Skessuhorn


Skessuhorn - 10.06.1999, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 10.06.1999, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 1999 SBEáSIÍHöBí VIKUBLAÐ Á VESTURLANDI Akranes: Suðurgötu 65, 2. hæð. Sími: 431 4222. Fax: 431 2261. Netfang: skessa@aknet.is Borgames: Borgarbraut 57, 2. hæð. Sími: 437 2262. Fax: 437 2263. Netfang: skessuh@aknet.is Skrifstofur blaðsins eru opnar kl. 10-12 og 13-16 alla virka daga. Utgefandi: Skessuhorn ehf. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Gísli Einarsson, sími 852 4098 Blaðamaður: Kristján Kristjánsson, sími 892 4098 Auglýsingar: Guðrún Björk Friðriksdóttir, Borgarnesi sími 437 2262 Silja Allansdóttir, Akranesi, sími 697 4495 & 431 4222. Prófarkalestur: Ágústa Þorvaldsdóttir og fleiri. Hönnun og umbrot: Frétta- og útgáfuþjónustan. Prentun: ísafoldarprentsmiðja hf. Skessuhorn kemur út alla fimmtudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 16.00 á mánudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Blaðið er gefið út í 4.000 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 800 krónur með vsk. á mánuði. Verð í lausasölu er 200 krónur með vsk. Áskriftar- og auglýsingasími er 437 2262. Undanfarin misseri hef ég verið stöðugur og varla slagað svo heitið geti nema ef vera skildi undir lok Þorrablóts. Eg hef ver- ið laus við óstöðugar geðsveiflur og veðrabrigði. Ég hef sem sagt lifað í stöðugri ró og búið við meiri öryggistilfinningu en nokk- ur dömubindaffamleiðandi getur boðið upp á. Þetta er einfald- lega vegna þess að hann Davíð er stöðugt að segja mér að hér á landi ríki stöðugleiki. Þrátt fyrir stöðugan sannfæringarkraft Davíðs verð ég að játa að annað veifið læðist að mér sá grunur að stöðugleikinn gildi ekki stöðugt. Ég þori auðvitað ekki að hafa hátt um þessar efa- semdir heldur reyni að bæla niður allar vafasamar hugrenning- ar. Samt veltir maður því fyrir sér hvort verðhækkanir á vegum ríkisins séu settar fram til að varðveita stöðugleika í efnahagslíf- inu. Vissulega bera þær vott um ákveðinn stöðugleika þar sem þeim hefur verið dembt yfir neytendur alveg ótrúlega stöðugt að undanförnu. Ég verð nú reyndar að hæla mér af því að ég hef til að bera heldur meira stöðuglyndi heldur en Davíð því ég kippi mér ekki upp við það þótt tryggingaiðgjöldin hækki dulítið. Ég trúi því náttúrulega og treysti að á meðan Davíð segir að það ríki stöð- ugleiki þá sé mér óhætt og geti því verið ótryggður. Ég mögla svo sem heldur ekki þótt bensínlekinn hækki um nokkra aura. Það ríkir stöðugleiki þannig að ég treysti því að mín trausta og trygga eðalbifreið minnki eyðsluna sem því nemur, enda um al- veg ótrúlega stöðuga bifreið að ræða, jafhvel þótt konan sitji undir stýri. Ég get líka sætt mig við það þótt rafmagnið hækki. Það er auðvelt að gæta stöðugleika á þeim vettvangi og minnka rafmagnseyðsluna og ljósanotkun með því að sofa örlítið lengur frameftir, hægja á gangráðnum og henda sjónvarpinu. Það var ekki fyrr en þeir hækkuðu bjórinn að ég fór að verða svolítið óstöðugur í geði. Sem atvinnurekandi hef ég reynt að sætta mig við allar hækk- anir og forðast að láta þær bitna á mínum viðskiptavinum. I nafni stöðugleika greiði ég hærri raforkukostnað, hærri trygg- ingaiðgjöld, hærra verð fyrir bensínið, hærri laun til starfsfólks og jafiivel ráðið hærra starfsfólk en gengur og gerist. Það er hinsvegar deginum ljósara að verðhækkun á bjór er ekki sett ffam í öðrum tilgangi en þeim að leggja stein í götu héraðs- fféttablaða og annarra fjölmiðla og drepa niður alla frjóa hugs- un í þessu landi. Ég skal vissulega trúa hverju sem er og hvenær sem er, bara ef Davíð segir það. Samt sem áður hlýtur það að orka tvímælis þeg- ar ríkisvaldið ætlast til að allir trúi því að hér ríki stöðugleiki en er á sama tíma ekki tilbúið til að taka þátt í þessum sama stöð- ugleika. Þetta er kannski við hæfi á þúsund ára affnæli kristnitök- unnar hér á landi, því ef ég man rétt þá voru þess dæmi að menn trúðu á Guð almáttugan en þegar í harðbakkann sló kvöddu þeir til Oðin og Þór. Gísli Einarsson, stöðugur Undirritun samnings Samvinnuháskólans á Bifröst og Manitobaháskóla. Ev. Timothy Samson forseti Iceland-Canada