Skessuhorn


Skessuhorn - 10.06.1999, Blaðsíða 3

Skessuhorn - 10.06.1999, Blaðsíða 3
 FIMMTUDAGUR 10.JUNI 1999 3 Sveitarstjóri í Borgarbyggð? Ef tillaga Kolfmnu Jóhannes- dóttur bæjarfulltrúa Framsókn- arflokks frá síðasta bæjarstjórnar- fundi Borgarbyggðar verður samþykkt verður nýráðinn bæjar- stjóri í Borgarbyggð sveitarstjóri en ekki bæjarstjóri. Þá verður Kolfhna og félagar hennar í bæjarstjórn sveitarstjórnarmenn en ekki bæjar- fulltrúar. Tillagan var svohljóðandi: „Bæjarstjórn Borgarbyggðar sam- þykkir eftirfarandi breytingar á samþykkt um stjórn og fundarsköp Borgarbyggðar: Orðið bæjarfélag þar sem það kemur fyrir, verði sveitarfélag. Orðið bæjarstjórn þar sem það kemur fyrir, verði sveitarstjórn. Orðið bæjarráð þar sem það kemur fyrir, verði byggðaráð. Orðin forseti og varaforseti bæjarstjórnar þar sem þau koma fyrir, verði oddviti og varaoddviti sveitarstjórnar. Orðið bæjarstjóri þar sem það kemur fyrir, verði sveitarstjóri." Samþykkt var með 6 atkvæðum meirihlutans gegn þremur atkvæðum minnihluta að vísa til- lögunni til nefndar sem vinnur að endurskoðun bæjarmálasamþykktar Borgarbyggðar. G.E. Rífandi gangur Segir Svanborg hjá Eyjaferðum í Stykkishólmi Vegalamb Lömbin þagna... Þegar blaðamenn Skessuhoms voru á ferðinni í Stykkishólmi um sl. helgi var meðal annars litið við hjá Svanborgu Siggeirs- dóttur í Eyjaferðtun. Fyrirtæki hennar hefur nú til margra ára gert út á skoðunarferðir um fjöl- breyttar og seiðandi eyjar Breiðafjarðar og hvalaskoðunar- ferðir frá ýmsum stöðum. Þegar blaðamenn bar að garði var stutt í að tvíbytnan Brimrún legði af stað í tveggja tíma skoðu- narferð. Margt manna var saman komið í farmiðasölunni hjá Svan- borgu og glatt á hjalla, enda veður ákjósanlegt til eyjaskoðunar. Þennan dag gerði fyrirtækið út tvö skip, annað ffá Ólafsvík og hitt ffá Stykkishólmi. „Þessa smndina erum við með stóran hóp ffá sjálf- um Free Willie samtökunum í langri hvalaskoðunarferð á Haffúnu sem nú siglir ffá Ólafsvík. Vesmr af Breiðafirði eru einmitt einhver mesm stórhvalamið landsins. Brimrúnin er einnig í stöðugum ferðum hér frá Hólminum og það er bara nóg að gera“, sagði Svanborg. Bætti hún því við að það sem af væri árinu væri 65% aukning í farþegafjölda hjá fyrirtækinu. „Við fórum af stað með freistandi pakka nú í vor undir yfirskriffinni „Breiðfirsk vorkoma“. Þetta eru miklar sælkeraferðir, markaðssettar fyrir hópa sem halda jafnvel ráðstefnur um borð. Vorkomu- ferðirnar eru dýrari ferðir en við höfum boðið upp á til þessa og gefa þær meiri ffamlegð, enda meira fyrir þeim haft“, sagði Svanborg, sem aðspurð kvaðst vera bjartsýn á sumarið, enda mun meira pantað samanborið við sama tíma í fyrra. Það ætti ekki að saka í mark- aðssetningu Eyjaferða að á forsíðu nýjasta tölublaðs tímaritsins „What's on in Reykjavík“ prýðir forsíðuna glæsileg mynd af bátnum Brimrúnu með Snæfellsjökul í bak- sýn og hvalasporð í forgrunni. Rit þetta er gefið út í yfir 100 þúsund eintökum og er því dýrmæt auglýs- ing fyrir ferðaþjónustu á svæðinu. -MM Langþráð samgöngubót í augsýn Dalamenn sjá fram á vegasamband við umheiminn Framkvæmdir við lagningu bundins slitlags á