Kennarablaðið - 01.06.1900, Blaðsíða 12

Kennarablaðið - 01.06.1900, Blaðsíða 12
140 2. Ingibjörg Stefanía Guðmundsdóttir: í bóklegu dável; í verklegu dável -f-; 3. Guðrún Daníelsdóttir: . . . í bóklegu dável -f-; í verklegu vel -(-. Bóklega próflð er bæði skriflegt og munnlogt. Eitgjörðar- efnið var: nátlúrufrœðiskenslan. í verklegum æflngum fengu nemendurnir verkefni úr trú- arbrögðum, íslenzku, reikningi, landafræði, náttúrufræði og náttúrusögu. Prófdómendur voru þeir síra Jens Pálsson i Görðum og Sigurður kennari Jónsson í Reykjavík. Stýrimannaskólinn. Par var haldið stýrimannapróf hið meira dagana 18.—23. maí. Gengu tveir af nemendum skól- ans undir það og fengu þessar einkunnir: 1. Ólafur Sigurðsson (Flatey) ...............100 stig. 2. Halldór Ágúst Halldórsson (ísaf.) ... 90 —. Hæsta einkunn við próf þetta er 112 stig, en til að stand- ast það þarf 48 stig. Prófdómendur voru, auk forstöðumanns skólans, M. F. Bjarnasonar, þeir premierlautenantar L. V. 0. Tvermoes og A. G. Topsöe-Jensen, fyrirliðar á „Heimdal". En til að dæma um kunnáttu í tungumálum og farmannalögum voru skipaðir þeir Eiríkur Briem prestaskólakennari og Oddur Gíslason yfir- réttarmálfærslumaður. Möðruvallaskólinn. Paðan höfum vér frétt, að 16 nem- endur hafi tekið burtfararpróf, sem haldið var í miðjum f. m. Nákvæmari fréttir ólcomnar enn. Kvennaskólinn i Reykjavík. Honum var sagt upp 14. maí, eins og venja er til. Yið lok skólaársins voru í honum 32 fastar námsmeyjar, í neðstu deild 6, í 2. deild 10, í 3. deild 7, og í efstu deild 4, og auk þessara 5, sem að cins tóku þátt í einstökum námsgreinum. Pegar skólinn var stofnaður, 1874, var að eins einn bekk- ur í honum; 1878 var öðrum bekknum bætt við, 1888 þriðja bekknum og loks 1898 hinum fjórða. Tilgangurinn með stofn- un þessarar síðast töldu deildar var bæði sá, að gefa vel undir-

x

Kennarablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kennarablaðið
https://timarit.is/publication/37

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.