Skessuhorn


Skessuhorn - 10.06.1999, Blaðsíða 5

Skessuhorn - 10.06.1999, Blaðsíða 5
' Fi.\i.Vm';DA'c;i k í'o'. )úní;i999 .5 ónarmib Flosa Fáklæddar konur Ég er alveg rosalega svag fyrir fáklæddum kon- um. Ég hef ekkert verið að hafa orð á þessari stað- reynd heima hjá mér, enda er þetta nokkuð sem kemur mér einum við og ég kæri mig ekki um að vitnist. Ég hugsa að þetta flokkist, svona öðru fremur, undir hugrenningarsynd og svo ég segi nú hug minn allan, svona í trúnaði, þá er ég stundum svo- lítið sakbitinn útaf því að vera svona svag fyrir fá- klæddum konum. Stundum verður sektarkenndin nær óbærileg og þá á ég enga ósk heitari en að geta talað um það við einhvern hvað ég er svag fyrir fáklæddum konum. En þegar ég ía að þessu vandamáli við vini mína og kunningja fær það ekki nokkurn hljóm- grunn. Það er einsog kunningjakreðsinn gefi skít í það hvort konur kappklæðast eða fækka fötum. Menn virðast þá yfirleitt fremur með hugann við bensínverð eða það hvort olíufötunum fækki í ver- öldinni og hvort verðið á olíufatinu sé tuttugu eða fjörutíu dollarar. Og það virðist vera á hreinu að fáklæddar kon- ur eiga ekki aðgang að hugskoti þeirra vina minna sem knúnir eru áfram af vitsmunum, enda hafa þeir annað og þarfara að hugsa um, eins og til dæmis það hverjir eigi að fá lóðir við Brúartorg í Borgar- nesi, hvort íbúar í Skorradal þurfi endilega að eiga heima í Skorradal, hvort fara eigi efri eða neðri leiðina til að komast í Reykholtsdal, hvort afleggja eigi pósthúsið í Reykholti og hvort eiginfjárstaða Kaupfélagsins sé ekki í himnalagi. Sem er að mínum dómi deginum Ijósara. Stundum finnst mér einsog áhugi minn fyrir fá- klæddum konum svona einsog einangri mig fá öðru fólki. Mér líður stundum einsog ég sé einhver andskotans öfuguggi. Þið vitið " þessar endalausu raðir af löngum lærum á snoppufríðum smástelpum sem fylla síð- ur og opnur í öllum málgögnum þjóðarinnar dag eftir dag og viku eftir viku án afláts. En ég þykist vera að lesa eitthvað annað þegar ég er að skoða kroppana og lambaketið í blöðun- um. “ Þið vitið svona myndir eftir Elít -samkeppn- ina, Ford "samkeppnina, að ekki sé nú talað um fegurðarsamkeppni íslands „sem við sigruðum" eins og sagt er í fótboltanum. Annars er þetta svolítið að lagast hjá mér. Ég er ekki nærri eins sakbitinn einsog ég var yfir áhuga mínum á fáklæddum konum. Það þakka ég blessuðum fjölmiðlunum. Sá maður hlýtur að vera meira en lítið skrítinn, sem flettir blöðunum reglulega og horfir að stað- aldri á sjónvarp, og heldur jafnframt að hann sé al- einn um eldlegan áhuga á fáklæddum konum. Fáklæddar konur eru oft meginuppistaðan í efni fjölmiðla. Mér er nær að halda að fáklæddar konur séu bókstaflega ær og kýr sjónvarps og blaða. Hálfsíður, heilsíður og opnur sem sanna mér að fáklæddar konur höfða heldur betur til lesendask- arans. Og ég hugsa sem svo: -Maður er, þegar öllu er á botninn hvolft, svos- em ekkert einn á báti. En stundum einsog finnst mér að áhugi minn á fáklæddum konum sé á öfugum forsendum. Þegar ég sé mynd af fáklæddum konum í blöð- um fer ég strax einsog að vorkenna þeim. Mér finnst þær eiga svo bágt. „Litlu greyin", hugsa ég þegar ég sé stelpu- krakkana