Helgarpósturinn - 15.08.1980, Blaðsíða 22

Helgarpósturinn - 15.08.1980, Blaðsíða 22
22 Föstudagur 15. ágúst 1980 Dagstund meö Peter Stein eftir Hrafn Gunnlaugsson Berlin og bjór i jiili. Borg hand- an viö miir. örlitiö svæöi þar sem ekki veröur komist hjá þvi aö þjappa öllu saman og skipuleggir og borgarstjórnarmenn hafa ekki getaö þaniö sig Ut i óbyggöir. Lifsorka, mannlif, list, leikhús. Júli, 10,80. Ég hitti PeterStein i Schaubune kl. 15.30. Peter Stein er hiklaust einn af leiöandi sviös- leikstjórum heimsins i dag. Ahrifa hans gætir um allt og hér upp á tslandi var uppsetning á Stundarfriöi undir greinilegum áhrifum frá þessum kraftmikla ofvirkja. Hann togaöi stööugt i óræktarlega skeggbrodda, þegar hann heilsaöi og bauö upp á irsk- an bjór. Sjálfur drakk hann koniak og sódavatn. Hann byrjaöi á þvi aö yfirheyra mig, hvaö ég heföi gert og spuröi i þaula út i smáatriöi. Hann var alvarlegur i bragöiog vildivita alltum Island. Loks rif juöum viö upp dvöl hans á Islandi vegna undirbúnings á kvikmyndinni Sagan um Sám, hann hló þegar hann minntist þess aö á Islandi heföum viö sagt „good bye^ á meöan ibúöin min skalf af pönkrokki, Sex Pistols. Viö töluöum um Oriest eftir Ashkilos. Forngriskan þrileik sem tekur 8—9 tima aö flytja, og hann er að æfa. „Þetta er ein stærsta og flóknasta sviösútfærsl- an sem lagt hefur verið i hér i Berlin. Ég hef bráöum æft i yfir heilt ár.” Hann virðist eiga viö „image” vandamál aö striöa i uppbyggingu heildarinnar, þ.e. úthald leikarans. „Draumurinn er að geta æft frá 8—9 á morgn- ana til 8—9 á kvöldin, en stofnun vinnur ekki þannig.” Ég svaraði og sagöist hafa unniö iöulega frá 8 á morgnana til 11 á kvöldin þegar Óöal feöranna var I fæöingu. Hann tókst á loft.„ef þetta er satt, þá er þaö frábært. Svona vil ég vinna, i einum stórum inn- blæstri.” Við ræddum íslenska hreppa- pólitik og enn einu sinni kom skarpskyggni hans mér á óvart, hversu klára mynd hann haföi gert sér af Islandi á þeim skamma tima sem hann haföi dvalið þar, rikiseinokunin, kaup- félagsauövaldiö, átthagafjötrarn- „Mikið afrek að ala upp börn og halda heimili í fátækt'' — Inga Huld Hákonardóttir hefur nýlokiö viö bók um íslenskar verkakonur Inga Huld Hókonardóttir hefur nýlokið viö aö skrifa bók um verkakonur I Reykjavik. Iðunn gefur bókina út, og er hún vænt- anleg með haustinu. „1 bókinni eru viðtöl við ellefu konur, og auk þess formáli og ör- litill eftirmáli”, sagði Inga Huld, þegar Helgarpósturinn spurði hana um efni bókarinnar. „Allar konurnar eru í verkalýðsfélögum innan ASÍ og allar eru þær lág- launaðar. Þær eru á aldrinum 19 til 77 ára, og allar mæður, nema sú yngsta”. Aö sögn Ingu Huldar eru kon- urnar ýmist giftar eöa ógiftar, sumar vinna i fiski, aðrar á spit- ölum, i saumavinnu, á matsölu- stööum og skrifstofum. Konurnar ellefu eiga þaö sameiginlegt aö vera litið skólamenntaöar, og þurfa að lifa af lágmarkstekjum. „Ef til vill má segja aö þessi bóksé tilraun til aö vekja umræöu um islenskarkonur sem svipaö er ástatt fyrir, og stöðu þeirra, sem mér finnst ranglát”, sagði Inga Huld. „I blööum er fullt af viðtöl- um við fólk sem gert hefur eitt- hvað sem álitið er merkilegt, en mér finnst í raun og veru gifur- lega mikiö afrek að ala upp böm og halda heimili í fátækt. Þessar konur bera sömuleiðis minna úr býtum, en þær ættu að fá, vegna þess hve veikur þrýstihópur þær eru”. „Mér fannst þetta nokkuð vandasamt verk, en um leið mjög skemmtilegt. Ég var nokkuð lengi að fálma eftir formi, þ.e. að finna góöa leið til að nalgast viðfangsefniö. Ég