Kennarablaðið - 01.06.1900, Blaðsíða 7

Kennarablaðið - 01.06.1900, Blaðsíða 7
135 að telja upp hér. Aðal-tilgangur minn með því að skrifa línur þessur er sá, að vekja athygli manna á nauðsyn kennarafé- laga út um landið og skora á starfsbræður mína að gefa j>ví máli gaum. Bins og kunnugt er, var ,,hið íslenzka Kennarafélag" stofn- að í Reykjavík 1889, og er það mér vitanlega hið eina kennara- félag, sem nú er til hór á landi. Kennarar í Skagafirði munu að vísu hafa stofnað félag með sér, en eigi heyri ég þess að neinu getið. Um „hið íslenzka Kennarafélag" sé ég enga ástæðu til að fjölyrða hér; „Kennarabi." hefir áður skýrt frá ástandi þess. En á það vildi óg minna starfsbræður mína, kennarana, að vér megum eigi láta við svo búið standa. Oss er öldungis bráðnauðsynlegt að koma oss upp félögum út um landið, svo að vér getum starfað í sameiningu. M'argt það, er að alþýðumentamálum iýtur, liggur í kaldakoli, og það sannast, að ef vér kennararnir drögum oss í hlé, þá verður aidrei neinna verulegra framfara að vænta- í þeim efnum. En til þess að vér getum starfað nokkuð til gagns, þurfum vér að sameina krafta vora. í síðasta biaði „Kennarabl." er talað um örðugleika þann og kostnað, sem fundarsókn til .Reykjavíkur mundi hafa í för með sér fyrir kennara, sem í fjarlægð búa, og skal ég játa, að þetta er satt. En eins og bent hefir verið á, mætti úr þessu bæta með því að kóma upp smádeildum, er stæðu undir aðal- umsjón „hins isl. Kennarafélags. * Máli þessu var eitt sinn hreift í „Heimilisblaðinu", sem gefið var út í Reykjavík fyrir nokkurum árum, en því var þá enginn gaumur gefinn. Skyidi enn fara á sömu leið? Ég býst við að fá að heyra. ýmsar raddir, sem telja þetta ómögulegt sökum strjálbygðar og fátæktar. En „viljinn dregur hálft hlass“, og eigi efa óg það, að viljinn só til hjá allmörgum. Ég fyrir mitt leyti álít, að vér kennarar höfum bæði nægan tíma og. tækifæri til að gefa oss við þessu máii, og einnig svo mikii efni, að vór gætum vel komið upp slíkum fólögum; kostnaðurinn við það þarf ekki að vera svo mikill. En það er anðvitað, að á meðan menn horfa að eins á örðug-

x

Kennarablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kennarablaðið
https://timarit.is/publication/37

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.