Litli Bergþór - 01.07.2014, Qupperneq 4

Litli Bergþór - 01.07.2014, Qupperneq 4
4 Litli-Bergþór Formannspistill Þá er sumarið gengið í garð og byrjar vel hvað veður varðar, allavega enn sem komið er. Gott er að nýta þessa góðviðrisdaga til útiveru því varla þarf að taka fram hvað útivera og hreyfing hefur góð áhrif á alla. Nú á dögum kemur maður varla á þann stað þar sem ekki er tölva eða snjallsími uppi við. Tími og einbeiting sem fer í þessi tæki eykst með hverjum deginum og margir verða háðir þeim. Ef börnin sjá að fullorðna fólkið getur ekki sleppt símanum úr hendinni eða tölvunni í smá stund, þá er nokkuð víst að þau feti í sömu spor. Því getur verið gott að hvíla tækin af og til. Þetta á bæði við um börn og ekki síst fullorðna. Þá er málið að vera frjó í hugsun og finna eitthvað skemmtilegt í staðinn fyrir tækin. Á 105 ára afmæli Ungmennafélags Biskupstungna sem var á síðasta ári, fékk Ungmennafélag Biskupstungna eina flottustu afmælisgjöf sem hægt er að hugsa sér. 100 ára saga félagsins er glæsilegt rit sem heldur mjög vel utan um sögu félagsins. Nú stendur til að fylgja þessu verkefni eftir og hefur Ungmennafélagið látið útbúa söguskilti sem setja á upp í sumar. Fyrir skömmu kom fyrsta söguskiltið upp við skógræktarreit félagsins við Faxa. Það skilti var samstarfsverkefni Ungmennafélags Biskupstungna, Bláskógabyggðar og Vina Tungnarétta. Á skiltinu eru upplýsingar um skógræktarreit Ungmennafélagsins, fossinn Faxa, Tungufljótið og Tungnaréttir bæði á íslensku og á ensku. Tvö skilti til viðbótar eru væntanleg í sumar. Annað þeirra mun koma nálægt íþróttamiðstöðinni í Reykholti og mun það segja stuttlega frá sögu Ungmennafélags Biskupstungna og hið síðara kemur til með að vera við Aratungu þar sem rakin verður saga félagsheimilisins. Smári Þorsteinsson.

x

Litli Bergþór

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.