Skessuhorn


Skessuhorn - 10.06.1999, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 10.06.1999, Blaðsíða 13
S£ESSIÍ'íiÖí£á'3 ' 1 FÍMMTUÖÁ6iÆ ÍÓ.’JÚNÍ 1999 13 Umhverfismál Er einnota efiiahagskerfi okkar að hruni komið? Guðlaugur Bergmann Mynd GE Hér á eftir fer stytt hugleiðing um hagfræðileg málefui heims- ins eftir Jane Blewett úr bókinni Threshold 2000 Critical Issues and Spiritual Values for a Global Age, en hún verður liklegast not- uð sem undirstaða mikilsverðs fundar sem verður haldinn á næstunni. Skuggi fellur á hin björtu Ioforð nýrrar aldar vegna ógnar á stöðugleika náttúru heimsins, sem á sér enga líka. Eyðing skóga, minnkandi vatn og hraðvaxandi loftslagsbreyt- ingar gætu grafið undan efhahag á jörðinni á næstu áratugum. A síðustu eitt hundrað árum hefur fólki fjölgað um meira en fjórar billjónir - sem er þrefaldur fjöldi þess fólks sem var á jörðinni í upphafi aldarinnar. Notkun orku og hráefha hefúr meira en tífald- ast á sama tíma. Við getum ekki haldið þessari stefnu áfram í mikið fleiri ár. Spurningin er hvort við getum safhað saman vilja og hugvitssemi til að breyta nægilega hratt til að bægja ffá náttúrulegri efnahagslegri hnigntm. I hrifningu sinni yfir upp- lýsingatækninni virðast margir hugsuðir hafa gleymt því að nútíma menning er fullkomlega háð þeirri vistffæðilegu undirstöðu sem hag- kerfið er nú að eyða. Frá upphafi tegundar okkar hafa mannleg samfélög hvað effir annað staðið ffammi fyrir staðbundnum vistffæðilegum takmörkunum sem hafa valdið því að þau hafa hrunið þar sem skógar og ræktað land hef- ur verið ofnýtt. En framþróun í tækni hefur gert okkur kleiff að yf- irstíga þessar staðbundnu takmark- anir og flytja vandamál vistffæði- legra hindrana yfir á heimsvísu, þar sem mannlegar ffamkvæmdir ógna nú hnattkerfinu. Meðal þeirra vandamála sem við stöndum ffammi fyrir eru: - Aædað er að orkuþörf heimsins muni tvö- faldast á næstu tugum ára, en eng- inn trúverðugur jarðffæðingur sér fyrir sér tvöföldun olíuframleiðslu heimsins, sem áædað er að hafi náð hámarki sínu á næstu áratugum. - Einnig er áædað að effirspurn eftir próteini muni tvöfaldast á næstu öld, en enginn virtur haflífffæðing- ur væntir þess að fiskveiðar, sem hafa staðið í stað síðasta áratug, muni tvöfaldast. Heimshöfunum er nú þegar ýtt fram á ystu nöf, vegna banvæns samblands af mengun og ofnýtingu. - Ellefu af fimmtán mikilvægustu fiskimiðunum og sjötíu prósent af helstu fisktegundum heims eru nú full- eða ofnýttar samkvæmt um- sögn sérfræðinga. - Hægt er að sjá aukið álag á ræktunarland heimsins, þar sem rýming regnskóga hefur smðlað að eldum, sem eiga sér enga líka, á stórum svæðum í Suðaustur Asíu, Amazon og Mið Ameríku. - Vistfræðileg hnignun er að taka aukinn toll af stórum hluta hinnar líffænu heildar. Af hinum 242 þús- und plöntutegundum sem voru skoðaðar af Alheimsnáttúrverndar- samtökunum árið 1997, voru 33 þúsund eða 14% prósent, í útrým- ingarhættu mest vegna stórfeldrar eyðingar vegna húsbygginga, vega og iðnaðar. Þessi stórfelda eyðing truflar hæfileika náttúrunnar til að útvega nauðsynlega vistfræðilega þjónusm allt ffá ffævun og til þess að halda affur af flóðum. - Andrúmsloftið er beitt ofbeldi. Þau