Skessuhorn


Skessuhorn - 10.06.1999, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 10.06.1999, Blaðsíða 10
I' Aý’tf' J* VlMo 10 vvLl'úZVÚ rb ; V:1 -v-' ■. V ' i ' V -'l iN FIMMTUDAGUR 10.JÚNÍ 1999 ^ficssunu^ Hverjir eru mennimir? Ef einhver þekkir þessa snáða vinsamlegast hafið samband við Jón- ínu Guðmundsdóttur í síma 431 4131. Nýsýningí Snorrastofa Sunnudaginn 13. júní kl. 14 verður formlega opnuð í Snorra- stofu í Reykholti sýningin „I skuggsjá nútímans“. Meginþemað er margvísleg úrvinnsla úr fornum menningararfi Islendinga. Verður sjónum beint að ýmsum formum þessarar úrvinnslu, þó einna helst útgáfustarfsemi og rannsóknum í handritafræði, bókmenntaffæði og fornleifaffæði. Sýningin er sett upp í samvinnu við Stofnun Arna Magnússonar á Islandi, Þjóðminja- safnið og Safnahúsið í Borgarnesi. Borgfirðingnum Jóni Helgasyni frá Rauðsgili, prófessor í Kaup- mannahöfn, verður tileinkaður sér- stakur sýningarhluti, sem unnin er í náinni samvinnu við Arnastoffiun. Ennfremur verður aldarafmælis Jóns minnst með veglegri dagskrá í Reykholti þann 26. júní n.k. I öðrum sýningarhluta verður fornleifarannsóknum í Reykholti gerð skil í máli og myndum fyrir ferðamenn og aðra sem áhuga hafa á ffamvindu mála og uppgröfturinn tengdur heildarþema sýningarinn- ar. Undirbúningur þessa þáttar var unninn í samvinnu við Þjóðminja- safn Islands. Sýning af þessari gerð er nýjung á Islandi auk þess sem sjálfar fornleifarannsóknirnar eru í anda nýrra strauma í rannsóknum. I Reykholti er markmiðið að víkka út fornleifarannsóknimar og gera þær að fjölfaglegri rannsókn og afla þannig nýrrar vitneskju, ekki síst um 13. öldina. Fyrirhugað er að tefla saman rannsóknum á staðnum á sviði fornleifafræði, sagnfræði, bókmenntafræði, handritafræði og náttúmvísinda í því skyni að sögu byggðar á staðnum megi skoða í nýju ljósi og í víðara samhengi en áður. Nokkrar útgáfur af verkum Snorra Smrlusonar verða til sýnis, þ.e. Heimskringla, Snorra-Edda og Egla. Safnahús Borgarfjarðar hefur á undanförnum ámm komið sér upp góðu safni af fágætum útgáfúm á þeim fomsögum, sem tengjast Borgarfirði, og hafa nokkrar þeirra verið fengnar að láni til sýningar- innar. Þá verður eitt sýningarpúlt tileinkað þeirri merku og veglegu gjöf er Snorrastofu barst nýlega, þ.e. bókasafni dr. Jakobs Benedikts- sonar. Síðast en ekki síst verða til sýnis bækur, sem gefnar vora ffá Háskólanum í Gautaborg í tilefni sýningarinnar. Ferðaþjónustan Heimskringla annast vörslu sýningarinnar. Hún er opin ffá kl. 10 til 18 alla daga vikunnar yfir sumarmánuðina og eftir samkomulagi á vetram. Að- gangseyrir er 300 kr. Akraneskaupstaður - skólaskrifstofa Gangaverðir óskast Við Grundaskóla eru lausar stöður tveggja gangavarða. Ráðningartími erfrá lokum ágústmánaðar til eins árs a.m.k. Grundaskóli er reyklaus vinnustaður. Launakjör skv. kjarasamningi STAK og Akraneskaupstaðar. Umsóknarfrestur er til 18. júní n.k. Umsóknareyðublöð eru á bæjarskrifstofu. Nánari