reyni að vera ekki væmin, en heldur ekki fjarlæg i þessum viðtölum”. Inga Huld Hákonardóttir Inga Huld tók fram aö Starfs- mannafélagið Sókn hefði verið henni innanhandar við gerð bók- arinnar, og hún heföi m .a. unniö i þeirra húsnæöi. önnur verkalýðs- félög sem hún leitaöi til voru auk þess mjög jákvæö og velviljuð. Bókin hefur ekki enn hlotið nafn. — GA Peter Stein — er kvikmyndun Sögunnar um Sám úr sögunni? ir, siöferöiskipbrotiö, allt voru þetta fyrirbæri sem hann þekkti og talaöi um i ljósi hins glögga gestsauga, og joks þaö sem hann taldi verstu einkenni þess kúg- aða, geðleysi þrældómsins. Hann talaöi um Island eins og riki úr Austur-Evrópu sem væri smám saman aö færast á enn frumstæð- ara stig. Eftir langa umræðu um Island skaut hann allt i einu inn i: „Og nú hafið þiö gert manneskju úr leiklistarlifinu að forseta, ég vona aö Amerika fari ekki aö fordæmi ykkar og geri Ronald Reagan að forseta. óttistég eitthvaðí dag þá er þaö aö hann verði forseti. Þaö væri hræöilegra en orö fá lýst.” Siöan brosti hann i óræktarlegan kampinn og bætti viö: „Viö þessir leikhúsmenn erum alltaf meira eöa minna aö leika, en kannski endar þetta allt á stóru leiksviöi. Og hvers vegna ekki?” Svo sló hann á öxl mina og átti langt örendi i konlakið. A meöan skaut ég inn i að Vigdis væri ekki endilega leikhús- manneskja. Þá skellti hann upp úr og sagði: „Þúþarft ekki að af- saka sjálfan þig.” Við héldum áfram að drekka og hann spann ósýnilegan köngu- lóarvef i loftið, skilgreiningu sina á Oriest, þrileiknum um réttlæt- iö. Hann haföi fundið þar ótelj- andi tilvisanir til lföandi stundar: hvert stefnir þjóöfélagiö, hvaöa öfl takast á, hver er ábyrgð ein- staklingsins og heildarinnar á timum upplausnar? — Undarlegt hugsaöi ég: leikverk er trúlega ekkert annaö en þaö sem leik- stjórinn sér I þvi þegar týnt er og brotið raunverulegt samband þess viö þann tima sem þaö var skrifaö á. Auövitaö velur Peter Stein sér nær 2500 ára gamalt verk til aö tjá hugsun sina af þvi hann er ekki sjálfur höfundur og treystir sér ekki til að snúa sam- an framvindu eöa semja samtöl. Hann leitar framvindunnar hjá öðrum. Hann beitir fyrir sig yrk- isefni frá ómunatiö, þar sem hon- um er frjálst aö barna efnið eftir geöþótta, þannig getur hann frá upphafi grafiö ákveöinn farveg og siöan er bara að ákveða hvað streymir um þennan farveg. — A vissan hátt flótti og hræösla viö rithöfund, þ.e.a.s. afl sem stýrir hinni skýrgreinandi hugsun frá upphafi. Peter Stein er ekki höf- undur, en hann gerir sig að höf- undi gegnum löngu dauöa höf- unda. Þannig vikkar hann nálar- augað fyrir sjálfan sig, en hvar eru þá Moliére og Shakespeare? „A sama staö og ég”, segir hann, „en þá voru engin höfundarlög til.” Og svo brosir hann aftur i óræktarlegan kampinn: „Shake- spearevar á vissan hátt leikstjóri og sömuleiðis Moliére, þeir tóku ómerkilega reyfara og geröu úr þeim snilldarverk meö þvi aö leikstýra bæöi orðinu og persónu- sköpuninni. Þegar verkiö var flutt i þeirra eigin leikhúsum, var þaö þeirra smiö en ekki endur- tekning á einhverju sem aðrir höföu klambraö saman og nú er löngu gleymt.” En hvaö um Söguna um Sám, ertu enn að hugsa um að kvik- mynda hana á Islandi? — Hugmynd sögunnar heillar mig enn þá. En ég er borgar- barn og vaxinn úr öngþveiti borg- arinnar. Harösnúin náttúra og óútreiknanlegt veðurfar á siöur viðmig.Ef ég filma Sám, lendi ég óhjákvæmilega I átökum við bæöi, og i dag er framkvæmdin sjálf mér fjarlæg. Þetta er verk- efni fyrir íslendinga ef þið eignist nógu stórhuga og djarfan