Helgarpósturinn - 15.08.1980, Blaðsíða 6

Helgarpósturinn - 15.08.1980, Blaðsíða 6
■ Hér birtistannar hluti Morðgátu Helgarpóstsins sem hófst í síðasta tölublaði. f lok hans er varpað til lesenda fyrstu ráðgátunni af alls þremur sem þeir geta spreytt sig á að leysa og varða framvindu málsins. Spurningin er: Hver gömlu bekkjarfélaganna sjö sem koma saman til endurfunda á Útey á Breiðafirði er feigur? Þeir iesendur sem telja sig búa yfir nægilegri „menntaðri ágiskunargáfu" til að svara þessari spurningu skulu senda hið snarasta meðfylgjandi seðil til: Morðgáta Helgarpóstsins, Helgarpósturinn, Síðumúla 14, Reykjavík, og verður dagsetning póststimpils iátin skera úr um hvortseðillinn hefur veriðsendur nægilega snemma því I Fðstudagur i5. ágúst 1980 hie/garpósfurínrL þriðja hluta Morðgátunnar I næsta tölubíaði verður þess- ari spurningu svarað. I lok þriðja hluta birtist jafnframt ráðgáta númer tvö, sem svarað verður í f jórða hluta. Fjórða hluta lýkur svo með stóru spurningunni: Hver er morðinginn? Og henni svarar fimmti og síðasti hluti. I boði fyrir rétt sVör við tveimur fyrri gátunum eru tvenn bókaverðlaun að verðmæti um 40.000 krónur, en ferða- vinningur að verðmæti um ein milljón býðst þeim lesanda Helgarpóstsins sem svarar lokaspurningunni rétt. Dregið verður úr réttum svörum ef margir eru jafn getspakir. Þá eru tíu aukaverðlaun að verðmæti um 20.000 kr. til handa þeim sem senda inn rétt svör við öll- um þremur spurningum. Það er því nauðsynlegt að fylgjast náið með framvindu Morðgátunnar. Athugið: Aðeins þau svör verða tekin gild sem send eru inn á seðl- inum hér að neðan. „i þau skipti sem ég hef siðan veriö I (Jtey meö Helga höfum viö veriö tveir einir f húsinu, svo ég varö undrandi þegar hann kom til min núna á afmælinu minu, 14. júli, og bauö mér til (Jteyjar um verslunarmanna- helgina og bætti þvi viö, aö viö yröum ekki tveir heldur fleiri...” SAKAMÁLASAGA EFTIR ÞRÁIN BERTELSSON 2. HLUTI Þaö eru tvö ár siöan ég kom í fyrsta sinn til (Jteyjar. Þá var ég illa til reika. Konan min hún Jenny varfarin frá mér með dætur okkar tvær, aftur til Glasgow, og ég var búinn aö vera fullur i mánuö. Viö hittumst þegar ég var viö nám i Skotlandi og ég sagöi henni frá Islandi og öllum afrekunum sem ég ætti þar óunnin og svo giftum viö okkur og þegar tvihur- arnir fæddust hætti hún félagsfræöinám- inu og annaðist bömin og heimiliö, tvö hráslagaleg kjallaraherbergi, og ég lét meistaraprófið duga, hætti viö doktorinn, ogviöfluttum „heim” til Islands. Þaö var áriö ’73. Jenny þoldi aldrei Island. Hún fékk enga vinnu og var bundin yfir börnunum allan daginn i alls konar leiguhúsnæöi fyrstu þrjú árin og svo i 4ra herbergja ibúö i Breiöholtinu sem viö keyptum ’76 um leiö og ég fékk lifeyrissjóösréttindin, og ég kenndi næstum tvöfalda kennslu viö Gagnfræöaskóla Austurbæjar og þar aö auki ensku i einkatlmum. Ekki veitti af, þvi viö áttum minna en ekki neitt þegar ég kom frá námi og kennaralaunin hrökkva skammt til aö borga af húsgögnum, ibúö, bil, lánum og sköttum og öllum þessum reikningum sem streyma inn um bréfa- lúgurnar hjá venjuíegum þjóöfélagsþegn- um til aö