Kennarablaðið - 01.06.1900, Blaðsíða 2

Kennarablaðið - 01.06.1900, Blaðsíða 2
130 manninum kafnar lnín oflaust þegar í byrjun, af því að þeim gefst enginn kostur á að heyra eða lesa neitt sögulegs efnis, svo teijandi sé. Og ekki ruunu hinir vera færri, sem hún af- vegaleiðist hjá. Þeir fá steina fyrir brauð. Þeir fá illa samdar skröksögur, sem engan Jærdóm hafa að geyma, í staðinn fyrir sögur, sem bæði fela í sór santileik og lærdóm. f’ær ættu þeir að fá. Ekki svo að skilja, að eigi megi láta börn lesa eða heyra annað en það, sem er .$ögnlegur sannleiki. Ævintýrin eru sjaldnast bygð á neinum söguJegum viðhurðum, en fáir neita þó því, að þau séu góð og gagnleg fyrir börn til að byrja með, enda hafa þau og marga góða Jærdóma að geyma, og á bak við þau liggja æflnlega einhver sanníndi. Sama er og að segja um ýmsar skáldsögur, og geta þær því oft verið vel fallnar til lestrar fyrir eldri börn. En vaikárni verður hér við að hafa; því að oft getur það komið fyrir, að skáldsögur, sern eru góðar og gagnlegar fyrir fullorðna, séu óheppilegar, jafnvel skaðlegar fyrir börn. Jr’annig er því ekki varið með hreinar og beinar skröksögur (eða lygasögur, sem þær alment eru kall- aðar), sögur, sem engan sannleiksneista hafa að geyma, ridd- arasögur og þess konar. Það er ekki hægt að segja um þær, að þær geti rerið óhohar fyrir börn; þær eru það alt af og undantekningarlaust. Af tvennu illu er betra, að barnið hafl ekkert að lesa, en að það lesi sJíkar sögur, því að þær drepa niður sannleiksást barnsins og sljófga löngun þess eftir sönn- um fióðleik og mentandi lærdómi. En ein er sú saga, sem hvert einasta barn ætti að fá tækifæri til að lesa og nema, og það er saga ættjarðarinnar, saga þjóðarinnar, sem barnið á kyn sitt tii. að rekja-, sem það vex upp hjá og sem það á að starfa fyrir síðar í líflnu. Það er sönn saga og það er lœrdómSrík saga, og það er líka skemti- leg saga, þ. e. a. s. getur verið skemtileg og á að vera það, en er það ekki, af því að - hún er hér ekki til. Jú, vór höfum kenslubók í íslands sögu, sem notuð heflr verið á skólunum nú uin nokkuð mörg ár,; en hana er naumast unt að telja með kenslubókum fyrir börn, og skemtileg er hún í öllu falli ekki. Að öðru leyti skal það sagt um þá bók, að hún er

x

Kennarablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kennarablaðið
https://timarit.is/publication/37

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.