Skessuhorn


Skessuhorn - 10.06.1999, Blaðsíða 7

Skessuhorn - 10.06.1999, Blaðsíða 7
'ElU«tW. S2ESSUHOEKI V/c'íAY.'/.'/ 'i\i FIMMTUDAGUR ÍO.JÚNÍ 1999 7 Mjólkursamlagið í Búðardal stækkað Heppnir með nýjungar Segir Sigurður Rúnar Friðjónsson samlagsstjóri Framkvæmdir standa yfir við stækkun Mjólkursamlagsins í Búðardal. Búið er að taka grunn að 850 fermetra viðbyggingu sem reist verður á næstu dögum. Að sögn Sigurðar Rúnars Frið- jónssonar mjólkursamlagsstjóra mun nýja húsnæðið hýsa geymsl- ur og lager og leysa af hólmi leiguhúsnæði annars staðar í bænum. „Umsvifin hafa verið að aukast hjá okkur á undanförnum árum. Mikil áhersla hefúr verið lögð á vöruþróun og það er óhætt að segja að við höf- um verið heppnir með nýjungar. Þessi auknu umsvif hafa gert það að verkum að þrengst hefur um plássið hjá okkur,“ sagði Sigurður. Kæra vegna byggingarinnar Framkvæmdir við stækkun Mjólkursamlagsins voru ekki boðn- ar út og fékk samlagið á sig kæru á þeim forsendum að verktakar hefðu ekki uppfyllt lagaleg skilyrði. „I fyrsta lagi var einungis um að ræða lítinn part af ffamkvæmdunum, það er að segja jarðvegsvinnu og sökkla. Við vorum búnir að afla verða úr reynslubanka og tókum ákvörðun um að semja við ákveðinn aðila. Forsendur kærunnar hafa verið hraktar enda uppfyllir verktakinn öll skilyrði. Sjálft húsið er límtrés- hús frá Flúðum sem við tókum fram yfir innflutt stálgrindarhús og verður reist á næstu vikum,“ sagði Sigurður. Aætlað er að bygginga- framkvæmdum ljúki í lok júlí. G.E. Mjólkursamlagið í Búðardal Samstarf Akranes- og Borgameslögreglu að aukast Aldrei verið vandamál Segir Þórður Sigurðsson yfirlögregluþjónn í Borgarnesi Annað slagið hafa samskipti lög- reglunnar í Borgamesi og á Akra- nesi verið til umræðu í fjölmiðlum og í tengslum við opnun Hval- fjarðarganga lýstu margir þeirri skoðun að ástæða væri til að end- urskoða löggæsluumdæmin. Að undanfömu hafa lögregluum- dæmin haft samvinnu um hraða- gæslu í nágrenni Hvalfjarðarganga og um síðustu helgi stóðu lögreglu- menn í Borgamesi og á Akranesi saman að því að góma bíff æfiia inn- brotsþjófa. Blaðamaður Skessu- horns hafði samband við yfirlög- regluþjónana þá Þórð Sigurðsson í Borgarnesi og Svan Geirdal á Akra- nesi og spurði hvort lögregluliðin væm farin að starfa saman í sátt og samlyndi. „Það hefur aldrei staðið neitt í veginum fyrir samvinnu á milli lögregluumdæmanna,“ sagði Þórður. „Við höfum starfað saman þegar á hefur þurft að halda. Sam- skiptaörðugleikamir hafa verið bún- ir til í fjölmiðlum og umræðan um samstarf þessara aðila hefur verið neikvæð. Aðstæður hafa hagað því þannig að samstarf lögregluliðanna hefur verið meira áberandi að und- anförnu en það hefur ávallt gengið vandræðalaust," sagði Þórður. „Við höfum átt góða samvinnu um hraðagæslu héma í nágrenninu effir að göngin opnuðu og einnig höfum við sinnt eftiriitd á svæði Borgarneslögreglu og samstarfið hefur gengið vel,“ sagði Svanur. G.E. Akranes Framkvæmdir við Stillholtið Þessa dagana standa yfir ffam- kvæmdir við nýja veginn við Stillholtið. I vikunni var lokið við að ganga frá öllum helstu lögn- um og stefnt er að því að ljúka við að steypa veginn um miðjan mánuðinn. Sömu tæki verða not- uð og þegar Kalmans- og Smiðjuvellir vom steyptir á síð- asta ári. Við lagningu nýja vegar- ins beinist umferðin ffá Stjóm- sýsluhúsinu og verslunum við götuna. Færast bílastæðin inn á gömlu götuna og verður svæðið afmarkað með kantsteinum. Að sögn Gísla Gíslasonar verður framhald á uppbyggingu gatna á Akranesi í sumar. Næst verður ráð- ist í að steypa Leynisbrautina og þar á eftir verður Jaðarsbrautin tek- in í gegn. Jaðarsbrautin er einstak- lega illa farin og segir Gísli bæjar- þeir hafa sýnt þessi síðustu misseri. yfirvöld íbúum við götuna þakklát K.K fyrir þá ótrúlegu þolinmæði sem I vikunni var gengiðfrá öllum helstu lögnum við veginn og nú er bara beðið efrir steyp- unni! Mynd: K.K Uppáhalds vefurinn vesturland.is Garðplöntustöðin Lágafell Höfum opið 10-20 Úrval sumarblóma - matjurtir - fjölæringar tré - runnar - rósir - limgerðis- og skjólbeltaplöntur. 6 km. vesfan Vegamóta. Byggjum á 8 ára reynslu f garðyrkju á Snæfellsnesi. Sfmi 435 6639 Kröftugur gróður í garðinn H öfu m til sö lu 6 0 teg u n d ir a f trjá m og runnum, sum arblóm og kálplöntur. 0pið frá kl. 13 til kl. 22 alla daga. 'eSllúMiÍH ígahHd íSííhhhí. Árniog Þuríður. Þorgautsstöðum 2 H v í t á r s í ð u . s: 435 1372 Kartöfluskífur til gratineringar og afhýddar kartöflur argreitt í 7 kg. fötum. Kartöflur í 25. kg. ækkjum. TAMNINO - ÞJALFUN Húsnœði óskast! Kaupfélag Borgfirðinga br; eða hús á leigu fyrir nýjai Um er ræða þriggja man Qóð fyrirframgreiðsla. Nánari upplýsingar vei Guðsteinn Einarsson e Georg Hermannsson í Kaupfélag Byggdasofri Dalamanna Laugum Dalasýslu. Opió frá 10. júní - 30. ágúst kl. 15 - 1S>. Príájudag - 5unnudags. Lokaá á mánudögum. Upplýsingar í símum :434 132Ö, Byggðasafn 4341550, Birna, 434 1272, Jóhann Veríð velkomin Safnvörður.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.