Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1997, Page 115

Breiðfirðingur - 01.04.1997, Page 115
HORNBJARGSVITI OG HIMINHVOLFIÐ 113 húsnæði, máttir hafa skepnur og túnblett til öflunar heys. Þú máttir róa til fiskjar, ef það var mögulegt, og þú fékkst fría flutninga, ef eitthvað var til að flytja. A seinni árum smáþókn- un fyrir viðhaldsvinnu, ef hennar var þörf. Eitthvað var farið að örla á smá peningagreiðslu, er var áætluð vegna skóla- göngu barna. Aðstoðarmanneskja var ekki til í dæminu. Orlof var ekki til. Ég mun fyrsti vitavörðurinn, er hóf launabaráttu fyrir þá, eru sáu um meira en ljósvitann einan. Arið 1966 samdi ég greinargerð um störf þeirra, vinnutíma og væntanlegar launa- kröfur. Sendi ég hana til vitavarða, BSRB, ráðuneytisstjóra samgöngumála og svo vitamálastjóra. Enginn óskaði eftir við- tali. Sendi aðra endurbætta; fékk þá aðeins svör frá þremur vitavörðum. Sumarið 1966 skellti ég mér suður. Vitamálstjóri gaf engan kost á viðræðum og skipaði mér að koma mér norð- ur. Ekkert jákvætt frá BSRB. Vitaskipið Árvakur lá við bryggju ferðbúið norður. Ég átti því lítinn kost annan en koma mér um borð. Sem betur fór varð veðurspáin það ljót, að Guðni skipstjóri taldi ekki fært að leggja í hann. Fyrr um daginn hafði ég hitt Indriða G. Þor- steinsson þá ritstjóra Tímans og skýrt honum frá í hverju ég stæði og hversu brösulegt þetta væri. Um kvöldið kom hann um borð í Árvakur og bað mig að koma til viðtals daginn eftir. í þessu viðtali fullyrti ég, að laun vitavarðarins á Reykja- nesi væri það smánarleg að fyrir þau fengi hann ekki nægjan- legan mat fyrir sinn stóra barnahóp, en á sama tíma kastaði ráðuneytið tveimur milljónum til byggingar fjóss og hlöðu fyrir hreppstjórann og vitavörðinn á Garðskagavita, er aug- sjáanlega væri í náðinni. Tíminn var varla kominn út, þegar mér bárust ströng fyrirmæli frá ráðuneytisstjóra að koma til viðtals. Þegar þangað kom var stjóri ekki frýnilegur og heimt- aði að ég segði sér hver hefði sagt sér þetta. Svar mitt var þannig, að hann gat raunar lítið sagt. Ég sagði: Það vita þetta allir. Ég komst að því síðar, að þessi fjárveiting til Garðskaga var utan fjárlaga og varð því að fara leynt. Og nú stóð ekki á jákvæðum viðbrögðum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.