Skessuhorn


Skessuhorn - 10.06.1999, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 10.06.1999, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 10. JUNI 1999 Lítil ferðasaga firá Frakklandi Um skólaferðalag 10. bekkjar Grundaskóla í maí 1999 Upphaf Frakklandsferðarinnar má rekja til bréfs sem Grunda- skóla á Akranesi barst snemma árs 1998 og var ffá Islandsvinin- um Francois Scheefer. I bréfinu var hann að kanna áhuga nem- enda og kennara á ferð til Frakk- lands. Francois Scheefer hefur undanfarin ár komið á nemenda- skiptum skóla í Frakklandi og á Islandi og hafa um 2500 ung- menni farið ffam og til baka yfir Atlantshafið og áfram heldur hann ótrauður. Hann starfar nú hjá Samvinnuferðum-Landsýn og átti drjúgan þátt í skipulagn- ingu ferðarinnar fyrir hönd ferðaskrifstofunnar. Vorið 1998 var síðan ákveðið að stefna að ferðinni. Upphófust nú mikil bréfaskipti milli kennara Grundaskóla og College de Fontaine í bænum Thouarcé í Loirehéraði í Frakklandi. Nemend- ur hófu síðan um haustið bréfa- skipti við nemendur franska skólans og átti hver nemandi því franskan pennavin. Skipuð var fimm manna nefnd foreldra, sem ásamt kennur- um 10. bekkjar, skyldi sjá um fjár- öflun. Framundan var ár með tombólum, blaðaútburði, flóamark- aði, kaffisölu, klósettpappírssölu, bingói, kleinubakstri o.fl. o.fl. Nemendur, kennarar og foreldrar lögðust á eitt svo að af ferðinni gæti orðið. Nemendur afsöluðu sér skíðaferðum og fengu í staðinn peninga í ferðasjóð. Foreldrar sáu um áramótabrennu. Brauðsala ung- lingadeildar var tekin til gagngerar endurskoðunar. Með mikilli hag- ræðingu og undir eftirliti kennara skilaði brauðsalan umtalsverðu fé í ferðasjóðinn, án verðhækkunar. Þegar nær dró vorinu var svo orðið Ijóst að sjóðurinn myndi duga. Kennarar 10. bekkjar lögðu mikla vinnu í fjáröflun og skipu- lagningu ferðarinnar og verður þeirra framlag seint ofmetið. Sam- ræmdu prófin nálguðust og Frakk- landsferðin sömuleiðis. Mánudaginn 10. maí hittist síðan hópurinn fyrir utan Grundaskóla kl. 04.00 að morgni.. Voru þetta 44 nemendur ásamt 6 fararstjórum þeim Flosa Einarssyni, Rósu Ein- arsdóttur og Sigurði Arnari Sig- urðssyni úr hópi kennara og undir- rimðum úr hópi foreldra. Eftir 3ja klst flug var síðan lent á Charles de Gaulle flugvellinum við París. Fyr- ir utan flugstöðvarbygginguna beið okkar rúta og bílstjóri, sem var glaðlegur Frakki með mikið yfir- skegg. Bíllinn var firá fyrirtækinu „Perrin“ og bílstjórinn því umsvifa- laust kallaður „perrinn" upp á „ís- lensku." Þótti karlkynsnemendum hann vera mjög svalur (,,cool“) en kvenkynsnemendur höfðu á orði að hann væri algjört rassgat. Varð þessi elskulegi Frakki einkabílstjóri okkar í allri ferðinni, til mikilla þæginda. Hófst nú 5 klst. rútuferð með stefnu á borgina Angers, sem er stærsta borg héraðsins, um 30 kíló- metra frá Thouarcé. Um kl. 19.00 var komið í áfangastað. Upphófst nú mikil taugaspenna er nemendur vorir sáu sína ffönsku pennavini og fjölskyldur þeirra standa og bíða eftir þeim. Aðeins einn Islendingur dvaldi hjá hverri fjölskyldu og