Kennarablaðið - 01.06.1900, Blaðsíða 3

Kennarablaðið - 01.06.1900, Blaðsíða 3
131 allíar virðingar ver'ð í sinni röð, einkum þegar tillit er tekið til þess, að það er fyrsta tilraun í því efni. Hún her óneitan- legá vott um mikinn fróðleik höfundarins, og vér efumst eigi uin, að hann' hafi náð því takmarki, sem hann hefir sett sér, að serojá yfirlit yfir sögu íslenzku þjóðarinnar frá fyrstu tím- um óg fram að lOOOára-hátíðinni. Og það eitt er mjög mikils virði. Þánnig löguð bók getur verið fullnóg kenslubók fyrir skóla, sem hafa þróskaða nemendur, duglega kennara og næg- an tíma; þvi vitanlega þarf að fyila upp í ayðurnar með munn- legri frásögn .alisstaðar þar sem kenslubækurnar eru með yfir- lits-sníði. En til þess að vera kenslubók fyrir börn er þessi íslandssaga illa fallin, og það einkum vegna þess, að hún er fremúr yfiriit en samanhangandi saga. Það er nauðsynlegt, að börnin fái nákvæmlega útskýrt það sem þau læra; og með tilliti til sögunnar er einkum áríðandi, að samband orsaka og afleiðinga komi skýrt frarn. í því er lærdómurinn sérstaklega fólginn. En i yfirliti, þar sem að eins lauslega er drepið á margt, er þessa eigi að vænta. Menn munu ef til vill segja, að úr þessu mætti bæta með munnlegum skýringum. En þess er eigi kostur í baraaskóíunum. Fyrst og fremst er þess að gæta, að kennararnir þyrftu þá að hafa all-víðtæka sögulega þekkingu, miklu víðtækari en barnakennarar nú alment hafa; það er drepið á svo matgt í þessari bók. En hitt er þó enn verra, að tíminn leyfir það ekki. Ef kennararnir ættu að út- skýra alt, sem í bókinni stendur, svo að börn gætu haft veru- leg not af því, mundi það taka of langan tíma frá öðrum náms- greinum, sem líka er nauðsynlegt að kenna. Yér álítum .því barnaskólana alt að því kenslubókariausa í íslandssögu, þótt vór höfum þessa bók. Nú nýlega hafa birtst í „Bókasafni alþýðu“ nokkurir „Pættir úr íslendingasögu", eftir cand. Boga Melsted. Pó þættir þessir án efa séu góðir að öðru leyti, þá lízt oss samt þannig á þá, að þeir muni ekki bæta úr kenslubókarskortinum, era víst ekki til þess ætlaðar að vera kenslubók. Sum af blöðum vorum halda því fram, og það án efa með réttu, að nú á síðari árum hafi óhugur og trúleysi á við-

x

Kennarablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kennarablaðið
https://timarit.is/publication/37

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.