Litli Bergþór - 01.07.2014, Qupperneq 19

Litli Bergþór - 01.07.2014, Qupperneq 19
Litli-Bergþór 19 því orti hann frumgerð Skálholtskvæðisins, sem flutt var í veizlu þáverandi kirkjumálaráðherra Bjarna Benediktssonar og Sigríðar Björnsdóttur, að ósk þeirra. Kvæðið var síðan birt í Lesbók. Nú hefur höfundur breytt kvæðinu, sleppt sumu en ort annað upp, og var það svo breytt flutt í Skálholtskirkju að tilhlutan biskups, herra Péturs Sigurgeirssonar, á tuttugu ára afmælishátíð kirkjunnar. Þessi endanlega gerð kvæðisins er birt hér, eins og höfundur hefur gengið frá henni og hún var flutt í Skálholtskirkju 24. júlí sl. [1983]“ Ljóðið Í Skálholtskirkju birtist í upphaflegri gerð í Lesbók Morgunblaðsins hinn 21. júlí 1963. Það var síðan gefið út sérprentað í 40 eintökum. Á nýársdag 1983 gaf Matthías mér eitt þessara 40 eintaka og hafði hann þá fært inn í það með eigin hendi breytingarnar sem hann lauk við að gera í nóvember 1982. Á tilblað skrifaði Matthías: „Nýársdag ´83 Þetta ljóð var fyrst lesið fyrir Bjarna, Sigríði og Hönnu [konu Matthíasar] í júlí ´63 á svölunum á ráðherrabústaðnum á Þingvöllum. Síðar flutt yfir gestum á Skálholtshátíðinni í hófi í Sjálfstæðishúsinu – að frumkvæði Bjarna sem þá var dóms- og kirkjumálaráðherra – svo breytt nýársgjöf til Rutar og Björns Bjarnasonar, með vinarkveðju, Matthías.“ Að ég ætti þessa dýrmætu vinargjöf rifjaðist upp fyrir mér á sérkennilegan hátt í tilefni af 50 ára afmæli Skálholtsdómkirkju. Séra Kristján Valur hafði beðið Gunnar vin minn Eyjólfsson að flytja ljóðið sunnudaginn 21. júlí 2013. Síðdegis mánudaginn 8. júlí hringdi Gunnar í mig og sagðist hafa reynt að ná í Matthías en ekki tekist, hann þyrfti að fá endanlega útgáfu af ljóðinu sem hann ætti að flytja, hvort ég gæti aðstoðað sig við að ná í Matthías eða hvort ég gæti útvegað sér endanlega gerð ljóðsins. Beiðnin kom flatt upp á mig og sagði ég ekki vita hvað ég gæti gert, ekki væri alltaf auðvelt að ná í Matthías. Þá var eins og rödd hvíslaði að mér og þar sem ég sat í gömlu skrifstofu föður míns rétti ég hendina aftur fyrir mig og dró út sérprentið góða, nýársgjöfina frá því fyrir 30 árum, en inn í litla heftið hafði ég lagt samanbrotna úrklippu úr Lesbókinni frá 27. ágúst 1983. Ég sagði Gunnari í símann að eftir 10 mínútur yrði ég hjá honum með ljóðið. Gunnar (87 ára) flutti ljóðið glæsilega á Skálholtshátíðinni – hefur það nú verið flutt þrisvar sinnum til heiðurs dómkirkjunni fögru. Árið 1963 þegar Matthías orti ljóðið og las það á svölum ráðherrabústaðarins á Þingvöllum var hann 33 ára. Björn Bjarnason. Skálholt. Ljósmyndari Guðmundur Ingólfsson á Iðu.

x

Litli Bergþór

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.