Helgarpósturinn - 15.08.1980, Blaðsíða 11

Helgarpósturinn - 15.08.1980, Blaðsíða 11
fmlcj&t /JOifcjOnn'Föstudagur 15. ágúst 1980 11 VEIÐIMENNSKA: Laxinn ...þá stemmdihann akkúrat Istæröinni...” Teikning Jörundar við sög- una af „þeim stóra”. stækkaði V í frystinum Veiðisaga úr fórum Jörundar Pálssonar Jörundur Pálsson arkitekt og listmálari er einn þeirra manna, sem eru hafsjór af skemmtileg- um veiðisögum. Félagar hans í Stangveiðifélagi Reykjavíkur hafa notið góðs af þvi, þar sem hann hefur nokkrum sinnum sagt sögur á fundum þar og teiknað myndir af atburðunum um leið. Fristundapósturinn bað Jörund um að miðla lesendum úr sögu- brunninum og brást hann vin- samlega við þvi. Eftirfarandi sögu gefur hann nafnið SÁ STÓRI, en hún gerðist fyrir nokkrum árum. Gefum Jörundi orðið. „Konan min var i tiskubrans- anum og fór þvi tvisvar á ári til innkaupa i Ameriku. Þar tók á móti henni fullorðinn maður, verkfræðingur, sem var mikill veiðimaður og hafði rennt fyrir flestar tegundir fiska. En hann hafði aldrei veitt Atlantshafslax og langaði mikið til að fá tækifæri til þess áöur en hann dæi. Nú, hann kom svo hingað, gisti hjá okkur og við gerðum allt sem við gátum fyrir hann. Það var farið með hann i Elliðaárnar, en það var sama hvað við reynd- um. Menn veiddu vel báöum megin við hann, en hann fékk ekkert. Þegar við vorum að gef- ast upp, heyrist karlinn allt I einu hrópa og þá var hann búinn að setja i fisk. Það reyndist vera þriggja punda lax. En það gerði honum ekkert til. Aðalah'iðið var, að nú hafði hann veitt sinn fyrsta Atlantshafslax. Karlinn fór svo til Þyskalands, en bað mig um að senda sér lax- inn með Goðafossi. Ég setti lax- inn í frysti i Sænska frystihúsinu og i nóvember fæ ég skeyti frá karlinum, þar sem hann segir, að nú sé Goðafoss að fara til Am- eriku og biður mig aö senda sér laxinn. Þegar ég kom að sækja laxinn vildi dcki betur til en svo, aö búið var aö stela laxinum. Eg bar mig upp við verkstjórann og sagöi honum að þama væri búið að stela fyrsta laxi 75 ára gamals manns. Verkstjórinn sagði það- ekkert mál. Ég skyldi bara sækja einn i geymsluna. Þar voru laxar I bUnkum og stóð Sild og fiskur á hillunni. Þá mundi ég, að ég hafði ekki sagt verkstjóranum hvað laxinn var stór, svo ég hugsaöi með mér að það væri i lagi að taka vænni fisk. Ég greip þvi 18 punda hæng og sendi karli. Ég bjóst viö að fá skammarbréf tilbaka, en það var aldrei minnst á stærðina á fiskin- um. Karlinn sat á hverjum degi frá fimm til hálfsjö á sama barn- um og spjallaöi við kunningjana oghannhafðialltaf verið að segja þeim frá Atlantshafslaxinum. Þegar svo laxinn kom, stemmdi hann akkúrat i stæröinni, þvi hann var alltaf að stækka.” anna „Bols Brillancy Prize” fékk eftirfarandi spil. Suður spilar þrjú grönd. S AD862 H 3 T AG9752 L 6 S 543 H G1072 T 4 L KDG107 S 9 H KD964 T D63 L A432 Italskt par var N-S. Frakkinn Gilles Chren sat Vestur og lét Ut spaðagosa, sem drottning norö- urs tók. Þá kom hjarta þrisíur. Suður lét kónginn og vestur tók með ás. Við, sem sjáumöll spilin hefðum farið i laufið, en Chohen lét spaöakóng til þess að eyði- leggja spaða innkomuna, vegna tígulsins. Norður tók á spaða- ásinn og spilaöi lágum tigli á drottninguna hjá sjálfum sér. Vestur lét áttuna! Suöur hélt áfram með tigul og þegar tian kom frá vestri, lét hann ásinn. Þegar austur átti engan tigul hrundi spilið. Það hvarflaöi ekki að suðri að vestur heföi farið svona kærileysislega með kóng- inn. Hefði vestur tekið hjarta- drottninguna stóð spiliö. Þeir eru klókir sumir! S KG107 H A85 T K108 L 985 ÁNING við Vesturlandsveg sími 66500 Erum með: ................