því varð að duga eða drepast. Aðeins töluð franska og mismikil enska á heimilunum. Fullorðna fólkinu var sömuleiðis dreift á heimili kennar- anna. Smávegis vandræði urðu þeg- ar í ljós kom að Frakkarnir höfðu rangtúlkað bréfin frá Islandi og talið nafnið Flosi vera kvenkyns en það vandamál leystist þó snarlega.. Næsta morgun hittist hópurinn á ný. Urðu nú lífleg skoðanaskipti milli nemenda innbyrðis sem og fararstjórnar um reynslu fyrsta kvöldsins. Sú reynsla var mjög mis- munandi og fólk misánægt eins og gengur. Eftir stutta skoðunarferð um skólann var farið í ökuferð og skoðað franskt „slott“, - Chateau de Fesles, þ.e. vínbúgarður en Loire- héraðið er með þekktari víngerðar- svæðum Frakklands. Þá var haldið til bæjarstjóra Thouarcé sem tók á móti okkur og hélt smá ræðustúf. Síðan var matur í mötuneyti „okk- ar“ skóla. Eftir hádegið voru skoð- aðir manngerðir hellar, í rauninni hálfgert þorp neðanjarðar, sem búið var í ffarn á þessa öld. Aftur var haldið í skólann og hver fór til sinn- ar fjölskyldu. Daginn eftir, miðvikudaginn 12. maí hittust menn á ný og var nú komið heldur betra hljóð í strokk- inn. Tjáskiptin höfðu gengið mun betur og ekki laust við að sumum þætti þetta orðið meira gaman en erfitt. Aftur var sest upp í rútu og nú skoðaður Brissackastali, stór og mikill kastali, þar sem sama ættin hefur búið í mörg hundruð ár. Síð- asti ættarhöfðinginn tók á móti okkur og leiddi okkur um bygging- una með öllum sínum borðsölum, svefnsölum og danssölum. Hann ffæddi okkur á því að erfðir væru aðeins í karllegg og vöktu þær upp- lýsingar litla hrifningu kvenþjóðar- innar. Hægt er að fá að gista í kast- alanum, í himinsæng, en kostar skildinginn. Eftir hádegið fór hver nemandi til sinnar fjölskyldu og var ýmislegt gert þeim til dundurs. Far- ið var með okkur gamla fólkið til Angers, fyrst út að borða og síðan var okkur sýndur annar kastali. Við hittum nokkur af okkar íslensku ungmennum í miðborginni þar sem þau voru í verslunarferð með „for- eldrum“ sínum. Daginn eftir var farið í skemmti- garðinn Puy du Fou. Þetta er stór garður, gerður í miðaldastíl, með handverksmönnum af ýmsu tagi, listafólki, fuglatemjurum, töfra- mönnum og dýrum. Alls konar sýn- ingar eru þarna settar á svið, þar á meðal mikil sýning með tömdum fuglum, örnum, uglum, fálkum og gömmum. Dagurinn leið fljótt þrátt fyrir mikla úrhellisrigningu seinnipartinn. A fimmtudeginum var haldið til Nantes, sem er stór borg rétt við strönd Atlantshafsins. Var fyrst far- ið í skoðunarferð um borgina en síðan var leikvöllur knattspyrnu- liðsins F.C. Nantes skoðaður. Heit- ir völlurinn La Baujoire og fóru nokkrir leikir síðustu heims-meist- arakeppni fram á þessum velli. Framkvæmdastjóri félagsins tók á móti okkur og fræddi okkur um völlinn. Síðan var borðað nesti og eftir það skoðaðar saltnámur í Guérande, að mörgu leyti ffóðlegt en kannski ekki við allra hæfi. Þá var farið á baðströndina La Baule og höfð þar mjög stutt dvöl enda talsvert löng leið heim. Flestir hefðu eflaust viljað dvelja lengur á ströndinni enda veður gott. Menn voru þó orðnir þreyttir og nú mátti heyra: „ Fara þau ekki bráðum að koma að ná í okkur?