Helgarpósturinn - 15.08.1980, Síða 14

Helgarpósturinn - 15.08.1980, Síða 14
14 Föstudagur 15. ágúst 1980 JielgarpósturinrL SigurðurSigurösson, sem nú er hættur hjá útvarpinu, og kominn á eftirlaun hefur i áratugi verið eftiriæti eftirhermanna. Það er kannski ekkert skrýtið, röddin er sérstæð, og hefur i sér einhvern sönglanda sem auðveit er að lfkja eftir. „Éghef nú bara haft gaman af þessu satt að segja”, segir Sig- urður. „Það er helst að mér leið- ist þegar hrópað er á eftir mér þetta sivinsæla „komiði sæl”. Það getur veriö dálitið þreytandi. Annars er ég mest hissa á hvað þeir endast til að nota röddina mina. Þeir eru enn að þessu, þó það sé löngu hætt að heyrast I mér”. Sigurður segist vera hættur að finna fyrir þessum eftir hermum. „Mér varð svolitið hverft viðþegar ég heyrði þetta I fyrsta skipti hjá Ómari, en það var kannski meira vegna þess að allir viðstaddir sneru sér við og fóru að glápa á mig. Það virðist eitthvað i röddinni sem gerir hana svona auðvelda fyrir þessa menn. Þó er það nú misjafnt. Ég man til dæmis eftir þvi að fyrir mörgum árum átti einn af okkar ágætu ieikurum og eftirhermum að herma eftir mér i útvarpiðá gamlárskvöld. Ég var þá að vinna niðri á innheimtu, og m ER ALVE Siprðui' Sigurðsson f lleipititsisviðlaii hann kemur til min með blaðiö og biður mig að lesa yfir fyrir sig, það sem hann ætlaði að láta mig segja. Ég geri það, og hann reynir siðan að gera eins, en gengur illa. Við reynum nokkrum sinnum i viðbót, en það er alltaf sama sag- an. Aölokum segi égviðhann: „A ég ekki bara að koma upp og lesa þetta fyrir þig”. Og það varö úr, ég las þetta i útvarpið, með örlitið ýktum áherslum. Það fyndnasta viðþetta var að um kvöldiðþegar þessu var útvarpað var ég stadd- ur i húsi með fleira fólki, og eftir útscndinguna kom einn að máli við mig og sagði: „Það er merki- legt með hann þennan, að honum ætlar aidrei að takast að herma almennilega eftir þér.” Sigurður Sigurðsson var iþróttafréttamaður útvarpsins i áratugi, og sjónvarpsins lika, fyrstu fjögur árin eftir að það byrjaði. Hann var spurður hvort hann fengi ekki örlltinn fiðring nú þegar ólympiuleikarnir eru efst á baugi. „Jú, það er ekki hægt að neita þvi. Ég var á þrennum ólympiu- leikum sjálfur, og veit þvi nokkuð hvernig þetta gengur allt fyrir sig. Þekki andrúmsloftið, sem er stórkostlegt. Það fer ekkert milli mála að þetta er hápunktur alls sem tengist iþróttum, og þá er alveg sama þótt leikarnir núna hafi 1 gamni verið kallaðir Opna sovéska meistaramótið. Þeir hirtu kúfinn af verðlaununum, og þær sextiu þjóöir sem sátu heima urðu þess að sjálfsögðu valdandi aðekki var mjög mikið að marka úrslitin. Annars virtist manni leikarnir minna pólitiskir en von var á. Svo fannst mér lika ein- kennilegt að á þeim_ var engin stjarna, enginn einn iþróttamað- ur sem skar sig úr. Þetta eru eiginlega fyrstu leikarnir sem ég man eftir sem slikt gerist. Nú var enginn Zapotek, eða Wilma Rudolph, eða Spitz. Annars er ég kominn voðalega mikið útúr þessu. Og þegar ég hætti var löngu nóg komið. Það á enginnað vera i svona starfi leng- ur en I svona fimm ár. Ég var bú- inn að reyna aö komast úr þessu starfif mörg, mörg ár áður en það tókst. Það var alltaf eitthvað. Svo var ég með iþróttirnar bæði i út- varpi og sjónvarpi í fjögur ár, og það er ekki leggjandi á nokkra sál. Það er æskilegt að hafa örari skipti i þessu. Jón Asgeirsson var i þessu i mjög hæfilegan tima, 4-5 ár.” Nú höfum viö fengið Hermann Gunnarsson. Hann er frábær og eins og fæddur i starfið, fótbolta- lýsingar hans eru stórkostlegar ogmeira aðsegjaég hlustaa þær. Hann hefur lýst öðrum iþrótta- greinum með ágætum og mætti gjarnan gera meira af þvi aö lýsa og ætti að bæta við greinum. En enginn skyldi dveljast of lengi við þetta starf." Faslir kjaltar „Mér er alveg djöfullega við fastakjafta. Þaö er alveg að gera útaf viö útvarpið að þar eru sömu mennirnir að tala jafnvel áratug- um saman. Þaðvar méraðkenna „Enginn sem vinnur í útvarpi ætti að koma nálægt sjónvarpi” „Ég var gestur heima hjá mér á þessum árum” „Fréttamenn og blaöamenn eru stórveldi hver fyrir sig” „Ef ég væri útvarpsstjóri mundi ég ekki taka mark á nefndinni heldur byrja bygginguna” „Ég var alltof lengi hjá útvarp- inu”

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.