Morgunblaðið - 05.09.1972, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 05.09.1972, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIOJUDAGUR 5. SEPTEMBER 1972 — „Veizla aldarinnar" Fyrrum heimsmeistari í skák, Boris Spassky, þiggur silfur- pening Alþjóðaskáksamba ndsins frá dr. Max Euwe. Framh. af bls. 10 yfir stórum eldi. Steikin var síðan framreidd með sérstök- um drykk, „víkingablóði“. Var svo kveðið á um að gestir skyldu halda eftir til eignar og minningar diskum, hnifa- pðrum og víkingahorni þvi, eem víkingablóðið var drukk- ið úr. Átti fólk að eiga þessa gripi til minningar um heims- meistaraeinvígið og þessa veizlu aldarinnar og gerðu það flestir. Söfnunaræðið var annars í algleymingi í Laugardalshöll- inni á sunnudagskvöld. Póst- húsið var opið og fólk lét frímerkja og stimpla alla hugsanlega hluti, eins og að- göngumiða, pentudúka, og matseðla. Bobby Fischer gekk fyrst- ur að matborðinu og með hon um Sæmundur, sem útskýrði fyrir honum, hvað væri á boð- stólum. Mátti Sæmundur hafa sig allan við til þess að Ijósmyndararnir gengu ekki of nærri Fischer, því að þeir sóttu að úr öllum áttum. FAKSÆLLEGA TIL LYKTA LEITT Síðan hófst dagskrá krýn- ingarháitíðarinnar. Aðaldóm- ari einvígisins, Lothar Schmid, steig í ræðustólinn á sviðinu og lýsti úrslitum einvígisins. Lýsti hann Bobby Fischersig urvegara, þar sem hann hefði eftir 21. skák einvígisins ver- ið búinn að hljóta 12% vinn- ing. Óskaði hann Fischer til hamingju með sigurinn og þann baráttuanda, sem hann hefði sýnt í öllu ein- víginu. En Schmid bar jafn- framt lof á Boris Spassky, sem hann sagði, að hefði sýnt sannan íþróttaanda. í>á hrós- aði Lothar Schmid íslenzka skáksambandinu fyrir að hafa staðið fyrir heimsmeist- araeinvíginu. Þeir, sem þar hefðu verið að verki, hefðu lagt sig alla fram til þess að leysa þá erfiðleika, sem upp hefðu komið í sambandi við einvígið og tekizt að leiða þennan einstæða atburð til farsælla lykta. Þá færði Schmid aðstoðardómara sín- um, Guðmundi Arnlaugssyni rektor þakkir sinar fyrir frá- bært starf. Loks færði Schmid þakkir sinar dr. Max Euwe, sem hann sagði, að hefði innt af hendi ómetaniegt starf við að koma þessu einvígi á og bað hann síðan að koma upp á sviðið og krýna nýja heims- meistarann. LÁRVIÐARSVEIGUR OG GULLORÐA Dr. Max Euwe gekk þar næst upp á sviðið, tígulegur og virðulegur að vanda og bað Bobby Fischer að koma til sín að ræðustólnum og taka við útnðefningu. Dundi við dynjandi Iófaklapp veizlu gesta, þegar Fischer gekk létt um skrefum og brosmild- ur á svip upp að ræðustóln- um. — í nafni FIDE, Alþjóða- skáksambandsins, lýsi ég Bobby Fischer heimsmeistara í skák, kunngerði dr. Euwe við geysileg fagnaðarlæti veizlugesta. Lagði hann sið- an lárviðarsveig um axlir Fischers og óskaði honúm til hamingju. Jafnframt afhenti dr. Euwe nýja heimsmeistar- anum viðurkenningarskjal um heimsmeistaratitilinn og sæmdi hann gullorðu. Á eft- ir var leikinn þjóðsöngur Bandaríkjanna. Næst bað dr. Euwe Boris Spassky um að ganga upp á sviðið og var honum sízt minna fagnað af veizlugestum en Fischer. Dr. Euwe hrósaði honum fyrir að hafa vei<tt harðvítugt viðnám i einvig- inu og afhenti honum silfur- orðu. Þar á eftir var leikinn sovézki þjóðsöngurinn. Síðan tók dr. Euwe aftur til máls og sagði: — Fyrir hönd FIDE, fyrir hönd alls skákheimsins vil ég færa ís- EŒM E£E3 Atvinna í boði Innflutningsfyrirtæki óskar eftir að ráða þrifinn og reglusaman mann með góða skipulagshæfileika til afgreiðslu og pakkhússtarfa. Góð laun í boði fyrir réttan mann. í>eir sem hafa áhuga sendi nafn og uppl. um fyrri störf á afgr. blaðsins, merkt: „2413“. Atvinna Kanadísk kona með B.A. (aðalfag, enska) og B.E.D. próf frá University of British Columbía, tíu ára starfsreynslu sem kennari og nokkra reynslu sem einkaritari, óskar eftir hálfs- eða heilsdags- starfi Upplýsingar gefnar í síma 22705. Aðstoðarstúlku óskast Óskum að ráða aðstoðarstúlku