billjón tonn af kolefnum, sem hafa verið leyst úr læðingi síðan Iðnbyltingin var gerð, hafa gert samsöfnun koltvísýrings í andrúm- loftinu hærri en hann hefur verið í 160 þúsund ár og fer stighækkandi með hverju ári og hitastigið er að hækka samfara samsöfnun koltví- sýringsins. - Eftir síðasta stökkið árið 1998 var hitastigið í heiminum hærra en það hefur verið ffá upphafi mælinga um miðja 19. öld. Hærra hitastig getur ógnað fæðuffamboði á næsm öld, meðan óvægir stormar valda meiri efnahagslegum skaða og hækkandi sjór flæðir yfir strand- borgir. Við nálgustum nýja öld með efnahagskerfi sem gemr ekki farið með okkur þangað sem við viljum fara. Að fullnægja áætluðum þörf- um átta billjón manna eða meira með því efnahagskerfi sem við höf- um í dag er einfaldlega ekki hægt. Hin iðnvædda vestræna fyrirmynd - grundvölluð á jarðefnaeldsneyti, biffeiðanotkun og einnota efna- hagskerfi sem hefur á svo áhrifa- mikinn hátt hækkað lífsgæðin á þessari öld - er í vanda. Umskiptin yfir í vistfræðilega sjálfbært efnahagskerfi gemr orðið jafn byltingarkennd og Iðnbylting- in var. En grófar útlínur sjálfbærs efnahagskerfis sem gemr mætt mannlegum þörfum á næstu öld, eru að byrja að koma í ljós. Undirstaða slíks kerfis grundvall- ast á umskiptum úr einnýtingu á náttúruauðæfum yfir í efnahags- kerfi sem er byggt á endurnýtan- legri orku og sem stöðugt endur- notar og endurnýtir efni. Sjálfbært efnahagskerfi mun nýta sólarork- una, vera reiðhjóla- og lestarvænt, vera endurnota efnahagskerfi sem notar orku, vam, land og effii á miklu skilvirkari og vimrlegri hátt en gert er í dag. Uppbygging vist- ffæðilega sjálfbærs heimsefiiahags- kerfis byggist á hnattrænu sam- vinnuátaki. Ekkert land sem vinnur eitt sér gemr vemdað fjölbreymi lífsins á jörðinni eða heilbrigði sjáv- arfiskimiða. Eins og staðan er í dag, hefur rík- isstjórnum landa að mestu leyti mistekist á síðasta áratug að koma í ffamkvæmd á áranguríkan hátt vist- ffæðilegum samningum um lofts- lagsbreytingar og líffræðiúrval teg- unda. Við upphaf 21. aldar verður stóra áskorunin sú að þær standi við metnaðarfull loforð sín um að koma jaffivægi á loftslagið og draga úr eyðingu tegunda. An samstillts átaks hinna auðugu •við að taka á fátækt og skerðingu eigna, má búast við að uppbygging sjálfbærrar framtíðar sé ómöguleg. Vaxandi fátækt og hin pólitíska og efnahagslega ringulreið sem af henni orsakast, hefur víðtækar af- leiðingar um heiminn eins og kom berlega í ljós árið 1998 þegar efna- hagslega niðursveiflan varð í Asíu og setti mgi milljóna manna niður fyrir fátækramörk á aðeins örfáum mánuðum. Að mæta þörfum meira en billjón fátækra manna er nú nauðsynlegt til að eiga möguleika á umbreytingu í átt til vistfræðilega sjálfbærs heimsefnahagskerfis. Við þörfnumst líka nýs skilnings og nýrra gilda til að styðja við end- uruppbyggingu efnahagskerfis á heimsvísu. 