leik- stjóra. Margt er manna Jón Trausti Halla, skáldsaga, 230 bls. Bókaklúbbur AB, 1980. I sumar gaf Bókaklúbbur AB út76ára gamla sögu, Halla eftir Jón Trausta. Halla er fyrsti hluti mikils sagnabálks sem fjallar um þessa persónu og hennar lifs striö, sem kom út á árunum 1906-1911 (Halla 1906, Heiöarbýlið sem var i fjórum hlutum Barnið 1908, Grenja- skyttan 1909 og Þorradægur 1911). Jón Trausti (Guðmundur Magnússon, 1873-1918) var fæddur á Melrakkasléttu og ólst upp þar i grennd og var siðan i vinnumennsku þar og á Aust- fjöröum til 1896 að hann fer til Kaupmannahafnar til að kynna sér leiklist og leiksviðsbúnað. 1898 flyst hann til Reykjavikur þar sem hann lærði prentiðn, sem var hans ævistarf við hlið ritstarfayog bjó þar til æviloka, 1918. Fyrstu bækur hans voru ljóöabækur, Heima og erlendis 1899 og Islandsvisur 1903, en meginhöfundarverk hans er á sviöi sagnageröar. Fyrir 1906 birtast eftir hann nokkrar smá- sögur og þaö ár notar hann fyrst höfundarnafniö Jón Trausti á smásögu, vegna óvæginnar gagnrýnisem hann hafði fengiö. Á árunum 1906 til 1912 gerist hann afkastamikið sagnaskáld i anda raunsæisstefnunnar sem hér var ríkjandi i kringum alda- mótin i sagnagerö, en úr þvi snýrhannséraðritun sögulegra skáldsagna þar sem rómantisk og nýrómantisk viöhorf ná yfir- höndinni. 1 eldri sögum hans gætir einnig þessara viöhorfa i þeirri rómantisku áherslu sem hann leggur á tilfinningalif og i nýrómantiskri hetjudýrkun sem snemma gætir hjá honum. í eldri sögunum tekur hann við- fangsefni úr samtima sinum eöa nærri honum og deilir á ýmislegt sem honum finnst miður fara. Þó er sú ádeila fremur mórölsk eða siðferðileg en félagsleg. Það eru hlutir eins og hræsni, tvöfalt siðgæði heigulsháttur, sveitaslúður og mannleg lágkúra sem hann fjallar mest um, þó að sam- félagsstofnanir eins og kirkjan og embættismenn fljóti einnig með. Halla er eins og fram hefur komið fyrsta skáldsaga Jóns Trausta. Þaö er' ekki hægt aö segja að hún sé sérstaklega góð skáldsaga, a.m.k. ekki ef maður leggur einhvers konar nútiðar- mælikvarða á hana. Engu að siöur er hún forvitnileg og þá fyrst og fremst frá sögulegu sjónarmiöi, vegna þess að hún er fyrsta skáldsaga eins af feðrum islensku nútimaskáld- sögunnar. Fyrir 1906 hafa ekki komið út nema eitthvaö rétt á annan tug nýrra islenskra skáldsagna. Eru þaö aö sjálfsögöu sögur Jóns Thoroddsen og siöan sögur Torfhildar Hólm, Jóns Mýrdal, Jónasar frá Hrafnagili og Þor- gils Gjallanda. Þessir höfundar ogfleiri höföu skrifað smásögur og ber þar helst aö nefna frum- kvöðlana Gest Pálsson og Einar Kvaran, en fyrsta skáldsaga bölið hans kemur ekki út fyrr en 1908. Söguþráðurinn i Höllu er næsta einfaldur. Sögusviöiö er afskekkt sveit einhvers staöar noröur i landi. Halla er vinnu- stúlka á prestsetrinu, hefur átt heldur dapra æsku, en ber nú af öllum stúlkum i sveitinni að friðleik, hæfileikum, eljusemi og snyrtimennsku. 1 lýsingu hennar gætir rómantiskrar upp- hafningar, hún er hin ósnertan- lega kvenimynd, enda heldur hún öllum karlmönnum i hæfi- legri fjarlægð. En svo kemur nýr prestur i sveitina, ungur og glæsilegur, og Halla er sett til að þjóna honum. Og það er eins og viö manninn mælt, eftir þó nokkuð sálarstriö játa þau hvort öðru ást sina. Sfra Hall- dór, sem er aö verða vitiaus þarna i einangruninni, sviptur öllum heimsins lystisemdum sem hann hafði unað sér við fyrir sunnan, stenst ekki holdi- klædda feguröina og sakleysið, en bregst um leið eiðum sinum og skyldum, sem hann hafði svarið að halda f fyrstu stólræð- unni. Og Halla hefur aldrei