sem einhverjir „fínir“ athafnamenn þurfa að græða á í fegurðarsamkeppnum. Og þegar ég sé fatafellur finnst mér alltaf ein- sog ég skynji einhverja angist í augunum á þeim eða örvæntingu. Og ég fer að vorkenna þeim. En það hefur nú verið sagt að þær séu systur vorkunin og væntumþykjan, svo líklega er ég svona svag fyrir fáklæddum konum af því ég vor- kenni þeim að vera svona illa búnar og varnarlaus- ar. Stundum er ég ekki mönnum sinnandi dögum saman af því ég er svo hræddur um að slái að þeim og þær fái lungnabólgu einsog gjarnan vill henda þegar nærri berrassað fólk er að vasast um allar trissur í nepjunni. Og svo endar þetta með því að mér fer að þykja vænt um þær. Litlu greyin. Flosi Ólafsson, Bergi Guðjón varaforseti Samkvæmt tillögum þing- flokks Sjálfstæðisflokksins verður Guðjón Guðmundsson, fjórði þingmaður Vesturlands varaforseti Alþingis á ný- byrjuðu kjörtímabili. Sturla Böðvarsson gegndi embættinu á síðasta kjörtímabili en hann er sem kunnugt er sestur í stól samgönguráðherra. G.E. Gluggáskreyting á sjningu nemenda Brekkubajarskóla. Vorið Nú stendur yfir sýning nem- enda úr 8. 9. og 10. bekk Brekkubæjarskóla í Listasetrinu Kirkjuhvoli á Akranesi sem hef- ur yfirskriftina „Vorið.“ A sýn- ingunni eru fjölbreytt verk, málverk, ljósmyndir og skúlp- túrar og sýna verkin að grósku- mikil listastarfsemi þrífst meðal nemenda í skólanum. Sýning- unni lýkur næstkomandi sunnu- dag og er fúll ástæða fyrir unga sem aldna að leggja leið sína í Kirkjuhvol til að skoða sýning- una. Listasetrið er opið daglega frá kl.15-18. K.K Hiisiií verður gjörbreytt bceði að utan og innan. Nýr veitingastaður Þessa dagana er unnið að mikl- um endurbótum á Skólabraut 14 á Akranesi þar sem opnaður verður nýr veitingastaður undir merki Hróa Hattar. I húsinu var áður Skóvinnustofa Akraness og bakarí- ið Hús Bakarans sem brann árið 1997. Unnið er hörðum höndum að gagngerum endurbótum og miklum breytingum á húsinu bæði innan dyra og utan. Gert er ráð fýr- ir að staðurinn taki um 70 manns í sæti og stefnt er að því að opna hann um mitt sumar. K.K Mjólkurbílstjóri -sumarafleisingar- Olíudreifmg ehf. leitar nú að meiraprófsbílstjóra til sumarafleysinga í júlí og ágúst við mjólkursöfnun frá Borgarnesi. Nánari upplýsingar veitir Grétar Már Steinarsson í síma 550 9900. Iflllllfýýí KANNTU AÐ 5ELJA? Okkur vantar dreifingaraðiía. Víð erum að leíta af fólki á öílum aídri til þcss að seíja frábærar vörur í neímahúsum. Nýtt á íslandi. Áhugasamir hríneíð í síma 699-6617 Katrin Eííza. Vegur nr. 56 yfir Vatnaheiði á Snæfellsnesi Niðurstöður frumathugunar og úrskurður skipulagsstjóra ríkisins. Skipulagsstjóri ríkisins hefur úrskurðað samkvæmt lögum nr. 63/1993 um mat á umhverfisáhrifum. Ráðast skal í frekara mat á umhverfisáhrifum vegar nr. 56 yfir Vatnaheiði á Snæfellsnesi. Úrskurðurinn í heild liggur frammi hjá Skipulagsstofnun, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Úrskurðinn er einnig að finna á heimasíðu Skipulagsstofnunar: http://www.skipulag.is. Úrskurð skipulagsstjóra má kæra til umhverfisráðherra og er kærufrestur til 9. júlí 1999. Skipulagsstjóri ríkisins

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.