Kennarablaðið - 01.06.1900, Blaðsíða 9

Kennarablaðið - 01.06.1900, Blaðsíða 9
137 og fjórði flokkurinn vill uppala börnin til siálfsafneitunar. Jafn- framt þessu er sýnt fram á, að engin af þessum stefnum só fullkomlega rétt; það er nokkuð rétt í þeim öllum, en sé ein- hverri þeirra fylgt út í yztu æsar, verður uppeldið alt of einhliða. Pegar höf. því næst vill láta í Ijósi skoðun sína á því, í hverju sannarlegt uppeldi sé innifalið, þá byrjar hann með því að benda mönnum á frásöguna í Jerem. 38, 6—13. Vér mennirnir erum fallnir og höldum stöðugt áfram að falla, ef enginn „dregur oss upp“ (en „a.ð draga upp“ er hér sömu merkingar sem „að ala upp“, sambr. danska orðið „Opdragelse"). Og sá eini, sem getur „dregið oss upp“ úr spillingunni og syndinni, er frelsarinn Jesús Kristur. „Lífið í J'esú Kristi er eitt saman sannarlegt uppeldi, því að það eitt hefir kraft til að „draga oss upp.“ Þessu 'næst athugar höf. þær tálmanir, sem aftra svo mörgum frá að veita þessari hjálp viðtöku. Sumir meta þekk- inguna meira en lífið sjálft, trúin kafnar í trúfræðinni; sumir misskiija fagnaðarboðskapinn eða reiðast, þegar guðs orð kem ur við kaun þein-a; sumir vilja ekki láta „draga sigupp“, þeir eru orðnir spillingunni svo innlífaðir, og enn eru nokkrir, sem ímynda sér, að þeir séu sokknir svo djúpt, að öll hjálp sé ómöguleg. — En „hvernig getur sá dregið aðra upp, sem ekki hefir verið dreginn upp sjálfur ?“ Vér hljótum að veita náðinni viðtöku með „báðum höndurn", bæði með syndajátningu og þakkargjörð, til þess að vér eigi þreytumst og föllum niður aftur, og vér verðum stöðugt að horfa upp á við, en ekki niður, svo oss sundli ekki. Loks sýnir höfundurinn í niðurlagi bókarinnar, hvernig þetta eina: litandi trú. á Krist., innifeiur í sér allar þær aðal stefnur uppeldisins, er minst var á í upphafi; skorar hann á öll kennaraefni að veita náðinni móttöku, svo að þeir síðar geti starfað að því „að draga aðra upp“. Niðurlagsorðin eru þessi: „Vér höfum fengið ný skólalög, og það er gott og bless- að. En gleymum eigi fyrir því gömlu skólalögunum, sem

x

Kennarablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kennarablaðið
https://timarit.is/publication/37

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.