Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2002, Síða 9

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2002, Síða 9
Áhugaverðar bækur tmm bls. 7 In the Name {» Yltzhak Rabin's oorrow grariddaughter wrltes and Hope ^ about her grandfather,' her country, and the quest for peace M8A BEN AIIZI PEIOSSOF SAÍD K. ABURISH ARAFAT Ah arlömb rekur bakgrunn deilna þessara hópa og reynir að skoða þær frá sjónarhóli bæði araba og gyðinga. Morris er prófessor í sagnfræði við Ben-Gurion há- skólann í Beersheba í ísrael og hefur skrifað talsvert um sögu fsraels, meðal annars um palest- ínska flóttamenn og ísraelsku leyniþjónustuna. Honum þykir takast vel til við að gæta jafn- vægis í frásögninni og hefur bók- in hlotið frábæra dóma fyrir ná- kvæmni og áreiðanleika. Morris einbeitir sér að pólitískum og hernaðarlegum þáttum deiln- anna en lætur menningarlegar og efnahagslegar ástæður frekar liggja á milli hluta. Segja má að lokaniðurstaða hans endurspegli tilvitnunina á saurblaði bókarinn- ar: „I and the public know / What all schoolchildren learn, / Those to whom evil is done / Do evil in return. (W.H. Auden, „September I, 1939")" Vintage Books 2001 In the Name of Sorrow and Hope Vilji vestrænir lesendur sökkva sér ofan í umfjöllun um deilur ísraela og Palestínumanna er af ýmsu að taka og örlítið brot af því er að finna í íslenskum bóka- verslunum. Það vekur hins veg- ar athygli að nær allt fáanlegt lesefni sem skrifað er nálægt vígvellinum er eftir ísraelska höfunda. Líklega er þeim betur treystandi en aröbum til að skrifa hlutlausa frásögn. Eða hvað? — Það er að minnsta kosti ekki vitlaust að velta þessu fyrir sér áður en tekið er til við lesturinn. Fyrsta bókin sem við bendum á er In the Name of Sorrow and Hope eða í nafni sorgar og von- ar. Höfundurinn er Noa Ben Artzi-Pelossof, barnabarn Yitz- haks heitins Rabins. Noa minn- ist afa síns af virðingu og hlýju og elur augljóslega í brjósti sér sömu friðarþrá og hann. Þörfin fyrir að binda endi á stríðið við Palestínumenn og útrýma hatr- inu sem ríkt hefur milli þjóðanna er rauði þráðurinn í bók hennar. Þegar bók Nou kom út árið 1996, fáeinum mánuðum eftir morðið á afa hennar 4. nóvem- ber 1995, höfðu menn á orði að hún væri fulltrúi þeirrar kynslóð- ar sem ætti raunverulega von um frið. Þótt sú von hafi ef til vill dofnað er fróðlegt að lesa per- sónulega minningabók um einn þeirra manna sem undirrituðu friðarsamning- ana frægu í Osló 1993. Rabin var sæmdur frið- arverðlaunum Nóbels árið 1994 ásamt þeim Simoni Peres og Yasser Arafat en það er þó ekki aðeins stjórnmálamaðurinn sem birtist í bók Nou, heldur fyrst og fremst manneskjan Rabin. Schocken Books 1997 Righteous Victims - A History of the Zionist - Arab Conflict, 1881-2001 Deilur síonista og araba eiga sér langa sögu sem tengjist trú, siðum, pólitík og vísast fleiru, eins og lesa má í grein Lilju Hjartardóttur á næstu síðum. Benny Morris, höfundur bókar- innar Righteous Victims eða Réttlætanleg fórn- Arafat From Defender to Dictator Ævisaga Arafats, eða Mohammed Abdel Rahman Abdel Raouf Arafat Al Qudua Al Husseini eins og hann heitir fullu nafni, er áhugaverð lesning, ekki síst vegna þess að hún er skrifuð af Palestínumanni en án samráðs við forsetann. Höfundurinn, Saíd K. Aburish, fer gagnrýnum höndum um leiðtogann og segir hann gamaldags arabahöfðingja en dregur þó ekki úr afrekum hans. Hann sýnir hvernig Ara- fat náði að byggja upp þjóðerniskennd meðal Palestínumanna þrátt fyrir tilburði ísraelskra leiðtoga á borð við Goldu Meir til að drepa nið- ugaverðar bækur ísrael og Palestína ur samkennd þjóðarinnar. Hann rekur hvernig hann kom palestinsku þjóðinni á heimskortið og breytti eigin ímynd og stöðu í heiminum frá hryðjuverkamanni til friðarverðlaunahafa Nób- els. Erlendir gagnrýnendur hafa sagt bókina gefa athygliverða en lítt heillandi mynd af Ara- fat. Sú mynd hugnaðist þó einhverjum, til dæmis fagnaði gagnrýnandi Jewish Cronicle þeim afhjúpunum sem gerðar eru á valdatíð Arafats, þegar bókin kom út. Vert er að hafa í huga að bókin var fyrst gefin út 1998 en sem kunnugt er hafa mál þróast hratt í Palestínu og staða Arafats breyst verulega síðan þá. Bloomsbury 1999 Aö auki má benda á ótal fróðlegar síður um deil- ur Palestínumanna og ísraela á netinu. Meðal annars þessar: Um arababandalagið, nýlegan fund þess. Auk þess fjölmargar krækjur á áhugaverðar síður, m.a. fjöl- miðla í ísrael og Palestínu. http://www.guardian.co.uk/theissues/0,6514,18099, OO.html Umsögn Nóbelsnefndarinnar um fríðarverðlaunin 1994: http://www.nobel.se/peace/laureates/ 1994/press.html Oslóarsamkomulagið: http://almashriq.hiof.no/gener- al/300/320/327/oslo.html Umsögn Amnesty International um stöðu mála 5 árum eftir Oslóarsamkomulagið: http://www.am- nesty.org/ailib/aipub/1998/SUM/50200498.htm Alfræðibók gyðinga á netinu geymir upplýsingar um Ariel Sharon: http://www.us-israel.org/jso- urce/biography/sharon.html Að loknum kosningum í l’srael 2001 mátti lesa um Sharon og fleiri leiðtoga Miðausturlanda: http://www.cosmopolis.ch/english/cosmo 14/arielsharon.htm BBC sýndi þátt um meinta strlðsglæpi Sharons sl. sumar sem kallaði á viðbrögð: http://www.cdn-fri- ends-icej.ca/isreport/june01/bbc_sharon.html

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.