minna þá á aö halda sig viö efn- iö. Viö gátum aldrei setiö á sátts höföi. Henni leiddist. Sagöist vera einangruö. Fyrst var þaö vegna þess aö hún kunni ekki m áliö og var bundin yfir bömum. Svo fékk hún ekki vinnu vegna þess aö hún haföiekki næga menntun, þvi hún varö aö hætta námi vegna mln og telpnanna. Svo vissi hún ekki hvaö hún vildi læra, jafnvel þótt hún heföi getaö fariö I Háskólann. Og hún var alltaf jafnein I Breiðholtinu þótt byggðin héldi áfram aö vaxa. Hún öfund- aöi mig af þvi aö fá aö vera allan daginn innan um fólk og ég öfundaði hana af þvf aö fá aö vera ein meö sjálfri sér, og hún öfundaöi migaf þvf aö þurfa ekki alltaf aö vera aö hugsa um telpurnar og ég öfund- aöi hana af því aö fá aö vera meö þeim og þekkja þær og sjá þær þroskast og leiö- beina þeim. Viö vorum bæði jafnóánægö meö okkar hlutskipti og óánægjuna létum viö bitna hvortá ööru. Hún jagaöist og slfraöi þeg- ar ég kom heim, svo ég fór aö reyna aö vera minna heima og eftir þvl magnaöist ófriöurinn og ég fór aö drekka meira og meira og synti gegnum dagana slævöur ográöþrota og til aö reyna aö komast hjá illindum reyndi ég aö hjálpa til viö heimilisverkin , þegar ég kom heim á kvöldin eöa um helgar og sagöist styöja réttindabaráttu kvenna af öllu hjarta, þótt mér fyndist ég sjaldnast vera annaö eöa meira en þræll i vinnunni og á heimil- inuog nauöugur viljugur i réttindabaráttu kvenfólks, eigandi sjálfurfárra kosta völ, njótandi fárra réttinda. Viö Jenny vorum auövitaö sammála um aö þetta væri þjóðfélaginu aö kenna, þaö er aö segja I þau skipti sem viö gátum spjallaö saman i friöi og spekt eins og alminlegar manneskjur, i staö þess aö kenna hvort ööru um alla jarðneska ógæfu. En hlutirnirlögúöustilftiö þótt maö- ur heföi vit og menntun til aö kenna þjóö- félaginu um þaö sem úrskeiöis fór. Svo gekk þetta ekki lengur, Jenny fór frá mér með telpumar. Til foreldra sinna iSkotlandi. Þaö var i júní ’78. Þá gafst ég upp og ákvaö aö láta ekki renna af mér framar. Ég var eyöilagöur maöur, ekki af ljúfsárri ástarsorg — til þess höföum viö Jenny kvaliöhvort annaö of mikiö —held- ur vegna þess að mér fannst sú þrönga sylla sem ég haföi staðiö á hafa hrunið undan fótum mér. Ég var eins og fuglinn f bjarginu hérna i (Jtey, nema hvaö ég gat ekki flogiö. Drykkjan stóö i rúman mánuö upp á hvern dag, hverja vökustund alls konar fólk gekk ljósum logum i fbúöinni, talaöi, hló, grét og drakk og dreyföi um sig ösku ogeyðileggingu— og ég þekkti ekki lengur mun dags og nætur og var i senn drukk- inn, timbraöur og edrú. Ég sat einn i eldhúsinu yfir hálfri flösku af brennivini og haföi ekki döngun i mér til aö þvo upp óhreinu glösin i vaskinum fremur en daginn áöur eða daginn þar á undan. Þá var dyrabjöllunni hringt. Ég þekkti hann strax, ljóshæröan og búlduleitan, þótt ég heföi ekki séö hann lengi. — Nei, er þaö Helgi, sagöi ég. Séra Helgi, komdu sæll og blessaöur í Jesú nafni og fjörutíu. Hann kom inn. Ég bauö honum i eldhúsiö og reyndi um leiö aö loka dyrunum innf svefnherbergiö og stofuna, svo hann sæi ekki viöur- styggöina. Ég bauö honum kaffi, en þaö var ekkert kaffi til. — Þú fyrirgefur, sagöi