þjóðvegi 60, Vestfjarðavegi ffá Breiðabóls- stað í Dölum að Dalsmynni í Norðurárdal munu hefjast í sumar. Að sögn Sigurðar Rúnars Friðjónssonar oddvita Dala- byggðar verður á næstunni boðinn út 8 km. kafli frá Breiðabólsstað að Banaflöt sem er við rætur Bröttubrekku en hin umtalaða brekka mun bíða til næsta árs. „Við sjáum loks fram á langþráðar samgöngubætur," sagði Sigurður Rúnar. „Við höfum fengið loforð fyrir því að framkvæmdir við Bröttubrekku muni hefjast næsta vor en því miður næst ekki að ljúka þeim áður en landafundanna verður minnst á Eiríksstöðum í ágúst á næsta ári. Þetta er samt sem áður mjög ánægjulegt enda höfum við um Iangt skeið búið við samgöngur sem eru algjörlega óviðunandi,“ sagði Sigurður. Umferð um Brötmbrekku hefur aukist mikið á undanförnum árum og á síðasta ári jókst hún um 25% á Sigurður Rúnar Friðjónsson oddviti Dalabyggðar. meðan að landsmeðaltalið var 3%. Væntanlega hafa Hvalfjarðargöng og Gilsfjarðarbrúin sitt að segja í þeirri aukningu og búast má við að umferð haldi áfram að aukast á þes- sari leið með betri vegi á Bröttu- breklcu og fyrirhuguðum vegabó- tum milli Vestfjarða og Vest- urlands. G.E. Svanborg Siggeirsdóttir í afgreiðslu Eyjaferða í Stykkishólmi. Mynd GE Ekið var á tvö lömb við Hvassa- fell í Norðurárdal aðfaranótt mánudagsins. Að sögn lögreglunn- ar í Borgarnesi var sýnilegt að öku- maðurinn hafði nauðhemlað en ekki náð að koma í veg fyrir ákeyrslu og lágu lömbin dauð eftir á veginum. Ökumaðurinn stakk af og hefur ekki hafst uppi á honum. Lögreglan í Borgarnesi vinnur eftir sérstakri aðgerðaáætlun vegna lausagöngu búfjár meðfram þjóðveginum sem liggur í gegnum héraðið. Reynt er með öllum ráðum að friða veginn fyrir skepn- um til að forðast slys. „Sérstaklega er brugðist hart við þegar tilkynnt er um lausagöngu hrossa enda oftast mun hættulegra að aka á hross heldur en kindur,“ sagði Theodór Þórðarson lögreglufulltrúi í Borgamesi. „Við höfum samband við bændur og búalið ef við fáum vitneskju um að hross hafi sloppið úr girðingum og oftast eru viðbrögðin jákvæð.“ Theodór sagði nauðsynlegt að bændur hyggðu vel að lambfé og öðrum skepnum, nú þegar umfer- ðarþunginn eykst á þjóðvegum landsins, reyndu eftir megni að halda búsmalanum innan girðingar. „Það má gjarnan minna á að ekki er langt síðan dómur gekk í lausagöngumáli er vakti mikla athygli en í því tilfelli var bóndi dæmdur til að bæta bíleiganda tjón sem hann varð fyrir er hann ók á kind. Það þarf ekki alltaf viðamiklar viðgerðir til að koma girðingum í gott lag. Reyndar má segja að girðingar meðfram þjóðvegum á Vesmrlandi séu flestar hrossheldar en of víða eru þær alls ekki fjárheldar,“ sagði Theodór. l$$0-20Ö0 Q-CífaýfamáCun Cjarcíars Jónssonar eCij CxeCur á síðustu 10 árum unníð möra vefkefní (Bœðí stór oa smá,ýar á meoaC er áCveríð á Grunaartanga staersta verCefníð sem Q-nCyCamáCun Cjarðars Ciefur teCíð að sér. 'Tsíorcfuráí (jruncfartanga ‘T’ðffsfýfí, lívaljjardargöng Híöfliiiátaíi Mrðm Iííssöííi iil Sfe'Hif! 4312846 * 818 2336 fMt 4312640 imálninglf ■ það segir MÍg sjáíft - Vímulaus æska 2002 Alltaf í sókn

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.