Skessuhorn


Skessuhorn - 10.06.1999, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 10.06.1999, Blaðsíða 14
14 A r r r -r, \ (| ';T T‘T auliSSUtiUM^ Agúst Skarphédinssan hílasali viðfyrsta bílinn sem hami seldifyrir 15 áram síðan. Fimmtán ár í bransanum Bílasala Vesturlands styðnr björgnnarstörf Þann 1. júní sl. voru liðin 15 ár síðan Agúst Skarphéðinsson, eða Gústi bílasali eins og hann er jafn- an nefndur, tók við rekstri Bílasölu Vesturlands í Borgarnesi. Jafnframt er bílasalan 20 ára á sama tíma. Af þessu tilefni bauð Ágúst, og kona hans Erla Jónsdóttir, gestum og gangandi til grillveislu sl. laugar- dag. Bílasala Vesturlands hefur um- boð fyrir nýja og notaða bíla ffá Ingvari Helgasyni, Bílheimum og Suzuki umboðinu. Auk þess eru hjá BV seldir notaðir bílar frá Brim- borg og B&L. Á afmælisdaginn var meðal annars til sýnis fyrsti bíllinn sem Gústi seldi. Það er Subaru 1800 st. sem lengst af var í eigu Hitaveim Akraness og Borgarfjarð- ar og var bíllinn í umsjón Jóns Kr. Guðmundssonar fv. hitaveitustjóra. I tilefni afmælisins ánafnaði Ágúst Slysavarnadeildinni Þjóð- björgu í Borgarnesi andvirði sölu- launa tíundu hverrar nýrrar bif- reiðar sem seldist í gegnum Bíla- sölu Vesturlands. Það verður síðan tilviljun háð hver upphæðin verður þar sem sölulaun fara eftir verði seldrar biffeiðar. Það var Áslaug Þorvaldsdóttir formaður Þjóð- bjargar sem veitti gjöfinni viðtöku við hátíðlega athöfn í skýli Björg- unarsveitarinnar Brákar á sjó- mannadaginn sl. sunnudag. -MM Hlutavelta Þessar stúlkur héldu hlutaveltu krónur. Stúlkurnar heita Sandra, til styrktar Rauða krossi Islands, Aðalheiður, Hanna María, Lilja Akranesdeild og söfnuðust 2900 Björk, Inga og Iðunn. Jóhanna L. Jónsdóttir ráðin Jóhanna L. Jónsdóttir hefur ver- ið ráðin til að undirbúa þátttöku Jóhanna L. Jónsdóttir. Mynd: K.K. Akranesbæjar í Menningarhátíð Reykjavíkurborgar árið 2000 og að undirbúa Irska daga á Akranesi á næsta ári. Jóhanna sagði í samtali við Skessuhorn að starfið legðist vel í sig og sig hlakkaði til að takast á við þau fjölbreyttu verkefni sem biðu. Hún segir að sín bíði að skipu- leggja gerð útilistaverka og annarra uppákoma samkvæmt tillögum sem starfshópur um Sjávarlist setti fram en sú verður yfirskrift menningar- hátíðarinnar á Akranesi. Fengnir verða listamenn úr ýmsum list- greinum til að taka þátt í hátíðinni. Jóhanna kemur til með að vinna með félagasamtökum og kennurum og eins mun hún sjá um fjáröflun fyrir hátíðina. K.K. rr FIMMTUDAGUR 10.JUNI 1999 Múlakot flytur Efnalaugin Múlakot í Borgar- nesi flutti sig um set í stærra hús- næði um síðustu helgi en fyrirtæk- ið hefur fest kaup á húseigninni þar sem áður var verslunin Metró. Skessuhorn ehf hefur keypt húsið við Borgarbraut 49 af Múlakoti og mun blaðið flytja starfsemi sína þangað í lok júnímánaðar. Þaö var mikið um að vera við Borgar- brautina áfóstudag er efnalaugin Múla- kotflutti öll sín tæki og tól í nýtt húsnæði. Myndir MM/GE Styrkir til menningarmála Menningarsjóður Kaupfélags Borgfirðinga hefur verið starfandi um alllangt skeið og hefur látið fé af hendi rakna til góðra málefna í héraði. I maí síðastliðnum var út- hlutað úr sjóðnum fyrir árið 1999. Styrki hlutu karlakórinn Söng- bræður, kr. 50.000 vegna útgáfu geisladisks, Kirkjukór Borgarnes- kirkju, kr. 100.000 til Danmerkur- ferðar, Kveldúlfskórinn, kr. 100.000 til Póllandsferðar. Einnig styrkir Kaupfélagið eftirtalin verk- efni á árinu: Lýsuhólsskóli, kr. 50.000 vegna útgáfu affnælisrits, Björgunarsveit SVFI - Ok kr 150.000 vegna bílakaupa, Borgar- neskirkja, til klukkukaupa, kr 100.000, Grunnskóli Borgarness kr. 42.000 vegna Danmerkurferðar og Þorvaldur Blöndal júdókappi, kr 50.000, vegna Olympíuleikanna í Sidney árið 2000. G.E. Séra Þorbjöm Hlynur Arnason blessar nýjan björgunarbát Brákarmanna í Borgarnesi. MyndMM Nýr björgunarbátur Þrátt fyrir að útgerð sé ekki ríkj- andi þáttur í atvinnulífi Borgnes- inga var sjómannadagurinn engu að síður haldinn hátíðlegur þar í bæ. Helsta dagskráratriðið var vígsla nýs björgunarbáts í eigu Björgunar- sveitarinnar Brákar. Báturinn er af Humber gerð, drifinn áfram af tveimur kraftmikl- um utanborðsmótorum. Við vígslu- athöfnina var Brákarmönnum m.a. færðar eitthundrað þúsund krónur að gjöf frá Slysavarnadeildinni Þjóðbjörgu sem stutt hefur dyggi- lega við starf sveitarinnar í gegnum tíðina.. Nýja björgunarbátinn blessaði síðan og vígði sóknarprest- urinn og prófastur héraðsins; Þor- björn Hlynur Árnason. Gat hann þess m.a. í ávarpi sínu að þótt bát- urinn væri nauðsynlegt og gott björgunartæki vonaðist hann til að hann yrði sjaldan notaður. Að lok- um mynntist sóknarprestur þeirra sem látist hafa á sjó og landi og ekki síður þeirra sem eiga um sárt að binda af þeim sökum. -MM

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.