21. öldin gerir kröfu til nýs siðakerfis í sjálfbærri þróun. Við munum þarfhast nýrra staðfest- inga á ábyrgð mannsins - gagnvart náttúru heimsins og komandi kyn- slóðum - til að samlagast nýfengn- um mamilegum réttindum okkar. Til að snúa við vistfræðilegri hnignun er einn lykillinn sá að skattleggja verkefni sem valda hnignun. Með því að setja verð á þessi verkefni, getur markaðurinn verið virkjaður til að örva framfarir. Ef brennsla kola er skattlögð, verð- ur sólarorka efnahaglega sam- keppnishæfari. Ef útblástur bíla er skattlagður, höfum við efni á hreinni aðferðum til fluminga. Hin nýja þýska ríkisstjóm hefur sett á laggirnar heimsins memaðarfyllstu vistfræðilegu skattaumbót, lækkað skatta af launum um 2,4 prósent um leið og hún hækkar orkuskatta um nákvæmlega sömu prósenm- tölu. Þetta er tímamótaskref sem mun ýta stærsta efnahagskerfi Evr- ópu í átt til vistfræðilegra sjálfbærr- ar þróunar. Atakið við að skipta núverandi ósjálfbæm efnahagskerfi út fyrir annað sem hæfir kröfum 21. aldar- innar mun skapa mörg af stærstu fjárfestingartækifænim nýrrar aldar. BiII Ford, nýr stjórnarformaður Ford Motor Co., er með áætlun um að auka hagnað fyrirtækisins með því að skipta út innri brennslu vél- um sem vom þungamiðjan í árangri langafa hans. „Vitiborin fyrirtæki fara á undan öldunni,“ segir Ford. „Þau sem gera það ekki verða þurrkuð út.“ Askomnin núna er að virkja stuðning almennings við nýj- ar undirstöður hagfræðilegra um- breytinga og fá hann til að breyta yfir í 21. aldar hagfræði sem er miklu minna auðæfaeyðandi og mengandi en samt með meiri fram- leiðni en er í dag. Guðlaugur Bergmann Sólbrekku, Hellnum Umhverfisdagur Vegagerðarinnar Föstudaginn 4. júní var haldinn umhverfisdagur hjá Vegagerðinni á Vesturlandi en það er í um- hverfismarkmiðum Vegagerðarinnar að starfs- menn hennar séu meðvitaðir um umhverfismál og séu virkir þátttakendur í umhverfisstjómunarkerfi stofnunarinnar. A fundi sem haldinn var í Hyrnunni fyrir hádegi með Jenni R. Ólason úr Borgarnesi og Bjöm Jónsson úr Ólafsvík taka til hendinni. Mynd: Birgir Guómundsson starfsmönnum af öllu svæðinu flutti Tryggvi Felixson erindi um gróðurhúsaáhrif , tengsl við samgöngur og hvaða möguleika við hefðum til að minnka Iosun koldí- oxíðs frá umferð. Hann rakti sögu umræðunnar um þetta efni og staldraði sérstaklega við Rio-ráðstefnuna og Kioto-bókunina og m.a þýðingu ræktunar fyrir gróðurhúsaáhrifin. Guðmundur Arason forstöðumaður umhverfisdeild- ar Vegagerðarinnar flutti erindi um grænt bókhald Samgönguráðuneytisins, en þar er á skipulegan hátt bornar saman ýmsar umhverfistölur frá ári til árs. Um- hverfisskýrslu Samgönguráðuneytisins er hægt að fá hjá Vegagerðinni. Einnig ræddi hann nokkur atriði í umhverfisskýrslu Vegagerðarinnar fyrir árið 1998. Bæði vökm þessi erindi heilmikla athygli og út af þeim spunnust fjörugar umræður svo lengi sem tími leyfði. Eftir hádegi héldu svo flestir starfsmenn umdæmisins í Sauðhússkóg en þar hafa starfsmenn Vegagerðarinnar á Vesturlandi tekið skóglendi í fóstur. Þar unnu menn að grisjun skógar, gróðursettar voru um 500 plönmr og unnið var við kurlun og gangstígagerð í skínandi góðu veðri. I lok dags hvar boðið upp á grillveislu þar sem menn tóku hraustlega til matar síns eftir ánægju- legan dag. Tökum til hendinni í sumar Stuðlum að hreinu Vesturlandi Skessuhorn í samvinnu við Vegagerð ríkisins, Búnaðarsamtök Vesturlands og Sorpurðun Vesturlands boða til umhverfisátaks ísumar

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.