Litli Bergþór - 01.07.2014, Qupperneq 3

Litli Bergþór - 01.07.2014, Qupperneq 3
Litli-Bergþór 3 Ritstjórnargrein Í þessu blaði Litla-Bergþórs er nokkuð fjallað um Laugarás. Athygli vekur hvað íbúum þar hefur fækkað á síðastliðnum árum. Nú er svo komið að allt bendir til að eftir eitt ár verði einungis einn grunnskólanemi frá Laugarási í skólabílnum. Þessi þróun er ekkert einsdæmi og er fækkun íbúa í dreifbýli almennt áhyggjuefni eins og heyra mátti í ræðu forsætisráðherra á þjóðhátíðardaginn. Leiðari Bændablaðsins frá 20. júní sl. tekur þetta líka fyrir og þar er bent á ýmislegt sem hægt væri að gera til hagsbóta fyrir dreifbýlið. Því er haldið fram að búseta í dreifbýli sé áhugaverð og hafi marga kosti, auk þjóðhagslegs hagræðis af því að byggja allt landið. En allar kröfur til úrbóta virðast vera á hendur stjórnvöldum, svo sem betri vegir, aukin uppbygging á opinberri þjónustu o.s.frv. o.s.frv. Er það virkilega svo að við getum ekkert gert sjálf til að bæta vorn hag? Þurfum við alltaf að kalla á hjálp frá öðrum? Er það ekki undir okkur sjálfum komið að bæta úr því sem við getum? Getur verið að stærri einingar séu betri til að takast á við nauðsynlega uppbyggingu á sveitarstjórnarstiginu? Getur verið að börnum líði betur í ögn stærri skólum þar sem 10 til 15 eru í bekk? Það er ef til vill ekki óskastaða allra að vera eitt til tvö saman í bekk allan grunnskólann. Getur verið að hluti af vandamálinu sé þröngsýni, hræðsla við breytingar og von um að þetta bjargist með tímanum? Sagt er „Góðir hlutir gerast hægt“, það er bara að vona að ekki verði allir farnir annað þegar góðu hlutirnir gerast. Við dreifbýlisbúar sem verðum að hafa þor og kjark til að takast á við þær breytingar sem eru í gangi, gera ekki bara kröfur á aðra heldur gera kröfur á okkur sjálf til að bæta búsetu og mannlíf á okkar svæði. PS Ég gæti nú bjargað þessu með fækkunina, ef vel stendur á hjá mér! Facebook Ritstjórn vill benda lesendum Litla-Bergþórs á Facebook síðu blaðsins. Gaman væri ef fólk rifjaði upp gamlar sögur úr sveitinni - setti inn gamlar (og nýjar) myndir með skýringum á við hvaða tilefni þær eru teknar og hverjir eru á þeim. Kannski verður til grein í Litla-Bergþóri úr svona innleggi á síðuna. Kveðja, ritstjórn Litla-Bergþórs.

x

Litli Bergþór

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.