Kennarablaðið - 01.06.1900, Blaðsíða 15

Kennarablaðið - 01.06.1900, Blaðsíða 15
143 sem uppeldismeðali. Þetta.er ef til vill ekki með öilu ástæðu- laust, sé öll möguleg varúð viðhöfð og hins strangasta hófs gæ.tt. Skólablað eitt danskt tekur það fram 1 tilefni af pessu, að oft muni það gera börnunum meira andlegt tjón en líkam- legt gagn að taka þátt i dansi, eins og. hann nú venjulega fer fram á dansskólum og barnadansleikum í Danmörku. Um dansinn sem skemtun segir héraðslæknh' Petersen rneðal annars: Að vísu er mögulegt að koma samkvæmisdansinum þannig fyrir, að hann geti orðið saklaus og hættulaus skemtun fyrir börn og unglinga. En einnig má nota hann þannig, að hann verði þeim til ómetanlegs tjóns. Yngri börn en 9— 10 ára ætt.u alls ekki að fá leyfi til að sækja dansskemtanir, meðal annars vegna þess að þær standa oftast aJt of lengi yfir. Börn hafa bezt af að komast tíman- lega í rúmið að kvöldinu. Datisskenitanir eiga bezt við þrosk- aða unglinga og, vel að merkja, hrausta unglinga. í?ótt þetta sé ritað af dönskum manni og fyrir Dani, sem dansa yfirleitt raerai en vér íslendingar, þá er þó eigi ómögu- legt, að einn eða annar „mörlandinn" kynni að hafa gott af að íhuga það. Dansinn er auðsjáanlega að færast í vöxt hér á landi, einkum í kaupstöðum og sjóþorpum. Og það er ískyggilegt, ekbi einungis vegna þess, að hann get.ur verið og er oft til muna skaðlegur, bæði fyrir óþroskuð börn og veik- bygða unglinga, heldur og af því að hætt er við, að hann út- rými með tímanum öllum öðrum skemtunum, sem su.mar hverjar eru miklu þjóðlegri, og því ilt að missa þær, t. d. gJímurnar. Það lítur að minsta kosti út fyrir, að margt af „unga fólkinu" finni nú orðið ekki „púður“ í neinu nema dansinum. Myndir í sJcólunum. Kenslumálaráðgjafinn á FrakkJandi sendi í fyrra alþýðuskólunum þar allmikið af myndum að gjöf, og lét þessa orðsendingu fylgja: Skólinn á ekki að eins áð vera með sem allra haganleg- ustu fyrirkomulagi, heldur og þannig, að hann glæði fegurðar- tilfinninguna og veki gleði í huga barnsins. Iiann á ekki að vera áfangastaður, þar sem börnin njóti kenslu við og við á aldurstímabilinu frá 6—13 ára. Hann á að vera heimili, eins konar foreldrahús, sem menn gjarnan halli sér að, ogþarsem menn með jafnöldrum sínurn leit.i til kennarans eins og ráð- gjafa og vinar, er getur veitt þá aðstoð, sem menn þurfa á að halda siðar í lífinu. Þess vegna óska ég, að kenslustofurnar séu viðkunnanlegar og að þær séu skreyttar með myndum.

x

Kennarablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kennarablaðið
https://timarit.is/publication/37

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.