upplýsingar veitir Guðbjartur Hannesson skólastjóri í síma 431-2811. Menningar- og skólafulltrúi Bylgjulestin á Vesturlandi Hemmi í Borgamesi og Hólminum Hin geysivinsæla Bylgjulest er nú komin á skrið annað árið í röð og rennur áffam hringinn um landið og stendur fyrir fjöl- skylduskemmtunum á hinum og þessum stöðum um hverja helgi í sumar. Skessuhom ræddi við lestarstjórann, Hermann Gunn- arsson, en lestin verður einmitt í Borgamesi um næstu helgi. „Það er gaman að segja frá því að við verðum á tveimur stöðum á Vesturlandi í sumar, í Borgarnesi og Stykkishólmi en í fyrrasumar urðu Vesdendingar út undan hjá okkur,“ sagði Hermann. „Við byrj- uðum í Vestmannaeyjum um síð- ustu helgi og þar fengum við 3000 gesti í sól og sumaryl og það er óhætt að segja að það hafi verið allsherjargleði og sæluvíma enda ábyrgjumst við að allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi í þeirri fjöl- breyttu dagskrá sem við bjóðum upp á. Næsta stopp verður síðan í Borgarnesi á laugardag og þar á eftir er það Stykkishólmur.“ Að sögn Hermanns er boðið upp á dagskrá sem hentar allri fjöl- skyldunni ffá kornabörnum og upp úr. „Við eram með stanslausa dag- skrá í fimm klukkutíma og aldrei slakað á. Með okkur í för er ein allra vinsælasta hljómsveit landsins, Skítamórall og þeir slá upp tónleik- um, Laddi sýnir nokkur af sínum þúsund andlitum og galdrakarlinn Pétur pókus töfrar alla upp úr skónum. Við veljum sumarstúlku Séð og heyrt og Bylgjunnar á hverjum stað og höldum und- ankeppnir í elstu íþróttagrein Is- lendinga, sjómanni. Þá fáum við til Hinn sívinsœli Hemmi Gunn liðs við okkur skemmtikrafta úr hverju byggðarlagi fyrir sig. A staðnum verða einnig leiktæki af öllum stærðum og gerðum fyrir krakkana og ekki má heldur gleyma stórmeistarafjölteflinu. Helgi Olafsson skáksnillingur teflir fjöl- tefli við alla sem vilja, þessvegna heilu fjölskyldumar ef því er að skipta. Styrktarfyrirtækin okkar kynna sína vöru og þjónustu á staðnum og fólk getur sleppt há- degismatnum því það verður nóg að bíta og brenna. Þegar dag- skránni lýkur á sviði taka kraffa- jömarnir við með Hálandaleikana þar sem kröftugustu karlar landsins og erlend tröll reyna krafta sína. Það er gaman að segja ffá því að strax á öðra ári lestarinnar eru sveitarfélög farin að hafa samband og biðja um að fá okkur á stað- inn,“sagði Hemmi að lokum. Dagskrá Bylgjulestarinnar hefst kl. 13.15 á Kaupfélagsplaninu í Borgarnesi og um kl. 16.00 hefjast Hálandaleikarnir á planinu við Hraðkaup. G.E. " d ■ J | t| : ■'í: ::::£ :vi: | Sigrún forstöthimaður Norska hússins við nokkur verka Kiistins Mynd: G.E. Þj óðsagnarmynd í Norska húsinu Síðastliðin laugardag var opnuð sýning á verkum Kristins Péturs- sonar listmálara. Á sýningunni era 12 raderingar sem allar bera heitið þjóðsagnarmynd. Verkin era í eigu ASÍ en það er Verkalýðsfélag Stykkishólms sem býður gesmm Norska hússins upp á sýninguna. Gjöf til Grundarfj arðarkirkju Á sjómannadaginn