Foundation, Jónas Guómundsson rektor Samvinnuhá- skólatis, Svavar Gestsson aóalræóismaSur Islands í Kanada, Terrence Hogan, setturfor- seti vióskiptadeildar Manitobaháskóla ogjames Gardner varaforseti Manitobaháskóla. Samvinnuháskólinn semur við Manitobaháskóla Samvinnuháskólinn á Bifröst hefur gert samstarfssamning við Manitobaháskóla í Kanada. Var samningurinn nýlega undirritaður í Winnipeg, að viðstöddum fulltrúa Vesturíslendinga og Svavari Gests- syni, aðalræðismanni Islands í Kanada. I samningnum er kveðið á um skipti á nemendum og kennur- um á milli skólanna. Gert er ráð fyrir að allt að þrír nemendur fari ffá hvorum skóla á hverju ári til námsvalar í samstarfsskólanum í 3- 5 mánuði í senn. Nemendaskiptin hefjast haustið 2000 og munu þau njóta stuðnings íslenska samfélags- ins í Kanada. Þetta er fyrsti sam- ningurinn sem Samvinnuháskólinn gerir við háskóla í Norður-Amer- íku, en skólinn hefur verið í sam- starfi við nokkra evrópska háskóla. YS Hulda Vilmundardóttir tekur við viðurkennijigu frá Siglingamálastoftun jyrir hötid út- gerðar Sóleyjar. Mynd: Rósant Egilsson Viðurkenning frá Siglingamálastofhun Sóley til fyrirmyndar Siglingamálastofiiun hefur und- anfarin ár veitt viðurkenningar á sjómannadaginn þeim skipum sem skara fram úr varðandi öryggismál og góða umgengni. Eitt skip af Vesturlandi fékk slíka viðurkenn- ingu að þessu sinni, Sóley SH 24 ffá Grundarfirði sem gerð er út af Zoffaníasi Cesilssyni hf. I fréttatilkynningu ffá Siglinga- málastofhun segir að viðurkenn- ingunni sé ætlað að vera hvaming fyrir áhöfn og eigendur skipa til að halda vöku sinni gagnvart öryggis- málum og góðri umgengni. G.E. Hraði á Nesinu Svo virðist sem margir ferða- langar hafi verið óþreyjufullir að komast á Snæfellsnesið um síðustu helgi því lögreglan á Nesinu stöð- vaði um fjörutíu ökumenn fyrir of hraðann akstur frá föstudegi til sunnudags. Lögreglan hefur verið með hraðamælingar á sunnanverðu nes- inu um hverja helgi að undanförnu og að sögn Adolfs Steinssonar lög- reglumanns í Ólafsvík hefur skammturinn verið milli tíu og tuttugu bílar yfir helgina en um síðustu helgi virðist mönnum hafa legið óvenju mikið á. Sjálfsagt þyk- ir Snæfellingum ekki skrýtið þótt ökumenn geti ekki hamið sig á leiðinni á Nesið. G.E. Ólafsvík Datt á vélhjóli Ungur maður datt á vélhjóli í Olafsvík aðfaranótf síðastlið- ins sunnudags. Maðurinn slas- aðist allmikið og liggur á sjúkrahúsi. Meiðsiin vöru á öxl og í andhti og einnig lék grunur á innvortis meiðslum. Að sögn lögreglunnar í Ólafsvík leikur grunur á að um ölvunarakstur hafi verið að ræða. G.E. Sjávargarður- Ínn í skoðun Hugmyndir um sjávardýra- garð á Akranesi eru enn uppi á borðinu og nefnd undir for- ystu Guðbjarts Hannessonar hefur fjallað um möguleika á stofnun þessa umfángsmikla safiis. A síðasta fundi bæjar- ráðs var samþykkt að óska eft- ir fundi með ráðhérrum og þingmönnum í haust og skoða stöðu málsins að því loknu. G.E. Vatnaheiðin í meira mat Eins og sagt var frá í síðasta tölublaði Skessuhorns hefur fyrirhugaðri vegalagningu yfir Vamaheiði á Snæfellsnesi ver- ið mótmælt, Skipulagsstofnun hefur nú úrskurðað að ráðist skuli í frekara mat á umhverf- isáhrifum vegna vegalagning- arinnar. G.E. Veitingahús- inu Langa- sandi lokað I síðustu viku var veitinga- husinu Langasandi á Akranesi lokað. Samkvæmt upplýsing- um Skessuhóms hefur eigandi veitingahússins óskað eftir gjaldþrotaskiptum. Að jafhaði hafa milli 6 og 8 manns verið í föstu starfí hjá veitingahúsinu og er þetta í annað sinn með skömmu millibili sem hópur fólks missir vinnuna á Akra- nesi. Skemmst er að minnast uppsagna hjá Sjóklæðagerð- inni 66°N. Húseignin þar: sem veit- ingareksturinn var til húsa var boðin upp í liðinni viku og í kjölfarið var rekstrinum hætt. Abyrgðasjóður launa sér til þess að starfsmenn fái sín laun þánn uppsagnarffest sem lög segja til um. K.K ÓIi Jón í Hólminn Óli Jón Gunnarsson fyrr- verandi bæjarstjóri í Borgar- byggð hefur verið ráðinn til hitaveitunnar í Stykkishólmi í tímabundin verkefni. ÓIi Jón hefur eftirlit með fram- kvæmdum við hitaveimna og annast m.a. upplýsingamiðlun til íbúa. G.E.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.