“ ffá nemend- um vorum' voru þau að meina fóst- urforeldra sína og tókum við full- orðna fólkið þetta sem merki um að dvölin á heimilunum væri ekki svo afleit þrátt fyrir allt. Laugardagurinn rann upp bjartur og fagur. Þessum degi eyddu Is- lendingarnir í faðmi sinnar fjöl- skyldu. Reynt var að gera þeim til hæfis á allan hátt, sumir fóru í búð- ir, aðrir að veiða eða í skoðunar- ferðir. Um kvöldið var svo sameig- inlegt kvöld íslenskra og franskra nemenda ásamt kennurum og ís- lensku foreldrunum. Var þar ýmis- legt að borða og endaði kvöldið á því að íslensku krakkarnir sungu lagið Vegbúinn, við góðar undir- tektir Frakkanna. Næsta morgun, sunnudaginn 16. maí. kl. 10.00 var síðan haldið ffá Thouarcé. Var ekki laust við að kveðjan væri trega blandin enda hafði okkur verið tekið af kostum og kynjum. Gestrisni Frakkanna var í raun ótrúleg og margir hafa án efa eignast þarna góða vini. Komið var til Parísar síðdegis og gafst rétt tími til að snurfusa sig áður en haldið var í móttöku til sendiherra Islands í París. Var það nýskipaður sendiherra , ffú Sigríður Snævarr sem tók á móti okkur, á sinn elskulega hátt. Daginn eftir var síðan ýtarleg skoðunarferð um París, undir góðri leiðsögn Laufeyjar Helgadóttur. Síðdegis var farið í heimsókn til úti- bús Sölumiðstöðvar hraðffystihús- anna í úthverfi Parísar. Næstsíðasta deginum var síðan eytt í Dis- neyland skemmtigarðinum fyrir utan París. Fór allur dagurinn í þá skemmtan. Síðan var sameiginleg máltíð og kvöldinu lauk með báts- ferð á Signu. Hópurinn kom heim á hótel um miðnætti. A miðvikudeg- inum var síðan haldið heim og kom þreyttur hópur að Grundaskóla á Akranesi um kl. 18 effir vel heppn- aða ferð. Þótt það hljómi kannski undar- lega var einn tilgangur ferðarinnar að æfa sig í því að tala og tjá sig á ensku. Frakkar eru hægt og bítandi að auka enskukennslu í sínum skól- um en trúlega lærðum við ekki mikla ensku í þessari ferð og þó! Það er mikil reynsla að eiga í erfið- leikum með að tjá sig en öll fundum við hvernig okkur gekk það betur og betur eftir því sem á dvölina leið. Það er afar fróðlegt að dveljast inni á heimili fólks og fylgjast með dag- legu lífi þess án þess að vera dæmi- gerður ferðamaður. Trúlega var þessi dvöl í Thouarcé ákveðið ævin- týri sem fæst okkar eiga effir að upplifa. Ef svona ferð eykur okkur víðsýni er tilganginum náð. París- ardvölin var síðan dæmigerð túristaferð með sínum kostum og göllum. Ferð þessi varð að veruleika með mikilli vinnu kennara, nemenda og foreldra. Mörg fyrirtæki og stofn- anir veittu okkur stuðning og fá kærar þakkir fyrir. Börnin úr 10. bekk, sem fóru þessa ferð stóðu sig með sóma og voru góðir fulltrúar íslenskra unglinga í Frakklandi. Foreldrar og kennarar sem fóru með börnunum vilja þakka öllum sem komu að undirbúningi hennar, heima og erlendis. Þessi ferð verð- ur okkur öllum ógleymanleg. Anna Kjartansdóttir Bjöm Gunnarsson Lára Hagalín Björgvinsdóttir

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.