóðs fyrir gjaldeyri vegna greiðslna af erlendum lánum. Frá september 2002 og til næstu áramóta verður heildar- fjárhæð gjaldeyriskaupa um 75 ma.kr. og gjaldeyris- forðinn verður að líkindum um 70 ma.kr. um ára- mótin. Seðlabankinn telur ekki efni til að efla forðann frekar eins og sakir standa. Því hefur verið ákveðið að í byrjun árs 2005 verði hætt reglulegum gjald- eyriskaupum til eflingar gjaldeyrisforða bankans. Frá þeim tíma mun Seðlabankinn aðeins kaupa gjaldeyri á innlendum gjaldeyrismarkaði til að mæta þörfum ríkissjóðs vegna greiðslna af erlendum lánum. Í sam- ræmi við þetta mun bankinn á árinu 2005 kaupa 2,5 milljónir Bandaríkjadala einu sinni í viku á markaði. Seðlabankinn mun kaupa gjaldeyri fyrir hönd ríkissjóðs til að mæta endurgreiðslum á erlendum lánum umfram það sem rúmast innan þessara áforma og mun bankinn tilkynna viðskiptavökum á gjald- eyrismarkaði um tilhögun kaupanna með fyrirvara. Hlutabréfaverð féll ... Verð hlutabréfa hér á landi hefur hækkað nokkuð stöðugt frá október 2001 þegar tilkynnt var um fyrir- ætlanir um lækkun skatta á fyrirtæki. Það, ásamt viðsnúningi efnahagsástands og margvíslegri hag- ræðingu leiddi til mikillar hækkunar hlutabréfaverðs. Á þessu ári leiddu fjármálafyrirtæki hækkunina og um nokkurt skeið var hækkunin 100% yfir liðna tólf mánuði. Mikil innbyrðis tengsl tiltekinna fyrirtækja höfðu einnig áhrif á verð. Í byrjun þessa árs var úrvalsvísitala Kauphallarinnar við gildið 2.100 en var rétt undir 4.000 í byrjun október. Um 20. október hófst hins vegar lækkunarhrina sem stóð í 10 við- skiptadaga og lækkaði úrvalsvísitalan um rúmlega 16% á þessu tímabili. Mest varð dagslækkunin 26. október, 4,23%, en þann dag var birt skýrsla Sam- keppnisstofnunar um meint verðsamráð olíufélag- anna og sektarákvörðun og átti það vafalítið þátt í því hversu snörp þessi hrina varð. ... en rétti síðan nokkuð við Hlutabréfaverðið tók að hækka á ný 3. nóvember og hækkaði úrvalsvísitalan um samtals 9,5% næstu fjóra viðskiptadaga en flöktir nú við gildið 3.400. Ýmsar jákvæðar fréttir af rekstri fyrirtækja, sókn á erlendan markað og auknar stóriðjuframkvæmdir áttu sjálfsagt sinn þátt í að lækkunin varð ekki meiri. Mynd 3 sýnir þróun úrvalsvísitölu Kauphallar Íslands frá árinu 1998. Lausafjárstaða hefur verið rúm Lausafjárstaða bankanna hefur verið allrúm og teng- ist það að hluta reglulegum kaupum Seðlabankans á gjaldeyri og breytingu á bindiskyldu sem tók gildi í byrjun ársins. Að stærstum hluta vó þó lækkun end- urhverfra viðskipta Seðlabankans á móti áhrifum gjaldeyriskaupanna og lækkunar bindiskyldunnar (sjá rammagrein 1 um áhrif reglubreytinga og mark- aðsaðgerða Seðlabankans á laust fé). Til að vega upp á móti þessu hefur bankinn boðið innstæðubréf nær vikulega á þessu ári. Eins og sjá má á mynd 4 hefur verið allnokkur eftirspurn eftir þessu viðskiptaformi. Endurhverf viðskipti hafa verið töluverð eins og sjá Mynd 3 Heimild: Kauphöll Íslands. Úrvalsvísitala hlutabréfa í Kauphöll Íslands Daglegar tölur 5. janúar 1998 - 19. nóvember 2004 31. des. 1997 = 100 4.000 3.000 2.500 2.000 1.500 1.000 3.500 500 | | | | | | 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 PENINGAMÁL 2004/4 45
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.