var Grandar- fjarðarkirkju færð höfðingleg gjöf, Biblía og eitt hundrað sálmabækur, til minningar um Zoffanías Cecils- son útgerðarmann sem lést í vor. Gefendur era Hulda Vilmundar- dóttir eiginkona Zoffamasar, böm þeirra, tengdabörn og barnabörn. G.E. Heycjarfrfiharcih Skráð á skinn I síðasta tölublaði Skessuhorns var á baksíðu fjallað um bókun Guðrúnar Fjeldsted bæjarfull- trúa í Borgarbyggð þar sem hún gerði athugasemd við úthlutun lóðar til KB. Haff var eftir Guð- steini Einarssyni kaupfélags- stjóra að bókunin væri fyrir neð- an beltisstað. Reyndur fúndarrit- ari á félagssvæði KB velti þessu fyrir sér og komst að þeirri nið- urstöðu að hafi verið bókað fyrir neðan beltisstað þá hlyti það að vera skráð á skinn. Annars vora hans hugleiðingar á þennan veg: Enginn nema Guðsteinn getur greinilega upplýst hvað Guðrún Fjeldsted færði í letur fyrir neðan beltisstað. Skorpulifur í skarkolanum Eins og komið hefúr ffam er skarkolastofninn í Faxaflóa sýkt- ur og er sagt að sýkmgin komi m.a. fram í lifur fisksins. Effir mikil heilabrot þykjast sérffæð- ingar Haffó vera búnir að kom- ast að því hver skýringin er en hún er einfaldlega sú að blessað- ur flatfiskurinn þjáist af skorpulifur. Það sem veldur er náttúrlega allur spírinn sem smyglarar henda við Garðskag- ann og berst þaðan með straum- um inn í Flóann.. Hjá rakaranum Maður nokkur stakk höfðinu inn fyrir dyrnar hjá Jónasi rakara og spurði „Hvað er langt þangað til ég get fengið klippingu?“ Jónas rakari leit í kringum sig og sagði „Um það bil tveir tímar,“ og maðurinn fór affur. Nokkrum dögum seinna kom þessi sami maður, stakk höfðinu inn fyrir dyrnar og spurði „Hvað er langt þangað til ég get fengið klippingu?" Jónas horfði um stof- una og sagði: „Um tveir tímar.“ Maðurinn fór.Vtku seinna kemur maðurinn í þriðja sinn, rekur höf- uðið inn um dyrnar og sagði „Hvað er langt þangað til ég get fengið klippingu?“ Jónas athugaði og sagði „um það bil einn og hálf- ur tími.“ Maðurinn fór. Jónas kallaði á vin sinn og sagði „Heyrðu, Guðmundur, eltu þennan mann og segðu mér hvert hann fer.“ Effir smá tíma kom Guðmundur aftur og hló hátt. Jónas spurði „Hvert fór hann, þessi náungi, efdr að hann var hérna?“ Guðmundur gerði hlé á hlátrinum og sagði „Heim til þín!“ Faðir og sonur Eitt kvöldið kom Magga að Jónasi þar sem hann stóð yfir vöggunni sem nýfæddur sonur þeirra svaf í. Hún passaði sig að láta ekki heyra í sér og fylgdist með honurn. Þama stóð hann og horfði á barnið og hún sá á andliti hans blöndu af ýmsum hughrifúm: vantrú, efa, fögnuð, undrun, hrifningu, tortryggni. Magga varð snortin af þessum djúpstæðu til- finningum eiginmannsins, og tár- vot smeygði hún handlegg sínum utan um hann. „Segðu mér hvað þú ert að hugsa,“ sagði hún blíð- lega. „Er þetta ekki fúrðulegt?“ sagði Jónas. „Eg bara skil ekki hvernig nokkur maður getur smíðað svona vöggu fyrir aðeins 12.850 krónur.“

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.