ég, en þaö er svona þegar maöur er grasekkjumaöur. Konan min skrapp meö börnin aö heim- sækja foreldra sfna I Skotlandi. — Þaö gerir ekkert til meö kaffiö, sagöi hann. Mig langar hvort eö er dckert f kaffi. — En ég á te einhvers staðar, sagöi ég. Þaö er svona þegar maöur er einn. Maöur hefur enga reglu á hlutunum. Ég var aö hugsa meö mér af hverju f andskotanum hann heföi þurft aö rekast inn. — Grasekkjumaöur? sagöi hann. Ég hélt þiö væruö að skilja. — Skilja? sagöi ég. Af hverju hélstu þaö? — Ég hélt þaö, sagöi hann. Ég hef haft spurnir af þér alltaf ööru hverju. — Já, viö erum skilin. — Ég frétti þaö, sagöi hann. Svo mér datt f hug aö lita viö. — Af hverju? sagöi ég. Ég þarf engan prest. Engan andskotans prest. — Ég er nú heldur ekki I hempu, sagöi hann. En mér leiðist aö vera einn og datt í hug að þér gæti leiöst llka. Ertu ekki til i aö koma meö mér i smáferöalag? — Hvert? sagöi ég. I biltúr til Þingvalla svo viögetum rætt málin? Nei.þakka þér fyrir Helgi minn. Ég þarf ekki að skrifta núna. Ég ætla aö reyna aö syndga soldiö meira fyrst. Ogtil aö árétta forherðingu mina tók ég fram brennivinsflöskuna sem ég haföi stungiö inn f ruslaskápinn þegar dyra- bjöllunni var hringt: — Má ég ekki bjóöa þér brennivfns- staup fyrst konan er stungin af meö bæöi teið og kaffið? — Jú, þakka þér fyrir, sagöi hann. Ég er sólginn f brennivfn. Sérstaklega ef þaö er iskalt. — Þetta er volgt, sagöiég. Hlandvolgt. — Ja, ekki er þaö verra, sagöi hann. Þá finnur maður fyrst bragöiö. Þaö var ekki Þingvallabiltúr og tveir tfmar af skriftamálum sem Helgi haföi f huga þennan dag. Hann fékk mig til aö koma meö sér til (Jteyjar og þar dvaldi ég hjá honum f næstum tvo mánuöi. Ég frelsaöist ekki, enda geröi Helgi enga tilraun til aö frelsa mig né heldur snúa mér frá brennivfni. Afturá móti tókst honum að koma mér aftur á réttan kjöl. Hvaö meina ég meö þvf? Jú, ég er ekki aö tala um kraftaverk. Þegar ég segist vera kominn á réttan kjöl á ég viö, aö ég er aftur oröinn virkur þjóö- félagsþegn í þeim skilningi, aö ég get stundaö mlna vinnu og uppfyllt mínar skyldur og mér líöur stundum prýöilega og yfirleitt er ég ekki aö hugsa um hvernig mér liður. Ég biö ekki um meira. Ég biö ekki um kraftaverk. Til aö biöja um kraftaverk þarf maöur aö trúa á þau. Ég trúiekki á neitt. Ég trúi ekki einu sinni á aö þaö sé rétt að trúa ekki á neitt. Hins vegar veit ég aö Helgi bjargaöi lífi minu. Hvort svo sem það hefur haft ein- hvern tilgang eöa ekki. Ég sagöi þetta viö hann þegar ég fór. — Bjargaðlifiþinu? sagöi hann. Já, þaö getur vel veriö. — Ætlastu ekki til að ég þakki þér fyrir þaö? spuröi ég. — Nei, sagði hann. Iþau skiptisem ég hef siöan veriö i' Út- ey meö Helga höfum viö veriö tveir einir I húsinu, svo ég varð undrandi þegar hann kom til minnúna á afmælinuminu, 14. júli og bauð mér til Úteyjar um verslunar- mannahelgina og bætti þvi viö, aö viö yrö- um ekki tveir heldur fleiri. — Hverjir veröa? spurði ég. Frh. á bls. .9 c HVER VAR FEIGUR? SVAR: ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Sendandi: NAFN HEIM/LISFANG SÍM/

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.