í rannsóknastofu vora strax. SÁPUGERÐIN FRIGG, sími 51822. Sendisveinn Sendisveinn á hjóli óskast strax. Upplýsingar í síma 11421 milli klukkan 1 og 3. SLÁTURFÉLAG SUÐURLANDS, Skúlagötu 20. Róðskona og aðstoðarstúlka óskast að heintavistorskóla Nesjaskóli, Hornafirði, óskar að ráða ráðskonu til starfa 4 vetri komanda. Til greina kemur að ráða hjón, og mundi maðurinn þá annast ýmsa félags- málastarfsemi nemenda. Einnig óskast aðstoðarstúlka. Umsóknir um aldur, menntun og fyrri störf, sendist Rafni Eiríkssyni, skólastjóra, Sunnuhvoli, Nesjum, Homafirði, fyrir 15. sept. nk. og veitir hann einnig nánari upplýsingar um störfin. Verksmiðjuvinna Óskum að ráða eftirtalið starfsfólk: 1 vaktarformann, 2 karla og konur til almennra verksmiðjustarfa. Vaktavinn. Uppl. hjá verkstjóra, ekki í síma. HF. HAMPIÐJAN, Stakkholti 4. IM ítí) auglýsa í MorgunbEaðinu landi þaklkir fyrir það, sem það hefur innt af hendi í þágu hinnar göfugu íþróttar okkar. Það, sem Islenzika skáfesambandið hefur afrekað er nær ótrúlegt. Verfeefnið var risavaxið. Þessi atburð- ur hefur verið frá upphaíi til enda fullkominn vitnis- burður sameiningar, sam- stöðu og sameiginlegs átaks, sem er einsdæmi í skáksög- unni og ef til vill í aliri sögunni. Sagði dr. Euwe, að þetta hefði aldrei verið kleift, ef ekki hefði komið til aðstoð Islendinga, hárra sem lágra. Lauk hann ræðu sinni með þessum orð- um: —- Megi Island vaxa og dafna um aldur og ævi. VIKINGATAFL Að ræðu dr. Euwes lokinni fór fram afhending sjálfra einvigisverðlaunanna. Tók Bobby Fischer við ávísun að upphæð 78.000 dollarar eða ná lægt 7 millj. ísi. kr. úr hendi Guðmundar G. Þórarinssonar. Jafnframt hlaut Fischer að gjöf bók mikla, íslandslýs- ingu Paul Gaimards og að auki sérstaka gjöf, sem bor- izt hafði þá um daginn, en það var ný tegund tafls, sem hefur verið fundið upp á ís- landi og ber nafnið „Víkinga- t'afl". Höfundur þess og gef- andi var Magnús Ólafsson. Næst var Boris Spassky kallaður að nýju upp á svið- ið til þess að taka við sínum verðlaunum. Auk fjárverð- launa sinna hlaut hann einn- ig Gaimardbókina og vik- ingatafl Magnúsar Ólafsson- ar. Að svo búnu voru þeim dr. Max Euwe, Lothar Schmid, Guðmundi Arnlaugssyni og aðstoðarmönnum beggja keppendanna einnig færðar góðar gjafir. IMARFT TEFLT Þegar verðlaunaafhendingu var lokið og gjöfum útdeilt, tók Halldór E. SigurðssO'n fjármálaráðherra til máls og sagði meðal annars, að þessa einvígis yrði ekki aðeins get- ið sem merkisatburðar í sögu íslands, heldur og í verald- arsögunni. Gat ráðherrann þess, að eitt af mörgu, sem gerði mun á lífi litillar þjóð- ar og stórþjóðar, v?eri það, að stórþjóðum félli margt í skaut án fyrirhafnar, en smá þjóðir þyrftu mikið á sig að leggja til þess að öðlast þau hnoss, er þættu eftirsóknar- verð. Mörgum hefði þótt djarft teflt og mikið áræði að halda einvígið á Isiandi, en isilenzkir skák- menn hefðu sýnt, að þeir voru vandanum vaxnir og hefðu aukið hróður íslenzku þjóðarinnar og undirstrikað tilverurétt hennar sem sjálf- stæðrar þjóðar. Þá ftutti fjár málaráðherra dr. Euwe og Alþjóðaskáksambandinu þakk ir fyrir vinsemd i þágu Is- lendinga. Að ræðu Halldórs E. Sig- urðssonar Iokinni var stiginn dans til kl. 1. BOBBY SKEMMTI SÍÓR VEL Það var greinilegt, að hekmsmeistarinn nýbakaði akemmti sér vel og steig dans- inn alveg eins og aðrir veizlu gestir. Ekki hafði hann samt alveg silitið hugann frá skák- inrri, þvi að hann var bæði með vasataf! og skákbækur meðferðis. Á meðan setið var undir borðum hafði hann þanníg rakið 21. skákina með Boris Spassky og eftir að dansinn var hafinn kom það oft fyrir, að hann blaðaði i s'kákbók einni. Þegar hótfinu lauk kl. 1 var það álit flestra, að það hefði yfiríeitt tekizt mjög vel. Menn héldu á braut með vík- ingahorn sin eftir veizlu, sem í samræmi við einvigi aldar- innar gat vel staðið undir nafninu veizla aldarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.