Litli Bergþór - 01.07.2014, Side 6

Litli Bergþór - 01.07.2014, Side 6
6 Litli-Bergþór Undanfarin ár hefur vakið athygli mikil uppbygging og góð þjónusta í gistiskálum á Biskupstungnaafrétti og víðar. Hjónin Vilborg Guðmundsdóttir og Loftur Jónasson í Myrkholti í Biskupstungum og fyrirtæki þeirra Gljásteinn hafa komið mikið við þá sögu og langaði okkur að kynnast starfi þeirra nánar. Loftur og Vilborg búa í Myrkholti, jörð úr landi Kjóastaða, efst í Biskupstungum. Loftur er fæddur 1953 og uppalinn á Kjóastöðum, einn 16 barna Jónasar Ólafssonar og Sigríðar Gústafsdóttur á Kjóastöðum og því innfæddur Tungnamaður. Vilborg kom ung í Tungurnar en hún er fædd 1957 í Hafnarfirði og flutti fimm ára í Garðabæinn ásamt foreldrum sínum þeim Guðmundi Kristjáni Guðmundssyni sjómanni, sem nú er látinn, og Jóhönnu Sigríði Þorbjörnsdóttur, sem enn býr í Hafnarfirði. Vilborg kom í Gýgjarhólskot til Rönku og Jóns, öskuvorið 1970, þá á þrettánda ári og líkaði svo vel, að hún neitaði að fara heim, og hér er hún enn! Að vísu þurfti hún að fara suður í skóla fyrsta veturinn, en eftir það bjó hún í Gýgjarhólskoti og gekk í Reykholtsskóla. Það var einstaklega gott að vera í Kotinu segir hún, Jón þakkaði henni oft á kvöldin fyrir vel unnin verk og fátt er meira uppörvandi fyrir unglinga. Þá var Kalli gamli, faðir Jóns, líka lifandi og hann var alltaf léttur og stríðinn. Á þessum árum kynntust þau Loftur og byrjuðu sambúð fljótlega. En gefum Vilborgu og Lofti orðið: Við stofnuðum fyrirtækið Gljástein ehf. árið 2006 þegar við tókum að okkur hreingerningaþjónustu fyrir hreppinn, og vorið eftir tókum við einnig við þjónustu og rekstri sæluhúsanna á Biskupstungnaafrétti af hreppnum. Húsin sem við þjónustum eru: Árbúðir nálægt Hvítárvatni (með gistirými fyrir 32 manns), Gíslaskáli í Svartárbotnum á Kili (gistirými fyrir um 55 manns) og Fremstaver undir Bláfelli (gistirými fyrir 25 manns). Árbúðir voru byggðar upp af Biskupstungnahreppi árið 1992. Smíðin var boðin út og voru það Einar Páll Sigurðsson og Einar Tryggvason sem byggðu húsið. Gíslaskáli var byggður í sjálfboðavinnu af áhugafólki um skálann og vígður árið 2004. Upphaflega stóð skálinn nokkru sunnar við Kjalveg, en þar sem þar var ekkert vatn, var hann fluttur á núverandi stað og síðan byggt við hann. Árbúðir og Gíslaskáli eru nú í eigu Biskupstungnahrepps. Fremstaversskálinn var hins vegar byggður upp af Gistiskálaþjónusta á hálendinu Rætt við hjónin Vilborgu Guðmundsdóttur og Loft Jónasson í Myrkholti Vilborg og Loftur á leið heim úr réttum.

x

Litli Bergþór

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.