= 11 ' .: Heita og kalda rétti, ...—- grill-rétti, veislurétti, ■ 11 smurt brauð og snittur. BERJATINSLA: Otlit fyrir GOTT BERJAÁR 36 laxveiðisumur — Er þetta dæmigert um veiði- menn? „Ja, það er sagt að þár verði handleggjalangir.” Jörundur hefur stundaö lax- veiðar í 36 sumur, en i fyrrasum- ar og nú I sumar hefur hann eng- an lax fengiö og eru þaö fyrstu sumrin siðan 1943, sem svo fer. Eina veiðiferöin þessi tvö sumur var lika rannsóknarferð snemma i sumar i ármótin i Hvitá, þar sem Stangveiðifélagið hefur feng- ið veiðirétt. Vegna jökulhlaups- ins i ánni hafa aðeins veiðst þar fjórir laxar, „fyrir einhverja til- viljun,” segir Jörundur. En þrátt fyrir veiðileysi kvað hann dvöhna við Hvitá hafa verið dásamlega. Fegurð umhverfisins var fullnægjandi. „Góður veiöi- maður er aUtaf góöur náttúru- skoðandi,” sagði hann. Annars hefur Jörundur veitt mest i Laxá i Þingeyjasýslu, á „ánna.” „Nú hefur maður ekki ráð á þvi lengur að veiða þar. Otlending- arnir sem veiða hér á kostnað fyrirtækja sinna sprengja veröið upp. Þá skiptir engu máli hvað þetta kostar.” „Þetta lltur nokkuð vel út,” sagði Rósa, húsmóðir á Brjáns- læk i Baröastrandahreppi, þegar HP spuröist fyrir um ástand berja fyrir vestan. Allir, sem við töluöum við á Snæfellsnesi og Vestfjöröum, voru sammála um aö berin væru óvenju snemma tilbúin núna og eins aö nóg væri af þeim. „Jú, þaö er útlit fyrir gott berjaár,” var viðkvæöiö. Menn þakka þetta góðu vori og sólriku sumri. Ef tiðin helst, ætti að vera hægt að fá fylli sina af berjum þetta árið, að minnsta kosti þeir sem leggja leið sina vestur. Sumir eru sennilega farnir að fá vatn i munninn, enda langt siðan að hægt var að smakka þessa ágætu fæðu. I fyrrasumar eyðilögðust berin i frosti áður en hægt var að fara að tina þau. Samkvæmt upplýsingum Vest- firðinga er berjatiminn nú runn- inn upp, hálfum mánuði fyrr en venjulega. Ferðafélag Islands hyggur á berjaferð I Vatnsfjörð fljótlega og Útivist er einnig farin aö huga að slikum leiðangri. Venjulega hefur Útivistarfólk lagt leið sina tilHúsavikur, eni' ár mun vera litið um ber þar, svo sennilega verður breytt um ferðaáætlun. Það eru aðaUega aðalbláberin, sem fólk sækist eftir á Snæfells- nesi og Vestfjörðum, en þar má einnig fá nóg af krækiberjum og bláberjum. Hér á Suð-vesturlandi er viöa sæmilegt berjaland fyrir þá íbúa höfuðborgarsvæðisins, sem ekki hafa tök á að fara langt til berja. Þar má minna á Hafnarfjaröar- hrauniö, Heiðmörk og Þingvelli sem dæmi. rBALEWIN- ryrir atvmnuraenn, sem Dýríenaur Bæði atvinnumenn, byrjendur og allir aðrir geta treyst því að BALDWIN uppfyllir allar þeirra kröfur — og meira til. Style 914 Hér er um eigulegan grip að ræða. Kassinn er úr hickory og bekkur fylgir. BALDWIN píanó hafa fyrir löngu sannað yfirburði sína. Hljóöfæraverslun PÆLMhRS /WtHf Grensásvegi Skyline 450 KT Ný gerð af orgelifrá BALDWIN. Afar fjölhæft hljóðfæri, á verði sem allir ráða við. 12 — Sími 32845.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.