fyrirhitt annan eins snilldar- mann. Þauerusælum veturinn: „En innan þessara veggja fóru hinar smáu, daglegu ástarjátningar fram. Astarjátningar, sem voru að mestu fólgnar I bliðum ást- rikum tillitum, sem sögðu meira en mörg orö.” (Bls. 104). En fallöxin vofir yfir tengd við stundaglas. Prestur er nefni- lega giftur fyrir sunnan og verð- ur aö sækja konuna um vorið. Og Halla oröin ólétt. Hvort tveggja veit hún' um svipaö leyti. Embættisfjr,ami og hamingja Halldórs er i veöi ef hann viöurkennir barniö og þaö er'úti um Höllu geri hann það ekki. En Halla er göfuglynd og ákveöur aö fórna hamingju sinni fyrir ástina á Halldóri og afræöur aö giftast Ölafi sauöa- Jón Trausti: ósköp vondur stfUsti en engu aö siöur einn af feörum islensku nútimaskáldsögunnar, segir Gunnlaugur m.a.i umsögn sinni: manni sem svipar meira til sauðfjár en manna.Allt þetta kostar að sjálfsögðu mikið sálarstriösem ekki er sparað aö lýsa i bókinni. Halla er hin nýrómantiska kvenhetjasem fórnar hamingju sinni fyrir ástina og lif hennar liggur „til kvenlegrar stór- mennsku í þrautum og mann- raunum, fátækt og fyrirlitningu” svo sem segir i bókarlok (bls.230). Halldór er hins vegar rag- mennið sem ekki þorir að standa viö orð sin og gerðir og þessi meðferö hans á Höllu verbur til þess aö leið hans ligg- ur til „kennimannlegrar litil- mennsku, — til yfirskins og augnaþjónustu, bæði upp á viö og niður á við — til lifs sem var stööugt leit eftir nautnum og munaði, til aö reyna aö fylla upp hið innra tóm, og jafnframt stööug undanbrögð, stööugur flótti undan ábyrgð og óþægind- um” (bls.230). Þessi lýsing Halldórs er ein af mörgum prestslýsingum i gömlu raun- sæisbókmenntunum okkar, en gagnrýni á kirkjuna og þó eink- um prestana var stefnuskrár- atriöi raunsæismannanna, svo y aö nálgaöist stundum hreint prestahatur. Lýsingin á þvi hvernig hann veröur aö þessum manni er að mörgu leyti skemmtilega gerð, hvernig að upplag og aöstæður kalla fram neikvæöu hliöar hans. Hins vegar er lýsing Höllu alls ekki eins sannfærandi. Hún er alltof fullkomin, auk þess sem rómantiska kvenimyndin og ný- rómantiska hetjan stinga nokk- uö i' stúf við þá jarðbundnu hag- sýniskonu sem hún einnig er. Frásagnaraðferðin sem höfundur notarheld ég að mönn- um þætti litt boðleg I skáldsögu nú. Samtöl eru nánast engin i sögunni heldur segir alvitur sögumaður frá þeim i óbeinni ræöu. En jafnvel frásagnir af samtölum eru fremur fátiðar, þvi meginhluti frásagnarinnar er óbein greinargerð fyrir hug- renningum persóna og er slik frásagnaraðferð óneitanlega þreytandi til lengdar og gerir efnið fjarlægt manni. Þetta væri útaf fyrir sig ekki svo slæmt ef ekki fylgdi með meginókostur Jóns Trausta sem rithöfundar, en hann er sá að Jón er ósköp vondur stilisti. Hann teygir lopann og marg- endurtekur það sem hann er að segja. Orðfæri hans er róman- tiskt og upphafið venjulega, en stundum rofiö af raunsærri ber- sögli og fer þetta tvennt heldur illa saman. En þrátt fyrir að þaö megi gagnrýna sögur Jóns Trausta fyrir margt, þá verður ekki framhjá þvi horft að hann er einn af frumkvöðlum Islenskr- ar nútimaskáldsagnagerðar og þaö eitt réttlætir fyllilega að sögur hans séu ennþá gefnar út og reyndar er óhjákvæmilegt að þærséu til á bókamarkaði. Og ef mabur hefur stift i huga hvenær þessar sögur eru ritaðar þá er vissulega hægt að hafa ýmislegt gaman af þvi að lesa þær, Að lokum sakar ekki að geta þess aðmönnum ber almennt saman um að Halla sé með skárri sög- um Jóns Trausta. G.Ast.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.