Skessuhorn


Skessuhorn - 10.06.1999, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 10.06.1999, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR ÍO. JUNI 1999 ^saunu.. Nýfæddir Vestlendingar eru bobnir velkomnir í heiminn um leib og nýbökubum foreldrum eru færbar hamingjuóskir. 28. maí kl. 04.30 - Sveinbam. - Þyngd: 3735 - Lengd: 52 cm - Foreldrar: Iris Arthúrsdóttir og Erlendur Sigurðsson, Akranesi. Ljósmóðir: Lára Dóra Oddsdóttir. 30. maí kl. 22.40 - Meybarn. - Þyngd: 4370 - Lengd: 54 cm - Foreldrar: Þórey Þórarinsdóttir og Tryggvi Grétar Tryggvason, Reykjavík. Ljósmóðir: Lára Dóra Oddsdóttir. I 31. maí kl. 07.07 - Sveinbarn. - Þyngd: 3400 - Lengd: 53 cm - Foreldrar: G. Braga Jónsdóttir og Páll Þ. Matthíasson, Ólafsvík. Ljósmóðir: Lára Dóra Oddsdóttir. Þriðji ofiiinn rís Kostnaðurinn áætlaður 3 miljarðar. Rúmt ár er síðan framkvæmdir hófúst við þriðja ofrdnn í verk- smiðju Islenska járnblendifé- lagsins á Grundartanga. Verkið hefúr gengið samkvæmt áætlun og nú styttist í lokin því fyrir- hugað er að hleypa straumi á ofininn í lok ágúst. Kyndingar- ferlið tekur reyndar sinn tíma en fúll afköst ættu að nást fyrir ára- mót. Hér er um tröllaukna firam- kvæmd að ræða enda hljóðar kostnaðráætlunin upp á þrjá milljarða. Umsjón með uppsetn- ingu ofnsins hefúr verið í hönd- um Knut Qvenild. Stærri og öðruvísi hannaður Samkvæmt upplýsingum frá Bjarna Bjarnasyni, framkvæmda- stjóra Islenska járnblendifélagsins er nýi ofninn töluvert ffábrugðinn þeim tveimur sem fyrir eru. Þetta er fyrsti ofn sinnar tegundar sem Elkem rekur þótt þeir hafi smíðað ofna af þessari gerð fyrir aðra. Hann er stærri og öðruvísi hannað- ur, sem og útbúnaðurinn við hann. Ofnpotturinn er 12,5 m í þvermál og fullur af hráefnum vegur hann um 1200 tonn. Framleiðslugetan er um 42 þúsund tonn á ári en 1 megawatt þarf til að framleiða 1000 tonn af járnblendi á ári. Segir Bjarni að menn geri sér reyndar vonir um ná fram meiri afköstum en það eigi eftir að koma í ljós. I verksmiðjunni er lögð mikil áhersla á öryggi starfsmanna og hefur slys- um fækkað verulega síðustu ár. „Við reynum að vera vakandi yfir því sem betur má fara og teljum okkur hafa náð góðum árangri í ör- yggismálum. Stöðugt er hægt að bæta sig og við reynum það eftir ffemsta megni,“ segir Bjarni. Meiri hagkvæmni Verð á járnblendi hefur verið mjög lágt að undanförnu og virðist nú hætt að lækka. „Verðsveiflurnar eru vissulega mjög óheppilegar en nú er farið að örla á hækkun,“ seg- ir Bjarni. Hann segir að verið sé að byggja til ffamtíðar og tímabundin verðlækkun á afúrðunum hafi í sjálfu sér engin áhrif á það ferli. ,„Með þessari stækkun náum við ffam meiri hagkvæmni í rekstrin- um og öll aðstaðan nýtist betur. Þessa dagana er verið að ljúka við áædanir um mönnun þriggja ofúa verksmiðju en ædunin er að reka verksmiðjuna með eins litlum mannskap og hægt er.“ Að sögn Bjarna hefur ffamkvæmdin gengið mjög vel tíl þessa og þakkar hann það sérlega góðri samvinnu þeirra sem að verkinu hafa komið. K.K Starfcmenn eru í óðaimn aö setja þriðja ofninn saman en hann mun geta framleitt íþað minnsta 42.000 tonn á ári. Mynd: K.K Nýi hluti verksmiðjunnar er til vinstri en hér er um ríflega þriðjungs stækkun að rteða. Mynd: K.K Minjavörður í Hólmrnn Magnús A. Sigurðsson tekinn til starfa Nýverið tók tíl starfa minjavörð- ur Vesturlands og Vestfjarða með aðsetur í Ráðhúsinu í Stykkishólmi. Um er að ræða nýja stöðu sem skip- uð er samkvæmt þjóðminjalögum. I starfi minjavarðar felst umsjón og varðveisla með menningarminjum á Vesturlandi og Vestfjörðum. Starfið felur einnig í sér umsjón og effirlit með ffiðlýstum stöðum og öðrum fornleifum, auk merkingu þeirra. Minjavörður skal hafa um- sjón með og annast eftir því sem að- stæður leyfa, fornleifaskráningu, koma með tillögur um friðlýsingar og framkvæma minni háttar forn- leifarannsóknir, einkum þar sem minjar koma. Minjavörður er byggðasöfnum og minjasöfnum á svæðinu til ráðuneytis og aðstoðar og samræmir störf þeirra, söfnun og sýningar. Einnig skal hann fylgjast með merktum gripum í einkaeigu og smðla að verndun þeirra. Magnús Aðalsteinn Sigurðsson, lauk BA gráðu í Sagnffæði með Landaffæði sem aukagrein ffá Há- skóla Islands, vorið 1993. Hann lauk M.Litt gráðu í Sjávarforn- leifaffæði frá St. Andrews háskólan- um í Skotlandi, sumarið 1996 og hefur meðal annars unnið við forn- leifauppgröft í Grikklandi, á Bessa- stöðum, Flatey á Breiðafirði og mynni Laxárdals á Mýrum. G.E. Hvalfjarðargöng Hillir undir niðurstöðu Samkvæmt heimildum blaðsins hillir nú undir niður- stöðu í endurskoðun gjaldskrár Hvalfjarðarganga. I þessari viku er von á skýrslu frá breska fyrirtækinu sem fengið var til að fara yfir áætlanir um umferð í Hvalfjarðargöngum. Er nokkkuð ljóst að að niðurstað- an verður jákvæð og í ffam- haldinu verður unnin tillaga um lækkun sem lögð verður fyrir fjárfestana. Stærstu fjár- festamir höfðu áður ljáð máls á því að enduskoða gjaldskránna í ljósi nýrra staðreynda og má því búast við breytingum á gjaldskránni á næstu vikum. K.K Rekinn fyr- ir að aka of hægt? Sjö ökumenn voru teknir fyrir of hraðan akstur í um- dæmi Borgarneslögreglu um síðustu helgi. Sá sem hraðast fór ók á yfir 140 km hraða og að sögn lögreglu bar hann því við að ef hann kæmi ekki á rétt- um tíma í vinnu missti hann vinnuna. Vonandi heldur mað- urinn starfi sínu en hinsvegar þarf hann að sjá á eftir ökuskír- teininu fyrir þessa vafasömu samviskusemi. G.E.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.