Litli Bergþór - 01.07.2014, Síða 16

Litli Bergþór - 01.07.2014, Síða 16
16 Litli-Bergþór leiddur upp brekkuna í húsið eftir þessari rás, sem grófst síðan út með árunum. Um tíma áttu þau Hveratúnshjón einnig kú sem bar nafnið Kusa og hest, sem fékk óhentugt uppeldi sem slíkur, en hét Jarpur. Guðný og Skúli eignuðust fimm börn, en þau eru: Elín Ásta (sjá Sólveigarstaðir) Sigrún Ingibjörg (f. 20.05. 1949), Páll Magnús (sjá Kvistholt), Benedikt (sjá Kirkjuholt) og Magnús (sjá neðar). Þar að auki flutti faðir Skúla, Magnús Jónsson (f. 05.11. 1888, d. 06.01. 1965) í Hveratún 1950. Það varð því ljóst þegar á leið 6. áratuginn að fjölskyldan myndi þurfa stærra húsnæði og því var hafist handa við að byggja. Með fæðingu síðasta barnsins taldi fjölskyldan átta manns. Það var flutt í nýja húsið, eða „nýja bæinn“ eins og húsið kallaðist til aðgreiningar frá „gamla bænum“, 1961. Gamli bærinn gegndi áfram hlutverki langt fram á 9. áratuginn, fyrst sem fyrsta húsaskjól fjölskyldna sem voru að flytja í Laugarás og þurftu afdrep meðan þær voru að byggja yfir sig, og síðar sem tímabundinn íverustaður barna Guðnýjar og Skúla, aðallega á sumrum. Þessar fjölskyldur bjuggu í gamla bænum í Hveratúni um lengri eða skemmri tíma: 1964-1967 Hörður Vignir Sigurðsson og Ingibjörg Bjarnadóttir sem stofnuðu Lyngás. 1967-1968 Óttar Guðmundsson og Gíslunn Jóhannsdóttir sem stofnuðu Teig. 1968-1971 Helgi Kúld og Guðrún Skúladóttir sem stofnuðu Asparlund. 1971-1975 Gunnar Tómasson og Elsa Marísdóttir sem keyptu Asparlund. Eftir að Gunnar og Elsa fluttu í nýtt íbúðarhús dvaldi hjúkrunarfræðingur við heilsugæslustöðina í húsinu ásamt tveim börnum skamma hríð. Eftir það var ekki föst búseta í húsinu. Hveratún. Gamli bærinn í Hveratúni.

x

Litli Bergþór

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.